Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 20
föstudagur 17. apríl 200920 Fókus um helgina AllrA síðAstA sýning Vesturport er með allra, allra síðustu sýningu á Dubbeldusch í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á morgun, laugar- dagskvöld, klukkan 23. Hún kemur til vegna uppseldrar lokasýningar klukkan 20 sama kvöld. Dubbeld- usch, sem er eftir Björn Hlyn Har- aldsson, hefur verið sýnt við góðar undirtektir í Hafnarfjarðarleikhús- inu á þessu ári og var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar á síð- asta leikári. Björn Hlynur er einnig leikstjóri verksins en með aðalhlut- verk fara Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir og Davíð Guðbrandsson. Þess má geta að Dubbeldusch var tilnefnt til Menningarverðlauna DV fyrr á árinu. styður Fjöl- skylduhjálp Ragnheiður Gröndal og þjóð- lagasveitin eru meðal þeirra sem koma fram á tónleikum í kvöld til stryktar Fjölskylduhjálp. Einnig koma fram Svavar Knútur, The Fancy Toys frá Bretlandi og Thin Jim and the Castaways. Tón- leikaveislan fer fram í Bíósaln- um á Hótel Loftleiðum. Hótel Loftleiðir og þeir listamenn sem að tónleikunum koma vilja með þessu móti leggja sitt af mörkum til að aðstoða þá sem erfitt eiga uppdráttar í íslensku þjóðfélagi í dag. Miðaverð er 1.200 krónur en miðar eru seldir í síma 444 4500 og við dyrnar. stungið AF til suður-Ameríku Á Listasafni ASÍ stendur yfir sýning listakonunnar Bjargeyjar Ólafsdótt- ur: Stungið af til Suður-Ameríku. Á sunnudaginn verður Bjargey með listamannaspjall þar sem hún ræðir verk sín. Sýningin samanstendur af teikningum sem Bjargey bjó til á ferðalagi sínum um Suður-Ameríku. „Ég hef alltaf teiknað fólk frá því að ég var barn og þegar ég var að læra handritaskrif og kvikmyndaleik- stjórn í Amsterdam fóru persónurn- ar sem ég teiknaði að tala. Ég fór svo til Suður-Ameríku og þá fóru þær að tala miklu meira,“ segir listakonan Bjargey um verk sín. Félagið Ísland-Palestína hefur sett af stað hönnunarsamkeppni á plötuumslagi fyrir væntanlega safn- plötu sem félagið hyggst gefa út. Landsþekktir listamenn leggja fé- laginu lið en platan mun innihalda 16 lög. Þeir sem eiga lag á plötunni eru meðal annars Mugison, Lay Low, Hjaltalín, Agent Fresco og FM Belfast. Ágóði af plötunni sem um ræðir mun renna til þess að aðstoða fólk á hinni stríðshrjáðu Gaza-strönd sem varð nýlega illa úti í vægðarlausum árásum Ísraelshers á svæðið. Plat- an hefur hlotið nafnið Inshallah en hönnunarsamkeppnin fyrir plötu- umslagið er unnin í samstarfi við Félag íslenskra teiknara. Það eru því einungis félagsmenn sem hafa þátt- tökurétt. Eðli málsins samkvæmt eru engin verðlaun í boði fyrir þann sem sigrar önnur en þau að leggja góðu málefni lið. Allir sem að plöt- unni koma gefa vinnu sína. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fé- lagið Ísland-Palerstína gefur út slíka plötu. Árið 2004 lögðu fjölmargir listamenn félaginu lið á safnplöt- unni Frjáls Palestína. Markmið út- gáfunnar var að safna fé til handa æskulýðsstarfi í Balata-flótta- mannabúðnum á Vesturbakkanum og sýna íbúum hertekinnar Palest- ínu samstöðu. Áhersla er lögð á að það fé sem safnast fyrir nýju plötuna renni til barna á Gaza sem urðu mörg illa úti í árásum Ísraelsmanna. asgeir@dv.is Ísland-Palestína eflir til hönnunarsamkeppni fyrir plötuumslag á safnplötu. landsþekktir styðja gaza Ég hef orðið fyrir vonbrigð-um því ég hélt að fólk myndi vígbúast og að við fengj-um alvarleg viðbrögð. En það virðast einungis kverúlantar sem hafa ekki farið á myndina sem bregðast við henni á hinn mátann. Annars hafa viðbrögð verið ótrú- lega góð,“ segir Þorfinnur Guðnason, kvikmyndagerðarmaður og ann- ar leikstjóra heimildamyndarinnar Draumalandsins sem frumsýnd var á dögunum. Gagnrýnendur hafa far- ið lofsamlegum orðum um myndina og aðsókn verið góð sem ekki er sjálf- gefið þegar heimildamynd á í hlut. Draumalandið er byggð á sam- nefndri metsölubók Andra Snæs Magnasonar, meðleikstjóra Þorfinns, sem kom út fyrir þremur árum og vakti sterk viðbrögð. Í bókinni rýnir Andri í íslenskan samtíma á breið- um grundvelli. Þar eru fjölmargir stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir málsmetandi menn gagnrýnd- ir og þær stefnur og ákvarðanir sem þeir hafa staðið fyrir síðustu ár og áratugi. Bókin seldist í bílförmum og er líklega með umtöluðustu íslensk- um bókum sem komið hafa út hér á landi. En eins og Þorfinnur segir átti hann von á meira umtali um mynd- ina. Bjóst