Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 163
162 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá því að vera tæmandi en sýnir vel fjölbreytni nafn anna.
Jaðar var nýbýli (ekki hjáleiga), fjórðungur úr Tungufelli sem Brynj-
ólfur Sveinsson biskup stofnaði um 1670 „og lét skipta úr jörðunni að
töðum og engjum; hagar eru til félags.“98 Mörg nýbýli voru stofnuð á
20. öld, ýmist með nýju nafni eða nafni gamla býlisins ásamt númeri,
t.d. Miðfell II, Miðfell III o.s.frv.
Þessi athugun sýnir að langf lest nöfn gamalla lögbýla í Ytrihrepp
eru náttúrunöfn dregin af landslagi eða nálægum náttúrufyrirbærum.
Undantekningar frá því eru Sólheimar, staða-bæirnir og Selin, efra
og syðra. Staða- og seljanöfnin benda til nýtingar frá móðurjörð áður
en þar urðu sjálfstæð býli. Þau eru öll í næsta nágrenni við Gröf og
Reykjadal sem að öllum líkindum voru landnámsjarðir.
Um Hruna, Hrunaheiðar og *Forna-Hruna
Í grein sinni um Hruna í Árnesingi V veltir Helgi Þorláksson meðal
annars fyrir sér upphafi Hrunastaðar. Hann álítur að Hruna og Kaldbak
hafi á sínum tíma verið skipt út úr Hörgsholti sem hafi verið land-
námsjörð enda hafi Másstaðir verið á þeim slóðum. Eigandi Hörgsholts
hafi „ákveðið að reisa myndarlega kirkju í Hruna fremur en heima á
bænum í Hörgsholti“.99 En hafi Másstaðir verið hjá Hvítárholti í
tengslum við landnámsjörðina Gröf eins og leiddar eru líkur að hér að
framan er sennilegast að jarðirnar Hruni og Hörgsholt hafi byggst hvor
í sínu lagi þegar byggð mótaðist í kjölfar landnáms og eigandi Hörgs-
holts hafi þá ekki átt neinn þátt í upphafi Hrunastaðar.
Ekki virðist heldur ástæða til að ætla „að Hruni hafi verið hinn
elsti þing staður í hreppnum og þá að líkindum þegar á 10. öld“.100 Í
Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins, eru fundir hreppsmanna kall-
aðir „samkomur“ eða „hreppsfundir“ en ekki kemur fram að um fasta
fundar staði hafi verið að ræða. Bóndi gat t.d. boðað til hreppsfundar
„að sín“ (þ.e. heima hjá sér) ef honum hafði verið færður ómagi „að
ólögum“.101 Ýmislegt bendir líka til að hreppanöfn eins og Hruna-
manna hreppur séu ekki eldri en frá 12. öld.
Fjögur slík nöfn koma fyrir í Landnámabókum, „Hraungerðinga-
hreppur“ og „Kaldnesingahreppur“102 meðfram Hvítá/Ölfusá í vestan-
verðum Flóa auk Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps. Alls óvíst er að
þessi fjögur hreppanöfn hafi verið í frumdrögum Landnámu „sem
nú er ekki hægt að gera sér nema mjög óljósar hugmyndir um ...“103
Engin dæmi um slík nöfn er annars að finna í ritum frá 13. öld, hvorki
Íslendingasögum né Biskupasögum. Og ekki heldur í Sturlungu nema