Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 36
Föstudagur 12. júní 200936 Helgarblað Kraftlyftingamaðurinn Ingvar Jóel Ingvarsson komst að því eftir tveggja ára samband að kærasta hans, kona sem hann hélt að yrði eiginkona sín, hélt við þrjá aðra menn auk þess að vera kvænt þeim fjórða. Hann segist hafa lagt alla sína peninga og vinnu í fyrirtæki konunnar sem núna væni hann um að ógna börnunum hennar. Hann segist með tímanum geta sætt sig við að hafa orðið fórnarlamb lyga og undirferlis en segist ekki sitja und- ir þeim ásökunum og sögusögnum að hann standi í hótunum við börn. Fjögur viðhöld og eiginmaður Ég skal fara grenjandi í gröfina en þetta tek ég ekki með mér þangað. Ég get einfaldlega ekki sætt mig við að vera sak- aður um að hóta börnum. Ég verð að fá að hreinsa þessar ásakanir af mér, því þetta er það versta sem ég hef far- ið í gegnum,“ segir kraftlyftingamað- urinn Ingvar Jóel Ingvarsson. Ingvar segist hafa orðið þess áskynja að sögur gangi um að hann hafi átt í hótunum við tvo tánings- drengi; syni konu sem hafi svik- ið hann ákaflega illa. Upp úr nærri tveggja ára sambandi þeirra slitnaði þegar í ljós kom að konan, sem hann hugðist kvænast og búa með til fram- tíðar, hafði fest hann í umfangsmikl- um svikavef. Hann segist hafa stað- festingu á því að konan hafi verið í sambandi við að minnsta kosti fjóra menn samtímis, auk eiginmanns síns. Hann sé nú fórnarlamb róg- burðar. Ekkert hjónalíf Ingvar tók upp samband við konuna á vormánuðum árið 2007, en þau höfðu þekkst í um tíu ár. Hann segist hafa vitað að konan var gift en seg- ir að hún hafi fullvissað hann um að hjónaband þeirra væri einungis að nafninu til. „Ég vissi að þau bjuggu undir sama þaki og að þau höfðu verið gift í 16 eða 18 ár. Hún sagði að þau lifðu eins og systkini, stunduðu ekkert hjónalíf og væru bara saman vegna eldri sonar þeirra sem átti við ákveðna erfiðleika að stríða. Dótt- ir mín, sem nú er uppkomin, glímdi einnig við svipaða erfiðleika og þess vegna sýndi ég aðstæðum henn- ar mikinn skilning,“ útskýrir Ingvar sem er sjálfur faðir tveggja uppkom- inna barna. Hann segir að þau hafi átt marg- ar góðir stundir saman og hafi hist nánast daglega. Hún hafi þó ekki verið á þeim buxunum að ganga frá skilnaði við manninn sinn. „Hún var aldrei tilbúin að fara frá manninum alveg strax. Það var alltaf talað um næstu áramót, næsta sumar eða eitt- hvað álíka. Ég gaf henni endalaust svigrúm enda elskaði ég þessa konu. Og vegna þess að hún bjó enn með manninum sínum tók ég þátt í felu- leiknum sem svona sambandi fylgir,“ útskýrir Ingvar. Ábending um framhjáhald Þegar þau höfðu verið saman í nokkra mánuði fékk Ingvar ábend- ingu um að konan hefði verið hon- um ótrú. „Þetta var í október 2007. Ég fékk nafnlaust bréf í tölvu um að hún hefði verið með manni sem ég þekki ágætlega úr lyftingunum,“ segir Ingv- ar en þrátt fyrir að hafa lagt mjög hart að þeim báðum, fengust þau ekki til að viðurkenna þetta fyrir honum. „Mér var auðvitað ofboðslega brugð- ið en þau lugu að mér kinnroðalaust. Ég er þannig gerður að ég tala við fólk augliti til auglitis og fer ekki á bak við vini mína,“ segir Ingvar. Þar sem hann hafði ekki beinar sannanir fyrir ábendingunni sem honum barst lét hann málið niður falla og þau héldu sambandi sínu áfram. Krabbamein Á svipuðum tíma urðu Ingvar og kær- astan hans fyrir miklu áfalli. „Hún hafði greinst með krabbamein í leg- hálsi eða eggjaleiðurum og þurfti að draga mjög úr vinnu,“ segir Ingvar en hún rak fyrirtæki sem krafðist mikill- ar viðveru og vinnu, sér í lagi þar sem reksturinn gekk erfiðlega. Ingvar hefur