Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 201
200 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
upp í stærstu sprungurnar í torfveggjunum. Eftir meðhöndlun voru
fylltu sprungurnar og allt sýnilegt gifslím málað með blöndu af möttu
lakki, jarðvegslitarefnum og torfmylsnu. Áætla má að alls hafi um 1100
smáf lísar verið límdar fastar.
Mat á verkinu
Í apríl 2007, tveimur mánuðum eftir síðustu meðhöndlun rústarinnar,
var lagt mat á hvernig til hefði tekist. Yfirleitt hafði þá torfið tekið á sig
góðan lit, yfirborð þess var hart eins og frauðsteypa og sprungur voru
eins og búist hafði verið við. Til að meta hörku torfsins og hve djúpt
styrkingarefnið hefði náð voru teknir þrír borkjarnar, 25-35 cm djúpir,
úr veggjunum þar sem þeir voru hæstir. Torfið í öllum þessum sýnum
reyndist hafa styrkst jafnmikið og prufurnar sem búið var að meðhöndla
tvisvar eða þrisvar á rannsóknarstofu, og var jafnhart við snertingu.
Til að ákvarða styrkleika torfsins af nákvæmni var gerð greining á
hörku sýna úr borkjörnunum. Það verk unnu þýskir sérfræðingar á
rannsóknarstofu5. Niðurstaðan var að torfið hafði styrkst verulega, bæði
efst og neðst í rústinni. Til að rannsaka hvort hægt væri að sýna fram á
að vökvinn væri í raun alls staðar í borkjörnunum voru einnig gerðar
greiningar af handahófi með efni sem kallað er “dithizone”. Ef tiltekið
efni í blöndunni SILRES BS OH 100 er til staðar verða efnahvörf sem
framkalla appelsínurauðan lit.6 [4]. Sýni tekin á mismunandi dýpi voru
prófuð með þessum hætti og öll sýndu greinilega jákvæða svörun. Þá
voru einnig greindar þunnsneiðar úr völdum sýnum af meðhöndluðu
torfi úr kjörnunum, og bar niðurstöðuna að sama brunni, torfið hefur
fyllst af glerkenndu kísilhlaupi (12. mynd). Þegar harka torfsins hafði
þannig verið mæld, gerðar prófanir af handahófi og þunnsneiðar
skoðaðar, þótti sýnt að for vörslu vökvinn væri alls staðar í veggjum,
ofan frá og niður í gegn,
og því hefði með höndlunin
heppnast.
12. mynd. Þunnsneið úr 1100
ára gömlu torfi úr Aðalstræti sem
búið var að meðhöndla þrisvar.
Svæðið á myndinni er 0,3x0,5
mm. Ljósm. Jørn Bredal Jørgensen,
Konservatorskolen, Kaupmannahöfn.