Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 42
Föstudagur 12. júní 200942 Sport Næsti áfaNgastaður Eiðs smára? lyon Land: Frakkland Þjálfari: Claude Puel Sæti í deild: 3. Evrópukeppni: forkeppni meistaradeildarinnar spænska blaðið diaro sport fullyrti á dögunum að Lyon vildi fá Eið smára til liðsins. Lyon hafði unnið frönsku deildina síðustu sjö árin og gert mjög góða hluti í meistaradeildinni þangað til í ár. Það hafði þó þriðja sætið og komst í forkeppni meistaradeildarinnar. Lyon missti arkitektinn í sóknarleik sínum, Brasilíumanninn juninho, á dögunum og sér þjálfarinn, Claude Puel, Eið jafnvel sem eftirmann hans að leiða sóknarleikinn. Lyon er afar vel mannað lið og titlarnir á undanförnum árum sanna það. nóg er til af peningum hjá liðinu eftir sölur á sterkum mönnum og gengi í meistaradeildinni. Lyon ætti því að vera afar líklegur kostur fyrir Eið sé eitthvað til í fregnum diaro sport. Atletico mAdrid Land: spánn Þjálfari: abel resino Sæti í deild: 4. Evrópukeppni: forkeppni meistaradeildarinnar sama blað og fullyrti að Lyon hefði mikinn áhuga á Eiði smára sagði hann einnig líklegan sem skiptimynt. svo vill til að spánar- og Evrópumeistarar Barcelona sem Eiður leikur með vilja fá framherja atletico Madrid og markahæsta leikmann spænsku deildarinnar í ár, diego Forlan, til liðsins. Hefur Barcelona boðið tugi milljóna í Forlan og þrjá leikmenn sem skiptimynt sem atletico getur valið úr. Hinir tveir eiga að vera aleksander Hleb og varnarmaðurinn Martin Caceres. atletico Madrid verður í forkeppni meistaradeildarinnar í ár en það komst í 16 liða úrslitin í fyrra. Þessi kostur þykir ekki líklegur en það væri ekki slæmt fyrir Eið að leika út ferilinn í höfuðborg spánar. west hAm Land: England Þjálfari: gianfranco Zola Sæti í deild: 9. Evrópukeppni: Engin Eiður smári var nú aðallega orðaður við West Ham þegar Björgólfur guðmundsson réð þar enn ríkjum. Ekki má þó gleyma að gianfranco Zola stýrir West Ham en þeir léku saman hjá Chelsea og veit Zola nákvæmlega hvað Eiður getur og getur ekki. West Ham leikur ekki í Evrópukeppni á næsta ári en enska úrvalsdeildin heillar þó alltaf, þá Eið eflaust sérstaklega eftir langa dvöl þar áður en hann hélt til Barcelona. Eiður kann á ensku knattspyrnuna og fengi eflaust meira og minna að spila alla leiki hjá liðinu enda það ekkert stórkostlega vel mannað. West Ham hefur líka sagst ætla að styrkja leikmannahóp sinn en ekki með stórkaupum. Þar gæti Eiður fallið vel inn í. PAnAthinAikos Land: grikkland Þjálfari: Henk ten Cate Sæti í deild: 3. Evrópukeppni: 3. umferð Evrópudeildarinnar síðasta sumar, áður en Eiður ákvað að vera áfram í her- búðum Barcelona, var hann sterklega orðaður við gríska stórliðið Panathinaikos. Það hefur verið reglulegur gestur í meistaradeildinni en endaði í 3. sæti heima fyrir í ár og leikur því í Evrópudeildinni, ekki meistaradeildinni á næsta tímabili. Hjá Panathinaikos gæti Eiður fengið vel borgað enda nóg til af peningum þar fyrir góða leikmenn. Þjálfarinn er Henk ten Cate sem var tæknilegur ráðgjafi hjá Chelsea eitt sinn. Hann veit vel hvað Eiður getur og er bókað að þar myndi Eiður spila alla leiki. athyglin á grísku deildinni er þó ekki mikil og leikirnir margir hverjir gegn liðum sem eru mun lakari en þau stærstu og bestu. gAlAtAsArAy Land: tyrkland Þjálfari: Frank rikjaard Sæti í deild: 5. Evrópukeppni: Engin Á dögunum var Eiður orðaður við margfalda tyrklandsmeistara