Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 6
Föstudagur 12. júní 20096 Fréttir Sandkorn n Eitt af því sem hefur vakið at- hygli í viðskiptum Kópavogsbæj- ar við Brynhildi Gunnarsdóttur, dóttur bæj- arstjórans Gunnars I. Birgissonar er afmælis- ritið sem fyr- irtæki henn- ar fékk greitt fyrir vinnu við. Eins og bent hefur verið á og Gunnar sjálfur tiltekið skilaði Brynhild- ur sínum hluta verksins og var búin að brjóta um ritið þannig að það eina sem vantaði var text- inn. Fjölmiðlamenn hafa margir hverjir hent gaman að þessu undanfarið. Almennt hefur nefni- lega verið talið að ekki sé hægt að brjóta um blöð og bækur nema bæði texti og myndir séu tiltæk. En kannski er þetta til marks um hugvitssemi Kópavogsbúa. n Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason er horfinn af sjón- varpsskjám landsmanna eftir að sumardagskráin tók við á Skjá einum. Er því lokið sýningum á þáttunum Viðtalið sem hann stýrði og Málefninu sem hann stýrði ásamt Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. Ekki er loku fyrir það skotið að Sölvi snúi aftur á skjáinn með vel heppn- aða viðtalsþætti sína næsta vetur. Sölvi er þó ekki verkefnalaus í sumar. Hann hefur tekið að sér verkefni fyrir Velferðarsjóð barna sem hann vinnur að í sumar. Til leigu Á fallegasta stað í Mosfellsdal er til leigu falleg 2-3 herbergja íbúð. Ný máluð og með nýju parketi. Gæludýr eru velkomin. Upplýsingar gefur Sigríður í síma 863-8066 TENGIST ALÞJÓÐLEGUM GLÆPASAMTÖKUM Sigurður Ólason er einn af þremur mönnum sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaínsmygl. Hinir tveir eru Ársæll Snorrason og Gunnar Viðar Árnason. Allir þrír hafa hlotið fangelsisdóma vegna innflutnings á fíkniefnum. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílóum af hassi árið 2001. Ársæll var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi árið 2000 fyrir fíkniefnabrot og í fimm ára fangelsi fyrir aðild að BMW-málinu árið 2006 þar sem reynt var að smygla fimm- tán kílóum af amfetamíni og tíu kíló- um af hassi í bensíntanki BMW-bif- reiðar. Ársæll var handtekinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Gunnar fékk tveggja og hálfs árs dóm árið 2005 fyrir innflutning á fjórum kílóum af amfetamíni. Sigurður og Ársæll voru handteknir 8. júní en Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 22. maí. Sigurður var handtekinn í hús- næði fyrirtækisins R. Sigmunds- son þar sem hann sat í stjórn. Hann hefur vikið úr stjórn fyrirtækisins. Hann stofnaði fyrirtækið Hollís ehf. 20. janúar ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Er fyrirtækið sagt stofn- að til að hylma yfir peningaþvætti samkvæmt heimildum Vísis. Fyrir- tækið hefur staðið að útflutningi á gömlum bílum, gröfum og vinnu- vélum undanfarna mánuði. Vísir greinir frá því að grun- ur leiki á að Íslendingarnir teng- ist tilraun til að smygla gríðarlegu magni af fíkniefnum til landsins frá Hollandi. Heimildir fréttastofu Vísis herma að einhverjir hafi ver- ið handteknir vegna málsins þar í landi, þar á meðal Johan Hendrick sem fékk sex ára fangelsisdóm fyr- ir þátt sinn í BMW-málinu sem Ár- sæll var líka dæmdur fyrir. Þá segist Vísir hafa heimild- ir fyrir því að grunur leiki á að Ís- lendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peninga- þvætti. Mun málið vera gríðar- lega umfangsmikið og hefur það verið til rannsóknar í tæplega eitt og hálft ár. Rannsóknin ku teygja anga sína til þrettán landa, meðal annars í Evrópu og Mið- og Suður- Ameríku. Vísir greinir frá að sér- staklega séu til rannsóknar meint tengsl Íslendinganna við karl- mann frá botni Miðjarðarhafs sem handtekinn var eftir að Europol lagði hald á nokkur tonn af sykur- vökva sem innihélt nokkur hundr- uð kíló af kókaíni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í aðgerð hennar 8. júní hafi fimm menn verið handteknir og ellefu húsleitir framkvæmd- ar. Þá er rannsókn lögreglu liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Ís- lands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu. Rannsóknarlögreglan getur eng- ar frekari upplýsingar veitt vegna rannsóknarhagsmuna. Framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar er dæmdur skjalafalsari og situr í stjórn félags- ins ásamt hæstaréttarlögmanni. Dæmdur fíkniefnasmyglari sat í stjórninni þar til á mánudag þegar hann var handtekinn í húsakynnum fyrirtækisins grunaður um að standa að smygli á gríðarlegu magni af fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Hæstaréttarlögmaður, dæmdur skjalafalsari og fíkniefnasmyglari sátu saman í stjórn Vélasölunnar R. Sigmundssonar. Sigurður Óla- son sem sat í stjórn Vélasölunnar var handtekinn í húsakynnum fyr- irtækisins á mánudaginn og settur í gæsluvarðhald í tengslum við rann- sókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild að smygli á 30 kílóum af hassi árið 2001. Hann vék úr stjórninni í vikunni. Dæmdur skjalafalsari Helgi M. Hermannsson, núver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, var dæmdur fyrir skjalafals árið 2005. Helgi situr í stjórn fyrirtækis- ins með hæstaréttarlögmanninum Jóni Gunnari Zoéga. Þess skal getið að Jón Gunnar var ekki verjandi Helga og Sigurðar þegar þeir voru dæmdir fyrir sín brot. Sigurður Ólason stofnaði fé- lagið Hollis ehf. 20. janúar. Samkvæmt frétt á Vísi leikur grunur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvætta ágóða af fíkniefnamisferli. Í samtali við DV segist Helgi Magn- ús ekki tengjast félaginu Hollis. Hann er þó skráður skoðunarmaður félags- ins. „Þá vantaði skoðunarmann og sem greiða við Sigurð gerði ég það,“ segir hann. Þegar hann er spurður að því hverjir séu eigendur R. Sigmunds- sonar segist hann ekki vera í aðstöðu til að segja til um það. Hann játar því að hafa hlotið dóm árið 2005 fyrir skjala- fals. „Ég hef ekki dregið nein tengsl þar á milli,“ segir Helgi aðspurður hvort það sé ekki óheppilegt að hann sé framkvæmdastjóri Vélasölunnar eftir að hafa hlotið dóm fyrir skjalafals. Keyptu af SPRON Núverandi eigendur R. Sigmunds- sonar tóku við fyrirtækinu í desember á síðasta ári. Keyptu þeir fyrirtækið af SPRON eftir að það hafði verið aug- lýst í útboði. Í byrjun árs sögðu þeir upp öllum 35 starfsmönnum fyrir- tækisins og endurréðu einungis 20 þeirra. Samkvæmt heimildum DV hafði SPRON reynt að selja fyrirtækið í nokkra mánuði án árangurs þangað til samningur var gerður við núver- andi eigendur. Í samtali við DV sagðist Guð- mundur Hauksson, fyrrverandi for- stjóri SPRON, ekki þekkja til máls- ins og ekki hafa komið að sölunni á fyrirtækinu. Hið sama sagði Ólafur Haraldsson sem var framkvæmda- stjóri hjá SPRON. Þeir Guðmundur og Ólafur voru báðir skráðir í stjórn Steinsness ehf., félags SPRON, sem átti meirihlutann í Vélasölunni þar til í desember þegar nýju eigend- urnir keyptu fyrirtækið. Framkvæmdastjórinn hætti Helgi Magnús tók við sem fram- kvæmdastjóri R. Sigmundsson- ar fyrir um tveimur mánuðum. Þá hætti Sigurður Jensson sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Sigurð- ur er fyrrverandi starfsmaður hjá skattrannsóknarstjóra. Í samtali við DV vildi Sigurður ekki gefa upp hvers vegna hann hætti sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Sam- kvæmt hluthafalista er Vélasalan í eigu Gifsfélagsins. Gifsfélagið er skráð í 100 prósenta eigu Laufeyj- ar Gunnlaugsdóttur, konu Sigurðar Jenssonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Vélasölunnar. Lögmaður, faLsari og smygLari í stjórn ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is „Þá vantaði skoðunar- mann og sem greiða við Sigurð gerði ég það.“ Seldi fyrirtækið guðmundur Hauksson var forstjóri sPrOn þegar sjóðurinn seldi núverandi eigendum vélasöluna. Útflutningur Hollis hefur staðið í útflutningi á gömlum vörubílum, gröfum og vinnuvélum undanfarna mánuði. R. Sigmundsson sigurður Ólason var handtekinn í húsakynnum fyrirtækisins á mánudaginn. MyND STÖÐ 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.