Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Page 6
föstudagur 17. apríl 20096 Fréttir Sandkorn n Kjörinn verður nýr formað- ur siðanefndar Blaðamanna- félags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn verður næstkomandi miðvikudag. Núverandi formaður nefndar- innar, Krist- inn Hall- grímsson lögmaður hjá Full- tingi, hefur gefið það út að hann hyggist ekki halda áfram sem formaður. Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir þessari ákvörðun Kristins. Því er ljóst að nokkrar breytingar verða í brúnni hjá Blaðamannafé- laginu í kjölfar aðalfundarins því Arna Schram, formaður félagsins, hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir starfinu áfram. Arna hefur set- ið í stjórn félagsins í tíu ár og segir að sér þyki tímabært að söðla um og hleypa öðrum að. n Ástþór Magnússon, for- sprakki Lýðræðishreyfingar- innar, hefur unnið áfangasigur í baráttu sinni við Ríkisútvarp- ið og kosningavef ruv.is. Ást- þór fór mik- inn í viðtali við Frey Eyjólfsson á Rás 2 í vikunni og sakaði RÚV um að vera ritskoðað- ur fjölmiðill fyrir að hafa ekki tengil á Lýðræðishreyf- inguna á kosningavefnum. Ástþór krafðist úrbóta og hefur nú fengið sínu framgengt, því vefmenn Ríkisútvarpsins hafa brugðist við og bætt við tengli á Lýðræðishreyfingu Ástþórs. n Fátt segir af Davíð Odds- syni, fyrrverandi seðlabanka- stjóra, síðan hann mætti í Laugardalshöll og líkti örlög- um sínum eftirminnilega við krosssfestingu Jesú Krists. Einhverj- ir eru á því að þar hafi hann sung- ið sinn svana- söng. Minnstu mun- aði þó að Davíð léti undan Eyþóri Arnalds og fleirum og tæki slaginn í Suðurkjördæmi. Sunnlenska Fréttablaðið seg- ir að Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs, hafi beitt neitunarvaldi gegn öllu fram- boðsbrölti. Erum með Simmons skíði undir flestar gerðir af vélsleðum. Simmons skíðin eru tveggja kylja og fljóta alveg einstaklega vel. Erum með trillur undir vélsleða. Erum með orginal Yamaha varahluti, reimar, meiðar og olíur Yamalube. Stórhöfða 35 - 110 Rvk. Uppl. í s. 587 2470 Matthíasi Ásgeirssyni þykir heldur skondið að honum bjóðist að innleysa hlutafé í Exista sem nemur nú 220 krónum. Hann barmar sér ekki yfir tapinu enda var um áhættufjárfestingu að ræða. Guðjón Sigþór Jensson er öllu reiðari en af hlutafjár- kaupum sonar hans standa nú eftir þrjár krónur af fermingarpeningunum. Samtals eiga þeir feðgar 25 króna hlutafé í Exista. fermingargjöfin brann upp í exista „Ég hefði betur geymt þetta inni á bankabók eða keypt mér flatskjá,“ segir Matthías Ásgeirsson forritari. Þegar Exista fór á markað ákvað hann að verja hluta af sparnaði sínum í hlutabréf í félaginu. Matthías keypti þá bréf fyrir um 220 þúsund krónur. Honum stendur nú til boða að selja hlutabréfin fyrir 220 krónur. Matthí- as ætlar þó ekki að leysa þær krónur út. „Nei, ég sé ekki nokkra ástæðu til þess. Ég lít bara á þetta sem tapað fé. Ég nenni ekki að eltast við 220 krón- ur. Ég vil frekar bara ramma bréfið frá lögfræðistofunni inn,“ segir hann. Hlutafjáreigendur í Exista fengu á dögunum bréf frá lögmannsstofunni Logos þar sem yfirtökutilboð var út- listað og þeim boðið að selja bréfin á genginu 0,02. Gengi Exista fór hæst í ríflega 40. „Ekkert fórnarlamb“ Matthías bendir á að kaupendur hlutabréfa séu alltaf meðvitaðir um að í þeim felist áhætta. „Ég hef enga ástæðu til að vera að barma mér út af þessu því ég kaupi hlutabréf og hlutabréf eru áhættufjárfesting. Ég lít því ekki á mig sem neitt fórnar- lamb,“ segir hann. „Mér finnst þetta fyrst og fremst kómískt. Ég fæ þarna 220 krónur. Sumum hefur verið boð- ið að innleysa jafnvel tvær eða þrjár krónur. Þeir hefðu mín vegna mátt ánafna öllum upphæðum undir þús- und krónum til góðgerðarfélags. Ég hefði stutt það,“ segir Matthías. Dugar ekki fyrir frímerkinu Guðjón Sigþór Jensson bókasafns- fræðingur keypti einnig hlutabréf í Exista á sínum tíma. Hann er heldur ósáttari en Matthías. „Þetta er bara eignaupptaka,“ segir Guðjón um gengisfall bréfa í félaginu. Guðjóni og syni hans hefur nú verið boðið að selja sín bréf í Exista fyrir samtals 25 krónur. „Hluti af fermingarpeningum sonar míns fór í þetta,“ segir hann. Guðjón fékk bréf þar sem kem- ur fram að hlutabréf hans séu nú 22 krónu virði. Fyrir hlutabréf sonar hans í Exista fást nú 3 krónur. „Þetta dugar ekki einu sinni fyrir frímerkinu, hvað þá póstburðargjöldunum,“ seg- ir Guðjón en þeir feðgar fengu hvor sína tilkynninguna senda í pósti. „Ég var svo glámskyggn að ég hélt að bankarnir væru það síðasta sem færi á hausinn í samfélaginu en síðan lenti þetta allt í höndunum á ótínd- um braskaralýð. Við höfum verið að ala þessa púka á fósbitunum, þetta útrásarlið sem fékk bankana í hend- urnar,“ segir hann. Málamyndagreiðsla Guðjón hefur engan hug á að inn- leysa þetta litla hlutafé. „Ég hvet alla þá sem fá þessi bréf að taka ekki við þessum smánaraurum. Ég ætla ekki að gera það. Mér dettur það ekki til hugar. Þetta er bara málamynda- greiðsla,“ segir hann. Matthías segist finna til með þeim sem töpuðu peningum á peninga- markaðssjóðum. „Því fólki var talin trú um að þeir væru algjörlega örugg- ir. Fólk eins og ég verður bara að bíta í það súra. Við vissum að við værum að taka áhættu þótt engan hafi grun- að hversu mikil hún síðan var. Ég hélt að ég væri að fjárfesta í tiltölu- lega öruggu fyrirtæki. Ég er nett fúll en ég er ekkert bitur. Ég ætla ekki að standa fyrir utan höfuðstöðvar Exista og mótmæla,“ segir Matthías. Erla HlynSDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég lít bara á þetta sem tapað fé. “ 19. júlí 2007 1.000.000 krónur 16. apríl 2009 994 krónur Veldi Exista reis aldrei hærra en 19. júlí 2007 þegar gengið fór í 40,25. Nú er það 0,04. Úr MillJón í þÚSunD kall Barmar sér ekki Matthías Ásgeirsson íhugar að ramma inn bréfið þar sem honum er tilkynnt að hann geti innleyst 220 króna hlutafé í Exista. Ársfundur Exista 2007 fyrir tveimur árum lék allt í lyndi hjá Exista og hundr- aða milljóna króna tap ekki fyrirséð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.