Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 188
HÉR VAR HALLVARÐUR 187
Ekki er víst að kjallarinn sé það sem við myndum kalla svo, heldur gæti
hann verið geymsluhús, ekki niðurgrafið. Ef áletrunin á gangavegg á
skylt við þennan Hallvarð gæti steinninn hafa verið í því húsi þegar hún
var gerð. Ekki er víst hver „Hallvarður í kjallaranum“ var, en kannski
var það starfi hans að líta eftir drykkjarföngum. Það sem upp er talið í
kjallaranum hjá honum gæti bent til þess.
Lokaorð
Það hefur sem sagt ekki tekist að bera kennsl á Hallvarð eða leita hann
uppi. Það skiptir auðvitað ekki höfuðmáli, nema þá til að tímasetja
ristuna. Algengt er að reynt sé að tengja fornar minjar við nafngreint fólk,
með misjöfnum árangri. Í raun má þó segja að ákaf lega oft værum við
litlu bættari þó að við þekktum nafn þess sem hlóð vegg eða lagður var í
gröf. Samt er alltaf gaman að rekast á eitthvað sem er svona persónulegt.
Fundur þessarar áletrunar er skemmtilegur og ekki er heldur hægt að
útiloka að síðar komi eitthvað fram sem eykur vitneskju okkar um hana,
til dæmis steinninn með fyrri hlutanum.
Tilvísanir
1 Jakob Benediktsson (ritstj.) Ole Worms correspondence with Icelanders, Bibliotheca
Arnamagnæana Vol. VII, 1948, bls. 221.
2 Sjá Árbók hins íslenzka fornleifafélags 2006-7, bls. 23-4.
3 Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 2000-2001,
bls. 15.
4 Afhendingar- og úttektarbók Skálholtsstóls 1674. Þjskjs Bps A VII, 1.
5 Afhendingar- og úttektarbók Skálholtsstóls 1698. Þjskjs Bps. A VII, 3.
6 Ólafur Lárusson: „Nöfn Íslendinga árið 1703“. Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta
að fornu og nýju. 2. flokkur, II, 2. Reykjavík 1960, bls 15. – Guðrún Kvaran og Sigurður
Jónsson: Nöfn Íslendinga. Reykjavík 1991.
7 Jón Þorkelsson. Ævisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara í Skálholti, I. Reykjavík 1910, bls.
212-223.
8 Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2.útg. Reykjavík 1950, bls.252.
9 Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2.útg. Reykjavík 1950, bls. 263.
10 Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útg. Reykjavík 1950, bls. 10.
11 Ágúst Sigurðsson. „Valþjófsstaður í Fljótsdal. Forn frægðarsetur II, Reykjavík 1979, bls.
30.
12 Jón Halldórsson: Skólameistarasögur. Reykjavík 1916-1918, bls. 144.
13 Lilli Gjerløw, Hallvard. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder VI, 1961, d. 63-66.
14 Magnús Már Lárusson, “Hallvard. Island.” Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
VI, 1961, d. 66; Cormack, Margaret Jean: The Saints in Iceland. Their Veneration from the
Conversion to 1400. Subsidia Hagiographica 78. Bruxelles 1991, bls. 121.
15 Íslenskt fornbréfasafn XI, bls. 624.