Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 205
204 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Svavar Sigmundsson og nú síðast
Orri Vésteinsson. Til að skerpa á
markmiðum rannsóknarinnar og
marka sér stöðu innan fræðanna
hefði Rúna gjarnan mátt fjalla
nánar um byggðasögulegar
ör nefna rannsóknir og taka
afstöðu til þess sem gert hefur
verið á því sviði fram að þessu. Í
kaf lanum „Örnefni og fornleifar“
er reyndar sagt frá upphafi
örnefna rannsókna hér á landi,
hvernig þær voru nátengdar
forn leifarannsóknum í árdaga
fornfræði á Íslandi og hvernig
menn notuðu örnefni, aðallega til
að renna stoðum undir frásagnir
fornrita. Á hinn bóginn er lítið
minnst á hvernig örnefnafræðin
hefur þróast í byggðasögulegu samhengi á síðustu áratugum. Í þeim
geira er byggðasaga eða byggðaþróun yfirleitt ekki niðurstaða í sjálfu
sér heldur er hún notuð til að varpa ljósi á íslenskt samfélag á fyrstu
öldum, t.d. valdahlutföll og pólitík. Til að þetta sé hægt þarf raunar að
skoða f leira en bara bæjanöfn, t.d. vísbendingar um aldur bæja (dýrleika,
bænhús, landamerki). Bók Rúnu er ekki undir áhrifum frá þessum
fræðum nema að mjög litlu leyti, enda virðist sjónarhorn hennar mun
þrengra þótt yfirlýst markmið – í það minnsta ritstjóranna – sé fyrst og
fremst að varpa ljósi á byggðaþróun (bls. 7).
Valin eru sex búsetunöfn í Hjaltadal til greiningar og skipar sú
um fjöllun meginsess bókarinnar. Annars vegar er fjallað um heiti
tveggja jarða sem hafa verið lengi í ábúð, Kálfsstaði og Nautabú, og
hins vegar fjögur nöfn sem hafa verið orðuð við byggð á síðari öldum:
Geitagerði, Kollugerði, Traðarhól og Bygghól. Byggðanöfnin eru greind
til hlítar með aðferðum málvísinda og víða leitað fanga í heimildum.
Niðurstöðurnar eiga að varpa ljósi á búskaparhætti og starfsemi á
hverjum stað. Ekki er útskýrt hvers vegna þessi nöfn eru valin umfram
önnur en lesandi er lengi framan af vongóður um að höfundur afhjúpi
þann leyndardóm. Rúna kemur víða við í skýringum sínum: Heimildir,
t.d. fornbréf og fornsögur, eru raktar svo langt sem þær ná, líka