starfað hjá Hring- rás, áður Sindrastáli, í hvorki meira né minna en 29 ár, eða frá árinu 1978. „Þótt ég segi sjálfur frá er ég mjög mikils metinn í minni vinnu. Ég er vinnualki og hef alla mína tíð unnið mikið, samhliða lyftingun- um sem eru mínar ær og kýr,“ seg- ir hann. Veikindi hennar urðu þeim mikið áfall en vinnuveitendur Ingv- ars sýndu þessu mikinn skilning. „Ég sagði þeim frá því að verðandi kon- an mín væri mikið veik og fékk í kjöl- farið átta mánaða frí frá starfi. Í þann tíma hljóp ég í hennar skarð hvað reksturinn varðar,“ segir hann en vegna tryggðar sinnar við Hringrás lögðu þeir fyrirtæki hennar til tæki að andvirði einnar og hálfrar millj- ónar króna sem áttu að létta undir rekstrinum. Ingvar segist þeim ákaf- lega þakklátur fyrir skilning og vel- vilja sem honum var sýndur af hálfu Hringrásar. „Ég lagði alla mína peninga í stöðina og vann gríðarlega mikið,“ segir Ingvar sem tekur þetta augljós- lega nærri sér. Önnur ábending Síðasta sumar fékk Ingvar að eigin sögn aðra ábendingu um framhjá- hald kærustu sinnar. Hann segist hafa gengið harkalegar að henni en áður og hafi jafnframt gert henni það ljóst að hann væri tilbúinn að fyrir- gefa henni atvikið, ef hún bara við- urkenndi að hafa verið honum ótrú. Þetta þyrfti einfaldlega að komast á hreint. „Ég sagði henni að í ljósi þess sem ég hafði í höndunum ætlaði ég að hitta manninn aftur og spyrja hann um atvikið,“ segir Ingvar sem gerði það þrátt fyrir að hún hafi ver- ið því afar mótfallin. Hann uppskar nákvæmlega sömu svör og áður. „Ég er karlmaður og skildi alveg að hann hefði viljað sofa hjá þessari glæsilegu konu. Það kom aldrei til greina að hóta honum einu né neinu. Ég vildi bara að hann viðurkenndi það,“ segir Ingvar sem fékk nokkrum mánuðum síðar óyggjandi sannanir fyrir því að þetta hafði átt sér stað. Þá hafi hann enn og aftur gengið á kunningja sinn og krafist skýringa. Kunningi hans hafi þá loksins viðurkennt að hafa sofið hjá henni eftir að þau byrjuðu saman. „Hann sagðist ekki hafa vilj- að særa mig en það var akkúrat það sem hann var að gera,“ segir hann. Lygin afhjúpuð „Þegar ég hafði fengið þetta staðfest fór ég til hennar og sagðist aldrei vilja sjá hana framar. Ég hefði getað lifað með þessu ef hún hefði viður- kennt þetta strax en ekki eftir allar þessar lygar,“ segir Ingvar en þessi svik voru aðeins þau fyrstu af mörg- um sem hafa verið að koma upp á yfirborðið frá því upp úr sambandi þeirra slitnaði í janúar. Ingvar segir að í kjölfarið hafi þessi kona, sem hann hafði átt í ást- arsambandi við í nærri tvö ár, farið að ráðast að honum með tölvupóst- sendingum og SMS-skilaboðum. Hann hafi einnig heyrt að hún beri út alls kyns sögur af honum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. „Ég veit ekki hvernig hún fær það út að ég hafi svikið hana. Það má hins vegar ekki vanmeta þessa konu, hún er mjög sannfærandi og falleg að utan,“ segir Ingvar og bætir við að síðan þau hættu saman hafi hún gert allt til að eyðileggja fyrir honum lífið. Einn samstarfsmaður hans og vin- ur hafi til dæmis skyndilega hætt að tala við hann. „Nokkru síðar heyrði ég frá öðrum að ástæða þess væri sú að ég hefði hótað drengjunum henn- ar og að þær hótanir yrðu brátt að lögreglumáli,“ segir Ingvar sem sárn- aði þær sögusagnir mikið en bætir við að hann hafi aldrei heyrt í hverju þær hótanir hafi átt að verið fólgnar. Hann hafi á köflum verið mikið með sonum hennar og hafi meðal annars „Þótt ég segi sjálfur frá er ég mjög mikils metinn í minni vinnu. Ég er vinnualki og hef alla mína tíð unnið mikið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.