við meiri látum „Þetta hefur komið svolítið á óvart. Ég hélt að það yrðu meiri læti,“ seg- ir Þorfinnur hissa. „Við höfum bara fengið hrós en þeir sem eru fylgjandi þessari svokölluðu stóriðjustefnu hafa ekkert látið heyra í sér. Ann- aðhvort vilja þeir ekki fara á mynd- ina eða þeir telja að það borgi sig að þegja. Annars hef ég ekki hugmynd um það,“ segir Þorfinnur og bætir við að hafa verði samt í huga að stutt sé liðið frá frumsýningu myndarinn- ar. Einu viðbrögðin sem hann hefur orðið var við er blaðagrein Jóhannes- ar Geirs Sigurgeirssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsvirkjunar, en hún sé einungis viðbrögð við um- mælum sem Sigurður Gísli Pálma- son, framleiðandi myndarinnar, við- hafði um Landsvirkjun í viðtali. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrver- andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kemur einna verst út í Drauma- landinu en hún var í framvarðasveit þeirra sem komu stóriðjustefnunni í gang hér á landi. Þorfinnur kveðst ekki einu sinni hafa heyrt af við- brögðum frá Valgerði eða hennar stuðningsmönnum. „Hún er reyndar á Klörubar á Kanarí með Guðna Ágústssyni skilst mér. Ég las það alla vega í einhverju smælki,“ segir Þorfinnur og hlær og kveðst myndu hafa gaman af því ef hún hefði samband eftir heimkom- una. Óx í augum að gera myndina Bók Andra Snæs er viðamikil og á köflum afar fræðileg. Spurður seg- ir Þorfinnur það því vissulega hafa vaxið sér í augum í upphafi að gera mynd byggða á efni hennar. „Jú, það gerði það, og af því að hún er huglæg, af því að hún fjallar um hugmyndafræði og þess háttar. Enda tók það okkur þrjú ár að kom- ast að þessari niðurstöðu. Hún óx mér því vissulega í augum til að byrja með en við reyndum að finna nýjan flöt á henni og ég held að okkur hafi tekist það. Maður verður líka að átta sig á því að mörg þeirra svæða sem Andri var að ræða um í bókinni var eitthvað sem maður varð að ímynda sér því maður hafði aldrei komið þangað. Þess vegna var mikill fengur af því að fá að gera þessa mynd, til að einmitt sýna þau svæði sem nú eru horfin og þau sem eru á dauðalistanum. Ég held að fólk geti samsamað sig bet- ur við þessi svæði ef það sér þau á filmu í stað þess að reyna að ímynda sér hvernig þessi svæði eru. Ég er líka mjög stoltur af því að við höf- um náð myndum af svæðum sem nú eru horfin. Því má segja að þetta séu menningarsögulegar myndir sem við eigum þó minninguna um á filmu.“ Sigurður límið og mótorinn Þorfinnur hefur velt umhverfis-, stór- iðju- og atvinnumálum mikið fyrir sér undanfarin ár. Hann segir það þó ekki hafa verið þannig að hann hefði lesið Draumalandið þegar hún kom út og fundið hjá sér óstjórnlega löng- un til að gera mynd upp úr henni. Það hafi verið ósk fyrrnefnds Sigurð- ar Gísla, framleiðanda myndarinnar, eftir starfskröftum hans sem hafi gert að verkum að Þorfinnur réðst í verk- efnið. „Sigurður Gísli er límið og mót- orinn á bak við myndina. Hann ákvað að gera hana og kallaði mig í framhaldinu á sinn fund. Síðan bara hófumst við handa. Það var mikil þrautaganga og brött brekka að klífa að gera þessa mynd,“ segir Þorfinn- ur sem lætur vel af samstarfinu við Sigurð og ekki síður „hugmynda- smið“ Draumalandsins, Andra. „Það var voðalega gaman að vinna með Andra. Hann kenndi mér nefnilega að vera gáfaður. Og það er ekki nóg að vera gáfaður heldur ANDRI KENNDI MÉR AÐ VERA GÁFAÐUR Flestir þekkja Þorfinn Guðnason sem manninn sem gerði mynd- ina um Lalla Johns. Þegar fram líða stundir verður hann hugs- anlega þekktari fyrir myndina Draumalandið sem frumsýnd var á dögunum, heimildamynd sem byggð er á samnefndri met- sölubók Andra Snæs Magnasonar. Í samtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir Þorfinnur meðal annars frá undrun sinni á litlum viðbrögðum við myndinni, samstarfinu við Andra Snæ og sögusögnum af dvöl Valgerðar Sverrisdóttur á Kanarí. prímAdonnurnAr endurtAkA leikinn Prímadonnurnar komu, sáu og sigruðu í Íslensku óperunni á dögun- um. Vegna fjölda áskorana munu þær endurtaka leikinn á sunnudaginn klukkan 20. Prímadonnurnar skipa Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Antonía He- vesí. Miðaverð er 4200 krónur. Nánari upplýsingar má finna á midi.is. Hjaltalín Er meðal þeirra sem gefa vinnu sína á plötunni. Draumastarfið? Úr myndinni draumalandinu sem fjallar að miklu leyti um stóriðjustefnuna sem íslensk stjórnvöld hafa haldið á lofti síðustu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.