Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 26
Föstudagur 12. júní 200926 Fókus um helgina Jómfrúartónleika sumarsins Tónleikaröðin Sumarjazz á Jómfrúnni hefur göngu sína fjórtánda árið í röð á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu á laugardaginn. Á þessum fyrstu tónleikum sumarsins ætlar þaulreynt tríó Björns Thor- oddsen gítarleikara að hækka í mögnurum og takast á við fjölbreytt úrval óvæntrar innlendrar og erlendrar tónlistar frá Shadows til Sextetts Óla Gauks. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og er frítt á þá sem fyrr. Ástarsögur óskast Þeir sem telja sig geta skrifað hjart- næmar, átakanlegar, nýstárlegar eða gamaldags ástarsögur ættu að lesa áfram. Líka þeir sem luma á dramatískum, fyndnum, krúttleg- um, spennandi og eða sannsöguleg- um sögum þar sem ástin kemur við sögu á einn eða annan hátt. Tímarit- ið Vikan stendur nú nefnilega fyrir ástarsmásagnakeppni og auglýsir eftir sögum. Höfundar þriggja bestu sagnanna fá vegleg verðlaun, meðal annars ársáskrift að Vikunni, bækur, gæðakaffi, súkkulaði og snyrtivörur. Gott er að miða við að sagan sé 8-15 þúsund slög og skal senda sögurnar undir dulnefni á vikan@birtingur.is. Skilafrestur er til 4. júlí. tónlist, bretta- listir og körfu- bolti Útitónleikar verða haldnir á Ála- fossi í Mosfellsbæ á laugardag- inn, annað árið í röð. Í fyrra voru það aðeins mosfellskar hljóm- sveitir sem komu fram en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að leyfa öðrum hljóm- sveitum úr nágrannasveitarfé- lögunum að taka þátt. Fimmtán hljómsveitir stíga á svið, þar á meðal Retro Stefson, Mamm- út, We made God og Naflakusk. Einnig verður sett upp sérstakt viðburðatorg þar sem meðlim- ir Brettafélags Íslands sýna listir sínar og götukörfubolti verð- ur spilaður. Tónleikarnir byrja klukkan 14 og standa til 20. ræða rímið Birgir Snæbjörn Birgisson og Dav- íð Örn Halldórsson eru tveir af tólf listamönnum sem eiga verk á sýn- ingunni Rím í Ásmundarsafni. Þar eru verk samtímalistamanna skoðuð út frá hliðstæðum verkum mynd- höggvarans Ásmundar Sveinsson- ar. Á sunnudag klukkan 14 munu Birgir og Davíð skoða sýninguna í fylgd með gestum og segja frá hvernig túlkun verka þeirra mótast af tíðaranda, efnismeðferð, tækni, straumum og stefnum. Aðgangur er ókeypis. Tvær bækur bætast næsta þriðjudag í hóp þeirra fjórtán bóka sem For- lagið hefur gefið út undir merkjum Klassíska kiljuklúbbsins sem hleypt var af stokkunum í fyrra. Þetta eru 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteins- son og Fuglarnir eftir Tarjei Vesaas. 79 af stöðinni er eitt af lykilverkum íslenskra bókmennta á eftirstríðs- árunum, „einskonar röntgenmynd af tilfinningum kynslóðarinnar sem fluttist á mölina um og upp úr seinna stríði“, eins og fram kemur í eftirmála Kristjáns B. Jónassonar. Sagan fjallar um Ragnar Sigurðsson, leigubílstjóra í Reykjavík, sem er vinafár og líf hans snýst nær eingöngu um vinnuna þar til hin dularfulla Gógó kemur til sög- unnar. Indriði G. var tæplega þrítug- ur þegar hann sló eftir- minnilega í gegn með þessari djörfu skáldsögu úr Reykjavík nútímans árið 1955. Sjö árum síðar varð hún fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd og er túlkun Gunnars Eyj- ólfssonar og Kristbjargar Kjeld í hlutverkum Ragnars og Gógóar enn í minnum höfð. Fuglarnir er einhver ást- sælasta skáldsaga Norð- manna og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Þar seg- ir frá systkinunum Matt- is og Hege sem búa saman í útjaðri bæjarins. Hege er harðdugleg stúlka sem prjón- ar þeim til lífsviðurvær- is og Mattis dáir hana af einlægni. Sjálfur á hann erfitt með að vinna nokkurt starf af því að hugur hans er á sífelldu flugi, en fuglamál skil- ur hann og náttúran op- inberar honum leyndar- dóma sína. Höfundurinn, Tarjei Vesaas, er einn af stóru norrænu skáldsagnahöf- undunum á 20. öld og Fuglarnir eru ein alvinsæl- asta bók hans. Hún hef- ur komið út á fjölmörgum tungumálum og bæði verið kvikmynduð og sett á svið. Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Útgáfulisti Klassíska kiljuklúbbsins lengist eftir helgi: dularfull kona og fuglamál H ugmyndin að þessari bók fæddist fyrir tæp- um sex árum. Ég er mjög hrifinn af loft- myndum og ég hef mikið verið að spekúlera í landslags- myndum þar sem ég er mikið í úti- vist og mér þykir fólk áhugavert. Mig langaði að sameina þessa þætti í eina bók og þá kom hugmyndin að sam- eina frumefnin fjögur, loft, vatn, jörð og eld,“ segir Þjóðverjinn Thorsten Henn ljósmyndari sem nýlega gaf út ljósmyndabókina Ísland í nærmynd. „Það er nú svolítið erfitt að mynda eld þannig að þjóðin varð eldurinn,“ tekur Thorsten fram. Hann vildi sýna íslensku þjóðina í nýju ljósi. „Mér finnst Íslendingar oft sýndir í nei- kvæðu ljósi, nýstignir út úr torfkofan- um. Mér finnst það ekki lýsandi fyrir þessa þjóð. Íslendingar eru framsæk- in og hugmyndarík þjóð og ég vildi sýna það,“ segir hann á fullkominni íslensku en Thorsten hefur búið hér á landi í rúman áratug, hann á ís- lenska konu og son og hefur aðallega unnið í auglýsingabransanum. Þetta er þriðja bók Thorstens en áður hef- ur hann gefið út bækurnar Colors of Iceland og Magic of Iceland. Thorsten er fæddur Lübeck í Þýskalandi og kviknaði áhugi hans á ljósmyndun snemma. Hann byrj- aði að mynda 16 ára gamall og hef- ur unnið við ljósmyndun síðan. Átj- án ára fluttist Thorsten að heiman og ferðaðist um Evrópu í eitt og hálft ár. Þá settist hann að í Vínarborg í Aust- urríki og lagði stund á meistaranám í ljósmyndun. Thorsten bjó í Vín í rúm átta ár. Hann kynntist Íslandi fyrst árið 1996 er hann kom hingað til að taka ljósmyndir og kolféll fyrir landi og þjóð. Hann settist endanlega að hér á landi árið 1998 og var ákvörð- unin einföld. „Þetta land er fullt af möguleikum og tækifærum og ég ákvað að taka sénsinn, flytja hingað og sjá hvað það myndi bera í skauti sér,“ segir hann brosandi. „Og ég hef verið hér síð- an þá. Hér á ég íslenska konu og son og ég er búinn að festa rætur hérna og ég verð að segja að ég er mjög ánægður hér.“ Ísland í nærmynd var lengi í vinnslu enda eru allar myndirn- ar í bókinni teknar sérstaklega fyr- ir hana. „Ég bjó til konsept og það var unnið út frá því,“ segir Thorsten enda ekki annað hægt þar sem kafli í bókinni er tileinkaður loftmyndum. „Þá þarf maður að ákveða fyrir fram hvert maður flýgur og hvar myndirn- ar eru teknar,“ segir Thorsten. Hann hefur þurft að prófa sig áfram í loft- myndatöku enda krefst það mikill- ar útsjónarsemi. „Ég byrjaði á því að taka myndirnar úr lítilli flugvél, en ég áttaði mig strax á því að flugvélin flýgur allt of hratt yfir til þess að hægt Klassík íslenskir lestrarhestar halda áfram að fá heimslitter- atúr á þægilegu formi. Ljósmyndarinn Thorsten Henn gaf nýlega út bókina Ísland í nærmynd. Bókin sameinar frumefnin fjögur, loft, vatn, jörð og eld, og má sjá landslagsmyndir í bland við loftmyndir og portr- ettmyndir af Íslendingum. Hann hefur búið á Íslandi í rúman áratug og segir landið stórbrotið og fólkið enn magnaðra. Alltof flott land til þess að flýja Thorsten Henn gaf út bókina ísland í nærmynd. Þetta er þriðja ljósmyndabókin hans. Mynd Heiða Helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.