Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Side 38
Föstudagur 12. júní 200938 Helgarblað „Að hún skuli niðurlægja mig fyr- ir framan vinnuveitendurna, fé- laga mína til margra ára, og að hún skuli saka mig um að hóta börnum er það versta af öllu,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. „Nið- urlægingin er svo mikil að það er ólýsanlegt,“ segir hann og er mikið niðri fyrir. Spuður hvort hann haldi að hann geti einhvern tímann sætt sig við það sem á hefur gengið seg- ir Ingvar að hann muni aldrei geta tekið í höndina á konunni sem sveik hann. „Ég get lifað við að hún sé til en ég vil ekkert af henni vita. Hún reyndi meðal annars að senda einn mesta dreka landsins á mig, eftir að hafa logið að hon- um að ég hafi sofið hjá konunni hans. Sem betur fer erum við báðir þannig að við tölum hreint út. Við skildum því sáttir enda var enginn fótur fyrir þessu hjá henni, frekar en öðru,“ segir hann og bætir við: „Úlfur í sauðargæru er líklega rétta leiðin til að lýsa henni.“ Lyftir þrátt fyrir hjartaaðgerð Ingvar er áhugamönnum um afl- raunir, kraftlyftingar og vaxtar- rækt að góðu kunnur. Hann hefur um árabil keppt í þessum grein- um en hefur mest verið áberandi í aflraunum. Hann er hvergi nærri hættur, þó 46 ára sé, og stefnir á að keppa á Evrópumóti öldunga í bekkpressu eftir um mánuð. Hann segir þó að hremmingar vetrar- ins hafi tekið sinn toll. „Mér hefur gengið aðeins betur núna síðustu vikur en þetta hefur bitnað bæði á vinnunni og æfingunum. Ég hef ekki sama starfsþrek og áður. Ég hef alltaf mætt en það hefur verið lítill andi í mér á æfingum, nema allra síðustu vikurnar. Sálfræðing- urinn sagði mér að lyftingarnar væru sem rauður þráður í gegnum líf mitt. Ef ég missi þær á ég ekk- ert eftir,“ segir Ingvar sem gekkst undir hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum. Honum var í kjölfarið bann- að að halda áfram að lyfta. Hann tók það hins vegar ekki í mál. „Það kom ekki til greina að hætta. Ég get alveg eins dottið niður dauður eins og að hætta að gera það sem ég hef mesta ánægju af í lífinu,“ segir hann. Ingvar segist aðspurður hafa eignast nýja vinkonu fyrir skemmstu. „Já, ég á eina góða vin- konu sem ég reyni þó að hlífa við þessu að mestu. Ég hef mikla tján- ingarþörf núna en reyni að létta af mér hjá sálfræðingnum frek- ar en að íþyngja henni með þessu alla daga,“ segir hann og brosir út í annað. Hann segist aðspurður hafa kom- ist að ýmsu um vini sína í þessu erfiða ferli. „Raunverulegir vinir mínir voru ekki endilega þeir sem stóðu mér næst í þessu öllu; ekki endilega þeir sem ég er með í lyftingunum. Það voru jafnvel þeir sem stóðu mér fjær en studdu mig í gegnum erfiðleikana sem hafa reynst mér best. Sumir sem voru kannski búnir að vera æfinga- félagar mínir í tuttugu ár höfðu ekki manndóm í sér til að segja vini sín- um satt. Ég er búinn að loka á marga af þeim sem ég taldi áður til minna bestu vina,“ segir Ingvar að lokum. baldur@dv.is „Það eru um fjórir mánuðir síðan það rann upp fyrir mér að ég fengi aldrei krónu af þessu til baka.“ Í sömu vinnu frá 1978 Ingvar segist hafa tekið sér 8 mánaða frí frá vinnu til að hjálpa sinni heittelskuðu sem laug til um alvarleg veikindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.