Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Side 22
Staldraðu við á Stokkseyri Gistu á stjörnunni við ströndina Annars eru allar nánari upplýsingar á kvoldstjarnan.com Sími 483-1800 / 896-6307 íslandi allt Miðvikudagur 17. júní 2009 23 fjölbreyttar fjallgöngur og er vinsælt að ganga upp á fjallið að norðaustanverðu. Göngutími: 1½–2½ klukkustund. akrafjall Akrafjallið á Akranesi stendur á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs og nær hæsti tindurinn, Geirmundartindur, 643 metra hæð yfir sjávarmáli. Gangan á Akrafjall er tiltölulega þægileg og hef- ur nákvæmt kort með helstu göngu- leiðum fjallsins verið gefið út. Kortið má nálgast á upplýsingamiðstöðvum og bensínstöðvum á Akranesi. Göngutími: 2–3 klukkustundir. Helgafell Sé ætlunin að fara í stutta og ekki svo krefjandi gönguferð er tilvalið að skella sér á Helgafellið. Helgafellið er suðaustur af Hafnarfirði og er 340 metra hátt. Þó að fjallið sé ekki mjög hátt er útsýnið yfir borgina af toppi þess stórkostlegt en einnig er hægt að sjá yfir á Reykjanesskaga. Fjallið er örlítið erfiðara viðfangs en Úlf- arsfellið en töluvert léttarara er að ganga á það en topp Esjunnar. Það er því tilvalið fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma en vilja engu að síður fá góða hreyfingu að ganga á Helgafell. Göngutími: 1–2 klukkustundir. Hafnarfjall Hafnarfjall er fjall sem flestir hafa ef- laust látið sér nægja að keyra fram hjá áður en komið er í Borgarnes. Hæsti tindur Hafnarfjalls er 844 metra hæð en hann heitir Gildalshnúkur. Þar sem Hafnarfjallið stendur á mjög opnu svæði getur oft verið mjög hvasst á fjallinu. Það er því ekki ráðlegt að halda upp fjallið nema í góðu veðri því snarpar vindhviður geta verið helsti óvinur fjallgöngumanna. Hægt er að velja nokkrar gönguleiðir á fjallið en það býður upp á frábært útsýni til allra átta. Göngutími: 3–5 klukkustundir. *Listinn hér að framan er engan veg- inn tæmandi og hægt er að velja sér ótal falleg fjöll til viðbótar. Félög á borð við Ferðafélag Íslands, Íslenska fjallaleiðsögumenn og Ferðafélagið Útivist bjóða einnig upp á dagsferðir með leiðsögumönnum gegn gjaldi. Göngumönnum, sem eru einir á ferð eða hafa litla reynslu, er þó bent á að hafa öryggið ávallt í fyrirrúmi – hvert sem haldið er. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.