galat- asaray. Hollendingurinn Frank rikjaard er nýtekinn við liðinu og horfði meðal annars fyrst til Eiðs smára en rikjaard keypti Eið til Barcelona fyrir þremur árum. uppstokkun hefur verið á einveldi galatasaray og Fenerbache síðustu ár en hvorugt þeirra lék í meistaradeildinni á síðasta ári. Það sem gerir rikjaard eflaust erfitt fyrir í sumar að fá góða leikmenn er sú staðreynd að galatasaray endaði í fimmta sæti deildarinnar í ár og leikur því ekki í Evrópu á næsta tímabili. Eiður hefur verið fastagestur í meistaradeildinni síðustu sjö árin og ætlar sér eflaust ekki að kveðja Evrópukeppnir alfarið, sama hvert hann fer. mArseille Land: Frakkland Þjálfari: didier deschamps Sæti í deild: 2. Evrópukeppni: riðlakeppni meistaradeildarinnar Marseille rétt missti af Frakk- landsmeistaratitlinum í ár þegar Bordeux hrifsaði hann af Lyon eftir sjö sigursæl ár í röð hjá Lyon-mönnum. Þrátt fyrir árangurinn hjá Marseille var skipt um þjálfara og tók goðsögnin didier deschamps við liðinu, sá hinn sami og kom Monaco í úrslitaleik meistaradeildarinnar árið 2005. Franska deildin er nokkuð sterk og mikil umfjöllun um hana í Frakklandi. Þá er liðið bókað í riðlakeppni meistaradeild- arinnar sem skemmir ekki fyrir vilji Eiður skoða þennan kost af viti. Það spilar góðan fótbolta og myndi Eiður eflaust henta vel í Marseille-liðið sem vill nú meira sækja en verjast. besiktAs Land: tyrkland Þjálfari: Mustafa denizli Sæti í deild: 1. Evrópukeppni: riðlakeppni meistaradeildarinnar Besiktas vann tyrknesku úrvalsdeildina í ár og samkvæmt fjölmiðlum þar í landi ætlar það ekki að vera aukaleikari í meist- aradeildinni á næsta ári. Besiktas-menn eru stórhuga fyrir meistaradeildina og eru ákveðnir að gera betur en landar þeirra hafa gert þar undanfarin ár. til þess ætlar þjálfar- inn, Mustafa denizli, að fá reynda menn til félagsins og hefur Eiður smári verið orðaður við meistarana í tyrklandi. Eins og staðan er virðist Besiktas betri kostur en galatasaray hafi Eiður áhuga á að fara til tyrklands en gengi Besiktas á undanförnum árum hefur þó verið upp og niður. stöðugleiki galatasaray er þó mun meiri. bArcelonA Land: spánn Þjálfari: josep guardiola Sæti í deild: 1. Evrópukeppni: riðlakeppni meistaradeildarinnar Ólíklegasti kosturinn sem kemur þó til greina er að Eiður fari bara ekki neitt. Eiður á ennþá eitt ár eftir af samningi sínum og hann hefur alltaf haldið því fram að honum líði afar vel í Katalóníu. Hann hefur þó lítið fengið að spila að undanförnu og miðað við hvað Barcelona er stórhuga í leikmannamálum virðist ólíklegt að Eiður komist meira að segja í hópinn á næsta tímabili. Hann hefur þó alltaf staðið af sér áföllin hjá liðum sínum en eins og áður segir eru líkurnar mjög litlar að hann verði áfram hjá Barcelona. Börsungar unnu eins og frægt er þrennuna, það er spánarmeistaratitilinn, bikarinn og meistaradeildina, en Eiður lék sama og ekkert á seinni hluta tímabilsins. Þótt besti knattspyrnumaður Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen, eigi eitt ár eftir af samningi sínum við Spánar- og Evrópumeist- ara Barcelona virðist nokkuð augljóst að Eiður yfirgefi félagið. Eiður er í hávegum hafður í knattspyrnuheiminum og hefur nú þegar sægur af liðum sýnt honum áhuga. DV fer yfir nokkur lið sem hafa verið orðuð við Eið, kosti þeirra og galla. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON / TOMAS@dv.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.