Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 190
Inngangur
Fyrri hluta ársins 2001 fór fram viðamikill fornleifauppgröftur við
Aðal stræti í Reykjavík, á lóðunum 14-18, þar sem reisa skyldi hótel.
Við þessa rannsókn fundust leifar af torfvegg frá landnámsöld, og
hefur sá verið talinn elsta mannvirki sem enn hafi fundist í Reykja-
vík. Þá kom einnig fram nokkru yngri rúst skála úr torfi. Að því er
segir í Íslendingabók og Landnámu á fyrsti landnámsmaður Íslands,
Ingólfur Arnarson, að hafa sest að í Reykjavík um 874 e.Kr. [1].
Raunvísindalegar aðferðir við tímasetningu hafa nýlega bent til að
miðaldatextar séu ekki fjærri lagi um þetta atriði. En það sýndi sig
að elstu byggingarleifarnar voru eldri en hið svonefnda landnáms lag,
sem tímasett hefur verið til 871 AD +/- 2, og byggir sú tímasetning á
rannsókn borkjarna úr Grænlandsjökli. Ákveðið var að varðveita þessar
torfminjar, vegg og skála, á sjálfum fundarstaðnum. [5].
En hvernig átti nú að varðveita og forverja á staðnum torfrúst sem var
12 rúmmetrar, innanhúss í safni? Á meðan á uppgrefti stóð hafði mátt
sjá að torf leifarnar sprungu og molnuðu auðveldlega, og litur torfs ins
breytt ist, ef það þornaði. Af þessum sökum var ráðist í viðamikið verk
við for vörslu rústarinnar á árunum 2003-2007 til að varðveita þessar
ein stæðu minjar.
Torfveggirnir voru styrktir með því að nota um það bil 12.000 lítra
af svo nefndu tetraeþýlorþósílíkati (á ensku tetraethyl silicate), vökva
sem einkum er notaður við forvörslu steinveggja og minnismerkja
JANNIE AMSGAARD EBSEN OG PER THORLING HADSUND
FORVARSLA SKÁLARÚSTAR
VIÐ AÐALSTRÆTI