Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 171
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lokaorð
Frumdrög að þessari ritgerð urðu til fyrir um það bil áratug en af
ýmsum ástæðum var þá horfið frá um sinn. Þegar aftur var tekið til á
árinu 2008 var lagt í nokkru víðtækari athugun ýmissa þátta en að var
stefnt í upphafi.
Þegar ritgerðin var að mestu frágengin fékk ég Svavar Sigmundsson
til að lesa hana yfir, einkum með tilliti til nafnfræðinnar. Hann gerði
ýmsar gagnlegar athugasemdir og óskaði eftir að fá greinina til birtingar
í Árbókinni en það var annars aldrei ætlun mín. Orri Vésteinsson, þá
staddur hinum megin á hnettinum, hefur líka farið yfir hana og bent á
ýmislegt sem betur mátti fara. Eftir því sem mögulegt var hefur verið
tekið tillit til athugasemda þeirra beggja. Kristinn Kristmundsson frá
Kaldbak, fyrrum skólameistari, og Mjöll Snæsdóttir hafa líka lesið þetta
yfir. Öllu þessu fólki eru hér með færðar bestu þakkir.
Tilvísanir
1 Sturlunga saga I. (Jón Jóhannesson o.fl. sáu um útgáfuna). Sturlunguútgáfan, 1946.
Bls. 458, 526.
Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið ísl.
fornritafélag, 1968. Bls. 380, 382.
2 Sturlunga saga I. Bls. 459, 461.
Íslenzk fornrit XII. Brennu-Njáls saga. (Einar Ól. Sveinsson gaf út). Hið ísl. fornritafélag,
1954. Bls. 414.
3 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. 2. bindi. Hið íslenska fræðafélag, 1918-1921.
Bls. 233-276.
4 Íslenskt fornbréfasafn XII. Bls. 7.
5 Sjá Helgi Skúli Kjartansson: „Sóknir og kirkjur í Hreppum.“ Árnesingur IV. Sögufélag
Árnesinga, 1996. Bls. 155 og áfram. Einnig máldagar í Íslensku fornbréfasafni sem þar er
vísað til.
6 Helgi Þorláksson telur stað hafa verið settan í Hruna á 12. öld en Grafarkirkja
hafi áður verið sóknarkirkja með stærra umdæmi en Hrunakirkja. Líklega hefur
þótt nauðsynlegt að skrásetja nákvæmlega hlutverk Hrunakirkju þegar hún auk
annarra breytinga hafði að mestu tekið við þeim verkefnum sem Grafarkirkja hafði
áður. Leifar af fyrri skipan má sjá í elstu máldögum Hrunakirkju þar sem nefnd
eru „Grafarþing“ enda þótt þau hafi þá í raun verið úr sögunni og orðin hluti af
Hrunaþingum. (Helgi Þorláksson: „Hruni.“ Árnesingur V. Sögufélag Árnesinga, 1998.
Bls. 56-57.)
7 Sjá „Sóknir og kirkjur í Hreppum.“ Árnesingur IV. Bls 165.
8 Ólafur Lárusson: „Úr byggðarsögu Íslands.“ Byggð og saga. Ísafoldarprentsmiðja, 1944.
Bls. 40.
9 Á korti hér aftar eru landamerki jarða í Ytrihrepp dregin samkv. landamerkjabréfum í
Landamerkjabók fyrir Árnessýslu (vélrituðu afriti landamerkjabókarinnar).
10 Orri Vésteinsson et al.: „Enduring Impacts: Social and Environmental Aspects
of Viking Age Settlement in Iceland and Greenland.“ Archaeologia Islandica 2.
Fornleifastofnun Íslands, 2002. Bls. 98-136.