Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 209
208 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
séu miðlungsjarðir oftar en stórar. Hvað varðar dreifingu -staða
um landið má nefna dæmi til að sýna að málið er ekki einfalt. Af 58
lögbýlum í Grímsnesi árið 1847 voru einungis 9 -staðir en í Hólahreppi
í Skagafirði hét á sama tíma þriðjungur bæja -staðanafni eða 8/24. Í
Hvanneyrarhreppi, Siglufirði, er hlutfallið á sama tíma 1/21. Munur
sem þessi gæti einmitt verið lykillinn að því að skilja ólíka byggðaþróun
á landsvísu og ekki síst til að kanna hvort valdamiðstöð eins og Hólar
setji hugsanlega mark sitt á mótun nágrannabyggða t.d. vegna kröfu
valdhafa um skipulag, sérhæfða búskaparhætti eða framleiðslu.
Margt er fróðlegt í bók Rúnu, hún er að f lestu leyti fagmannlega
unnin, skemmtileg á köf lum og vel skrifuð. Helst mætti setja út á að
í textanum er farið offari í því að skáletra orð og orðhluta. Skáletranir
eiga oft rétt á sér en á köf lum verða þær frekar truf landi en hitt, t.d. á
bls. 22: „ ... í bústofninum voru sjö nautgripir, 123 sauðkindur og fimm
hestar ...“ og á bls. 53: „Vel upp aldar fullvaxta geitur sjá síðan algerlega
um sig og í raun þarf ekki girðingar til að halda þeim þar sem þær hafa
vanist að vera.“ Kort á bls. 32 er heldur ómarkvisst, enda miðað við
byggð í Hjaltadal eins og hún er nú. Þar er t.d. birt bæjarnafnið Hlíð í
staðinn fyrir Hrafnsstaði þótt Hlíð sé nýnefni frá 1919. Þá hefði verið til
bóta ef öll bæjanöfnin sem Rúna fjallar um hefðu verið sýnd saman á
einu korti.
Efnislega er helsti galli bókarinnar sá að yfirlýstum markmiðum,
að varpa ljósi á byggðasögu Hjaltadals, er ekki náð nema að mjög
takmörkuðu leyti. Lesandanum er fullkomlega óljóst hvernig viðfangs-
efni hafa verið valin, þ.e. sex byggðanöfn sem eru frá ólíkum tímum
ef að líkum lætur, Nautabú og Kálfsstaðir sem eiga sér langa sögu,
Bygghóll sem fyrst er getið við lok 14. aldar, gerðin tvö sem eru fyrst
nefnd á 17. öld og Traðarhóll á 19. öld. Helst er að sjá að Rúna hafi
valið nöfn með fjölbreytilegum orðhlutum því hún hafi haft áhuga á að
fjalla um þau öll: -staði, bú, gerði, traðir o.s.frv.
Augljóst er að Rúna hefur gott vald á texta og þykir gaman að
skrifa sem er mikill kostur. Niðurstöðurnar hafa á köf lum gildi fyrir
bæjanafnarannsóknir á landsvísu en Hjaltadalur nýtur ekki góðs af
nema að litlu leyti. Það verður spennandi að fylgjast með útgáfum
Hólarannsóknar í framhaldinu og e.t.v. öðlast þessi rannsókn Rúnu
aukið gildi þegar markmið og efniviður verkefnisins í heild verða
aðgengi leg lesendum. Hugsanlega mun fara betur á því að f létta niður-
stöður uppgrafta á hinum ýmsu stöðum saman við niðurstöður örnefna-
rannsókna frekar en að aðskilja einstaka hluta rannsóknarinnar. Hver