Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 187
186 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
til að hafa verið í skóla þeim er stofnað var til í Skálholti 1553. Hinn
þriðji er Hallvarður Einarsson, sem var prestur á Valþjófsstað 1560-
1582.10 Tímans vegna gæti hann hafa verið í skóla í Skálholti, en ekki
þekkjum við heimildir sem staðfesti það. Fæðingar- og dánarár Hall-
varðs Einarssonar virðast ekki þekkt en síðast er hans getið 1607.11 Aðrir
menn en þessir þrír með Hallvarðsnafni verða ekki fundnir í presta stétt
á Íslandi.
Í skólameistarasögum Jóns Halldórssonar eru nefndir þrír menn með
Hallvarðsnafni meðal ættingja og venslamanna Odds Eyjólfssonar, sem
var skólameistari í Skálholti 1661-1667.12 Ekki verður sagt um það hvort
einhver eða einhverjir þeirra hafa einhvern tíma verið skólasveinar í
Skálholti.
Hafi Hallvarður verið skólapiltur er þó ekki víst að hann hafi orðið
prestur. En ekki urðu allir nemendur í Skálholtsskóla prestar. Sumir
þeirra sátu síðar í ýmsum öðrum virðulegum embættum, aðrir hurfu til
hvers dags legri starfa, urðu bændur eða kaupmenn. Sumir f luttu af landi
brott og aðrir féllu frá á ungum aldri. Ekki er því gott að vita hvað um
Hallvarð hefur orðið. Hitt er auðvitað einnig hugsanlegt að hann hafi
ekki verið skólasveinn, því að margt annað fólk var á staðnum, og kom
þangað.
Nú er auðvitað ekki fullvíst að Hallvarður sé nafn á manni sem uppi
hafi verið þegar ristan var gerð. Hallvarður er nafn á norskum dýrling
sem var töluvert tignaður þar í landi. Messudagur hans var 15. maí og
hann var talinn hafa orðið píslarvottur árið 1043.13 Ekki mun hann hafa
verið mikið tignaður á Íslandi, en þó hefur saga hans verið til hér, og
vitað er af líkneski hans á Munkaþverá 1525.14 Ekki er því óhugsandi
að ristan innihaldi nafn dýrlingsins, en þá væri hún væntanlega frá því
fyrir siðaskipti.
Hallvarður í kjallaranum
Guðrún Ása Grímsdóttir hefur bent okkur á Hallvarð nokkurn, sem
getið er um í reikningsskap Skálholtsstaðar eftir fráfall Gissurar biskups
Einarssonar, 26. mars 1548.
„Jtem hia hallvardi j kiallaranum xx kaunnur með illum og
godum og eitt kaunnubrot. Jtem iij tintur. vj hanar, pipur tvær og
hogset med tueimur jarngiordum. vj storar munnlaugar.“15