Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 164

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 164
HVERNIG BYGGÐIST YTRIHREPPUR? 163 Hruna mannahreppur á einum stað í Íslendinga sögu Sturlu Þórðar sonar. Sagnaritarar 13. aldar virðast ekki hafa talið nöfn af þessu tagi gömul. Í Íslendingasögum eru hins vegar fjölmörg heiti byggðarlaga af öðrum toga, t.d. með endingunni -hverfi sem stundum varð síðar -sveit. Dæmi um það er „Mývatnshverfi“ (síðar Mývatnssveit).104 Víga-Glúms saga nefnir hinn „efra hrepp“ og hinn „neðra“ í Eyja- firði og þar er líka getið um samkomuhald við Djúpadalsá.105 Efri hreppurinn er vafalaust Saurbæjarhreppur en sá neðri hefur náð yfir bæði Hrafnagils- og Öngulsstaðahrepp. Aðgreiningin efri og neðri er hliðstæð við Hreppana ytri og eystri í Árnessýslu og er sjálfsagt eldri en hreppanöfnin.106 Saurbær og Hrafnagil voru stórbýli og kirkjustaðir sem urðu seinna fastir þingstaðir í samnefndum hreppum.107 Goðorðsmenn munu hafa búið á báðum þeim bæjum á ofanverðri 12. öld108 og má telja líklegt að samkomur hreppsmanna hafi þá verið haldnar þar. Fáum áratugum síðar var Sighvatur Sturluson orðinn höfðingi í Eyja- firði og bjó á Grund. Getið er um samkomu heima hjá honum fyrsta dag einmánaðar árið 1222109 en einmánaðarsamkoma var ein af reglu- legum samkomum á þjóðveldisöld. Þessi dæmi úr Eyjafirði benda ekki til að samkomuhald hafi þá langtímum saman verið bundið við fasta „þingstaði“. Ekki er heldur ástæða til að ætla að nöfn eyfirsku hrepp- anna sem kenndir eru við kirkjustaði og stórbýli séu eldri en frá 12. öld. Engar heimildir eru um þingstað í Hruna fyrr en undir lok 19. aldar þegar hann var f luttur þangað frá Gröf. Elsta heimild um þingstað í Gröf er líklega dómur Stefáns biskups Jónssonar frá 1492 „um kapallán af staðarins landsetum“ sem þar var lesinn upp á manntalsþingi og á f leiri þingstöðum í Árnessýslu.110 Gröf var að líkindum landnámsjörð eins og áður er komið fram og hefur verið góðbýli þegar Selin til- heyrðu jörðinni. Gröf var vel í sveit sett, alfaravegur lá þar yfir Litlu- Laxá og upp eftir hreppnum vestanverðum.111 Þar var líka baðlaug sem hefur þótt kostur á samkomustað.112 Margt bendir þannig til að Gröf hafi verið eldri samkomustaður en Hruni. Nafnið Hrunamannahreppur hefur varla orðið til fyrr en eftir miðja 12. öld þegar Hruni var orðinn meiri háttar kirkjustaður og miðstöð. Samkvæmt hinum fornu máldögum Hrunakirkju frá 14. öld átti kirkjan jarðirnar Kaldbak og „Þórarinsstaði til forsjá“ auk alls heima- lands Hruna.113 Svonefndra Hrunaheiða sem liggja fyrir innan Kald baks- land er ekki getið. Þær eru víðáttumikil heiðalönd sem lengi hafa talist tilheyra Hruna. Á hinn bóginn segja máldagarnir að eigandi Hörgsholts hafi gefið Hrunastað Laxárgljúfur sem liggja austan að Hruna heiðum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.