Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 37
Föstudagur 12. júní 2009 37Helgarblað Fjögur viðhöld og eiginmaður þjálfað þá í lyftingum. Það hafi geng- ið mjög vel. Hitti eiginmanninn Þegar ásakanir héldu áfram að ber- ast honum ákvað Ingvar að setja sig í samband við eiginmann konunnar. Það var í febrúar. „Ég ákvað að fram- senda skilaboðin sem hún sendi mér til mannsins hennar. Þau voru með- al annars í formi ásakana um að ég stæði í hótunum við drengina. Eig- inmaðurinn hafði loksins samband við mig og vildi hitta mig til að hann gæti séð að skilaboðin væru sannar- lega frá henni komin. Við hittumst og ræddum hreinskilnislega saman. Það kom svo auðvitað á daginn að sú saga sem hún sagði af þeirra lífi átti ekki við nein rök að styðjast,“ segir Ingvar sem segist þó auðvitað ekki eiga sér neinar málbætur gagnvart manninum hennar. Þetta var þó ekki allt. „Ég fór svo að tala við hann um krabbameinið og fyrirtækið en þá kom hann algjör- lega af fjöllum. „Hvaða krabbamein? Þessi kona er ekki með krabba- mein.““ Samtal þeirra leiddi í ljós að eig- inmaðurinn var búinn að gruna kon- una sína um græsku lengi, að sögn Ingvars. Honum hefði hins vegar aldrei tekist að koma upp um hana þrátt fyrir ákaflega sterkar vísbend- ingar um að hún hefði verið honum ótrú. Vill hreinsa æruna Ingvar segist hafa sett sig í samband við eiginmanninn til að freista þess fá sig hreinan af þeim ásökunum að hann hefði ógnað sonum hans. „Ég er þekktur að öllu öðru en ofbeldi og hótunum. Ég veit að þessi saga gengur enn á milli manna. Það get ég ekki sætt mig við,“ segir hann og bætir því við að hann geti unnið sig upp úr því að hafa verið fórnarlamb lyga og svika en hann geti ekki unað því að sitja undir ásökunum sem þessum. „Ég bað hann að ræða mál- ið við drengina sína og athuga hvort hann fyndi einhvern fót fyrir þessu. Ég skyldi þá fara með honum rak- leiðis á lögreglustöð og aðstoða við að fylla út kæruna,“ segir Ingvar og heldur áfram. „Hann hringdi í mig seinna um kvöldið og sagðist hafa farið fínt í þetta við strákana. Þeg- ar hann byrjaði að tala um mig voru þeir svo ánægðir með mig að hann sagðist ekki hafa viljað spyrja þá út í svona sögur,“ segir Ingvar. Ólýsanleg niðurlæging Ingvar segist hafa ákveðið, þegar leið á veturinn að leita sér aðstoð- ar vegna þess sem gengið hafði á. Hann nýtir sér þjónustu sálfræðings og heilara. Afhjúpunin hafi lagst mjög þungt á hann, enda hafi hann frá því upp úr sambandinu slitnaði fengið staðfestingu á því að hún hafi reglulega haldið við þrjá menn til viðbótar við hann sjálfan og eigin- manninn. „Hún blekkti alla, meira að segja vinnuveitendur mína. Þeir gerðu allt fyrir mig til að ég gæti hjálpað verðandi konu minni í erf- iðum rekstri og veikindum. Ég varði öllu mínu lausafé í fyrirtækið henn- ar, sem síðan fór á hausinn. Ég þjálf- aði stíft og var með tekjur á bilinu tvö til fimm hundruð þúsund krón- ur á mánuði, þegar best lét. Allt sem ég átti fór í fyrirtækið, þegar ég var búinn að borga leigu og kaupa mat,“ segir Ingvar sem hélt ekki bókhald yfir þá fjármuni eða vinnuframlag sem hann lagði til rekstursins. Hann telur það slaga hátt í fjórar milljónir króna, með öllu. „Það eru um fjór- ir mánuðir síðan það rann upp fyr- ir mér að ég fengi aldrei krónu af þessu til baka,“ segir hann og held- ur áfram. „Ég ákvað að fram- senda skilaboðin sem hún sendi mér til mannsins hennar.“ Framhald á næstu síðu Illa svikinn Ingvar jóel Ingvarsson segist ekki sætta sig við að vera sakaður um að hóta börnum. myndIr rÓbert reynIsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.