Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Page 48
Föstudagur 12. júní 200950 Lífsstíll Jesú í Dolce&Gabbana jesus Luz, kærasti Madonnu, hefur sjaldan fengið jafnmikið að gera og eftir að hann kynntist poppdrottningunni. jesus prýðir nýjustu auglýsingu dolce& gabbana þar sem hann er klæddur sem boxari. Einnig eru á myndinni david gandy, noah Mill, adam senn, julienne Quev- enne og þokkagyðjan Eva Herzigovina. Myndin var tekin í æfingasal í Brooklyn og steven Klein tók hana. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er þekkt fyrir skemmtilegan og djarf- an klæðaburð. Á laugardaginn mun Svala ásamt unnusta sínum Einari Egilssyni halda heljarinnar fatamark- að Kolaportinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svala hreinsar til í fataskápnum og hefur hún nokkrum sinnum staðið að fata- mörkuðum áður. Á hverjum einasta þeirra var troðfullt og nóg var úrval- ið. Fatamarkaðir hafa aldrei verið vin- sælli en nú og ættu áhugasamir að gera sér ferð í Kolaportið og gera góð kaup. Svala ætlar að selja skó, skart og fatnað sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin og er óhætt að segja að um nóg verði að velja því fáir hafa verið jafnduglegir og Svala að kaupa sér ný föt í gegnum árin. Karlmenn ættu líka að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk því unnusti hennar Einar ætlar að selja strigaskó í öllum regnbogans litum. Markaður Svölu og Einars byrjar klukkan 11 og stendur til 17. Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson hreinsa til í fataskápnum: selJa í Kolaportinu uMsjón: Hanna EiríKsdóttir, hanna@dv.is svo að varalit- urinn halDist Hvaða kona kannast ekki við það að vera búin að gera sig fína fyrir kvöldið og setja á sig flottan varalit? Einu rauðvínsglasi seinna hefur varaliturinn dofnað og lúkkið sem var svo flott fyrir framan baðher- bergisspegilinn er farið í hundana. Þó er engin ástæða til þess að örvænta því í nýjustu snyrtilínunni frá MaC má finna gloss sem þjónar einmitt þeim tilgangi að halda varalitnum allt kvöldið. Það eina sem þarf að gera er að setja glossið á sig áður en að varaliturinn er settur á og voila! FíGúra á sKólavörðustíG Verslunin Fígúra var lengi vel starfrækt á skólavörðustígnum áður en hún var flutt á Laugaveginn um síðustu jól. Henni var þá lokað um stund og var Fígúra einungis starfrækt á netinu. Margar íslenskar verslanir virðast blómstra í kreppunni og hefur Fígúra verið opnuð á nýjan leik á sínum gamla stað á skólavörðustíg 22. Verslunin er, sem áður, með alls kyns íslenska hönnun eftir unga og efnilega hönnuði, bolaprent og fallega kjóla fyrir sumarið. lúxusFerðalína Fyrir alla? Hræringar í tískuheiminum: www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið ilse Jacobsen aFtur á GarðatorG Verið er að flytja fleiri verslanir aftur í sín gömlu heimkynni. Verslunin ilse jacobsen var flutt um síðustu helgi aftur á sinn gamla stað á garðatorgi. Verslunin hefur notið mikilla vinsælda meðal íslenskra kvenna enda er hér á ferðinni falleg dönsk hönnun. Eigendur og starfsmenn búðarinnar eru himinlifandi yfir að vera komnir aftur á sinn gamla stað og eins og konurnar segja sjálfar: „Okkur finnst við vera komnar heim.“ Helstu hönnuðir heims komu með þá hugmynd að hanna nokkurs kon- ar lúxusferðalínu (Resort Collection) fyrir fína og fræga fólkið sem flykkt- ist til Suður-Ameríku eða á Frönsku rivíeruna í frítíma sínum. Og í ár er engin undantekning. Á síðustu dög- um hafa helstu hönnuðir heims kynnt 2010-línur sínar við góðar undirtektir. Miklar hræringar eru í tískubrans- anum um þessar mundir og því hef- ur mikil breyting orðið á lúxusferða- línunni sem eitt sinn var aðeins fyrir milljónamæringa. Tískusérfræðing- ar segja helstu breyt- inguna vera að lín- an er mun ódýrari en haust/vetrar- og vor/sumarlínurn- ar og eins og staðan er í dag eru flíkurnar mun klæðilegri. Lín- urnar í ár eru sérstak- lega fallegar og sumarlegar. Eru þetta ekki góðar fréttir fyrir okkur? Calvin KlEin JaSon Wu ChanEl CruiSE CollECtion thaKoon MiSSoni Svala Björgvins Hreinsar til í fataskápnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.