Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 12
Föstudagur 12. júní 200912 Fréttir Alls fluttu fjögur hundruð fleiri ís- lenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þessi fólksflótti nemur rétt tæplega áætluðum íbúafjölda í öllum Djúpa- vogshreppi. Nýjustu tölur Hagstof- unnar ná þó einungis út mars á þessu ári og því er viðbúið að bilið hafi breikkað um nokkur hundruð manns síðan síðustu tölur voru birt- ar. Alls fluttu 43 manns til Bandaríkj- anna á tímabilinu, 337 manns fluttu til Danmerkur og og 43 Íslendingar fluttu til Bretlands. Athygli vekur að á fyrstu þremur mánuðum ársins fluttu 260 Íslend- ingar til Noregs, en allt árið í fyrra fluttu 278 manns til Noregs. Tölurn- ar taka ekki mið af þeim sem fluttu heim frá löndunum. 8–10 þúsund manns flytja Stefán Ólafsson, prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands, spáir því að ef fram fer sem horfir muni á bil- inu átta til tíu þúsund manns flytjast af landi brott í kreppunni. Sá fjöldi samsvarar um þremur prósentum af allri þjóðinni. Miðað við reynslu frá fyrri tímum er viðbúið að meirihluti þeirra snúi ekki aftur til Íslands, sér- staklega ef endurreisnin hér á landi mun ganga hægt. „Það er talsverð reynsla af því, að þegar harðnar á dalnum hefur oft orðið brottflutningur. Ég get bent á það að þegar síldarstofninn hrundi á árunum 1967 til 1968 kom brott- flutningsbylgja. Í síðustu samdráttar- kreppu á árunum 1992 til 1995 jókst atvinnuleysi og fór það hæst upp í 5,5 prósent Þá fóru um 4.600 manns af landi brott. Ef við setjum þá kreppu í samhengi við þessa kreppu erum við að tala um að atvinnuleysi nú er um það bil helmingi meira. Ef við gæfum okkur að brottflutningur yrði helm- ingi meiri erum við að tala um átta til tíu þúsund manns,“ segir Stefán. Ungt menntað fólk fer Stefán bendir á að aðallega sé það yngra fjölskyldufólk sem flyst af landi brott, menntað fólk og iðnaðarmenn. Í síðustu brottflutningsbylgju var fækkunin hins vegar ekki eins áber- andi því á sama tíma fjölgaði innflytj- endum nokkuð. Hann segir þó ástæðu til bjartsýni þegar til lengri tíma er litið. „Ég er satt að segja frekar bjartsýnn á að atvinnu- leysið eða fólksfækkunin verði ekki mikið meiri. Ástæðan er að tækifær- in í löndunum í kringum okkur eru að verða meira og meira takmörkuð. Það er ekki að mjög miklu að hverfa fyrir eins marga og var áður. Ég er þannig ekkert gríðarlega svartsýnn varðandi landflótta.“ Útflutningur á atvinnuleysi Í færeysku kreppunni fluttu um það bil 12 prósent þjóðarinnar frá eyjun- um og að sögn Stefáns hafði það veru- leg áhrif þar í landi. En jafnvel þó spár Stefáns geri ráð fyrir að talsvert lægra hlutfall fólks flytji héðan af landi brott mun það samt hafa heilmikil áhrif hér á landi. Það sé þó innan þeirra marka að stórskaða ekki samfélagið. FLÓTTINN FRÁ ÍSLANDI valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég er satt að segja frekar bjartsýnn á að atvinnuleysið eða fólksfækkunin verði ekki mikið meira. Ástæðan er að tæki- færin í löndunum í kringum okkur eru að verða meira og meira takmörkuð.“ Spár gera ráð fyrir því að allt að 10 þúsund manns muni flytja af landi brott í kreppunni. Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttu 400 fleiri frá landinu en til landsins. Unga fólkið hugsar frekar um að flytja utan. Gríðarleg aukning hefur orðið í flutningum til Nor- egs það sem af er ári. Fjármálafyrirtæki beita alþjóðlegu neti lögfræðinga til þess að elta þá sem eru í miklum vanskilum og hafa flutt lögheimili sitt til útlanda. Brynja Dögg Friðriksdóttir flutti til smábæjarins Flam í Noregi í byrjun apríl, þar sem hún starfar nú í móttöku á hótelinu Fredham. Brynja Dögg ætlar að vinna í Nor- egi fram í september, en hún missti vinnuna á Íslandi í lok janúar. „Ég byrjaði að vinna hérna í byrj- un apríl. Ég var komin með vinnu áður en ég fór út. Ég byrjaði að horfa í kringum mig um leið og ég missti vinnuna. Ég sendi út gríðarlegan fjölda umsókna og var aðallega að horfa á ferðaþjónustuna, enda með reynslu á því sviði,“ segir Brynja. Aðspurð um hvernig henni líki lífið í Noregi segir hún: „Þetta er allt annað en það sem ég var að vinna við heima og þetta er ekki eitthvað sem ég sé mig gera eftir að þessu sumri lýkur. Ég gerði þetta vegna þess að mig vantaði vinnu þar sem ég gæti fengið ágætis laun. Ég er að fara í meistaranám í haust og vissi að ég fengi ekki vinnu á Íslandi þar sem ég gæti sparað peninga.“ Hún segir stöðu norsku krón- unnar gagnvart þeirri íslensku hafa ráðið miklu um að hún ákvað að fara til Noregs. „Mér sýndist á öllu að hérna gæti ég fengið sæmileg laun og það er sér í lagi vegna falls krónunnar. Það kostar ekkert mikið að vera hérna, en um leið og maður ætlar að gera eitthvað meira en bara að vinna og sofa, þá hverfa pening- arnir hratt.“ Brynja viðurkennir að henni finnist ástandið á Íslandi mjög dap- urlegt og óspennandi. „Mín fyrsta hugsun þegar ég missti vinnuna var að ég vildi fara af landi brott.“ Hún segir kosti og galla við að búa í Noregi. „Þó svo ég sé í Nor- egi þá er magnað hvað margt er ólíkt því sem við þekkjum heima á Íslandi. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni koma hingað aftur til að búa. Hins vegar er gríðarlega fallegt hérna og náttúran yndisleg, en ég sé mig ekki ílengjast hér.“ valgeir@dv.is „Ég sé mig ekki ílengjast hér“ Brynja Dögg Friðriksdóttir fékk starf á hóteli í norskum smábæ: Brynja Dögg Friðriksdóttir „Ég gerði þetta vegna þess að mig vantaði vinnu þar sem ég gæti fengið ágætis laun.“ „Við búum í litlum bæ sem heit- ir Tau og er rétt fyrir utan Stafang- ur,“ segir Guðrún Hildur Eyjólfs- dóttir, en hún og maður hennar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, fluttu af landi brott í janúar síðastliðn- um. Sigurði bauðst góð vinna sem matreiðslumaður á hóteli í mið- bænum og ákvað fjögurra manna fjölskyldan að slá til. „Við erum búin að vera hérna síðan í janúar, það hefur alltaf verið á planinu að flytja út og aðstæður heima ýttu manni út.“ Guðrún segir mikinn mun á Ís- landi og Noregi, ytra sé kreppan ekki eins augljós og hér á landi. „Þetta er nú alltaf í umræðunni en samt er þetta allt annað en á Ís- landi. Við erum með tvö börn hérna og þetta er miklu fjölskylduvænna umhverfi. Ég er í fæðingarorlofi þannig að tekjur hans hafa dugað mjög vel fyrir okkur. Hérna er mik- ið gert fyrir fjölskyldufólk.“ Aðspurð hvort fjölskyldan hyggist setjast að til frambúð- ar í Noregi, segir Guðrún Hildur það óákveðið. „Við erum enn að komast inn í þetta hérna, en það er búið að ganga vel.“ Hún segist vissulega sakna íslands, enda sé fjölskyldan heima, hins vegar er svo stutt að fljúga á milli. Hún segir fjölskylduna ekki hafa mætt neinum erfiðleikum vegna neikvæðrar umræðu um Íslendinga á meðan þau voru að koma sér fyrir í Noregi, jafnvel þótt það hafi verið viðbúið. „Nei, alveg þvert á móti,“ svarar hún. valgeir@dv.is Guðrún Hildur og Sigurður Rúnar: stóð alltaf til Sigurður og Guðrún Hafa ekki mætt erfiðleikum. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði spáir því að allt að 10 þúsund manns muni flytja af landinu á næstunni vegna efnahagsástandsins. Fyrirheitna landið Noregur Mikill fjöldi íslendinga reynir nú fyrir sér í noregi. gengi norsku krónunnar gagnvart íslensku krónunni gerir íslendingum mjög hagstætt að starfa í noregi. MyND/PHOtOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.