Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Page 6
föstudagur 19. júní 20096 Fréttir Sandkorn n Jón Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir frá því á bloggsvæði sínu á Press- unni á fimmtudag að þegar hann var í viðskiptaráðuneyt- inu hafi athugun ráðuneytis- ins leitt í ljós að Icesave- reikningarn- ir og rekst- ur þeirra væri innan hæfilegra marka, meðal annars með tilliti til innistæðutrygginga. Þá hafi ráðamönnum líka verið sagt að starfsreglur Landsbankans hafi verið með þeim hætti að ekki væri gert ráð fyrir að fé yrði flutt frá Bretlandi til Íslands. Þá hafi staðan verið sú að Fjármálaeft- irlitið hafði öll tök á að bregðast við ef ofvöxtur hlypi í reikn- ingana. Ekki virðist þetta hafa gengið eftir og voru reikning- arnir að hluta nýttir til að fjár- magna bankann á Íslandi. n Annars segir fyrrverandi við- skiptaráðherrann og framsókn- arformaðurinn Jón Sigurðsson ljóst hvar ábyrgðin í Icesave- sögunni liggur. „Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave. Bresk stjórnvöld bera ábyrgð á árásinni á Íslendinga. Íslenskir stjórnmálamenn og ríkisstjórnir bera ábyrgð á löggjöf og reglu- umhverfi fjármálakerfisins, þar á meðal sá sem þessi orð ritar. Og eftirlitsstofnanir bera sína ábyrgð.“ Þá segir hann ákvarð- anir síðasta hausts, neyðar- lögin og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda eiga þátt í að málið sé ekki lengur bundið við inni- stæðutryggingasjóð heldur beinist að íslensku þjóðinni í heild sinni. n Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, og hans fólk fá yfir sig breiðsíðu í blaðinu síð- asta fimmtudag. Helgi Laxdal, vélstjóri og fyrrverandi verka- lýðsforkólfur, fer þar mikinn um grátkór LÍÚ vegna fyrningar- leiðarinnar en gagnrýn- ir Moggann um leið. Hann bend- ir á hversu greiða leið andstæðingar fyrningarleiðar eiga í fréttir blaðsins og segir að eftir að nýir eigendur tóku við hafi orðið breyting frá fyrri tíma þegar Morgunblaðið hafi talið sig vera frjálst og óháð dagblað. Fjölgar því í hópi þeirra sem telja sig sjá slagsíðu kvótaeig- enda í skrifum blaðsins. Ester Eva Glad, íslensk stúlka sem búsett er í Finnlandi, lenti í mjög alvarlegu bílslysi að kvöldi skírdags. Nú hefur Ester, sem í fyrstu var algjörlega lömuð, fengið tilfinningu í líkamann og getur talað. Í fyrsta viðtalinu eftir slysið segist Ester ekki muna mikið eftir því en ökumaður bifreiðarinnar var undir áhrifum áfengis. Fyrsta orðið var „hæ“ „Ég hef það fínt en það breytist frá degi til dags. Þegar ég byrjaði að tala aftur þekkti ég ekki röddina en síð- an rifjaðist hún upp fyrir mér,“ segir Ester Eva Glad, tvítug, íslensk stúlka sem lenti í alvarlegu bílslysi í Jomala Möckelby á Álandseyjum að kvöldi skírdags. Ester var farþegi í bíl þar sem ökumaðurinn var ölvaður og missti stjórn á honum með þeim afleiðing- um að hann valt. Ester var lengi vel í lífshættu þar sem hún var algjör- lega lömuð og gat aðeins haft sam- skipti við foreldra sína og starfsmenn sjúkrahússins með því að blikka aug- um. Eitt orð í einu Nú rúmlega tveimur mánuðum síð- ar getur Ester talað án erfiðleika og segir það mikinn létti að geta notað röddina aftur. „Ég byrjaði á því að hreyfa varirn- ar en það kom ekkert hljóð. Ég var með stanslausan hósta sem stoppaði allt loftstreymi. En síðan var ég tengd við öndunarvél og þá gat ég talað, eitt orð í einu. Það var læknir í her- berginu og ég gat heilsað honum,“ segir Ester í viðtali við fréttasíðuna Ålandstidningen. Fyrsta orðið sem Ester sagði var „hæ“. Horfir á Grey’s Anatomy Ester lamaðist algjörlega eftir slysið og var ástand hennar tvísýnt í dágóð- an tíma. Nú hefur hún fengið smá til- finningu aftur í líkamann. „Það er eins og það sé fullt af maurum skríðandi í líkama mínum,“ segir Ester sem fær innan skamms sérfræðihjálp í Uppsölum í Svíþjóð. „Ég kvíði svolítið fyrir því,“ segir Ester um ferðina til Svíþjóðar. Ester hefur fengið fjölmörg kort, blóm og bangsa frá vinum og ætt- ingjum og á náttborði hennar liggja þó nokkrir DVD-diskar með sjón- varpsþættinum Grey’s Anatomy. „Starfsfólkið á sjúkrahúsinu kom með þá. Þetta eru góðir þættir.“ Man ekki mikið Ester var ein átta farþega í bifreið- inni sem valt að kvöldi skírdags. Hún hefur talað við nokkra aðra sem voru í bílnum en man ekki nákvæmlega hvað gerðist. „Ég man eftir því að ég settist inn í bílinn og hvernig hann rann á veg- inum og allt í einu voru dekkin ekki lengur á malbikinu. Það næsta sem ég man var þegar sjúkraflutninga- mennirnir komu á staðinn. Síðan man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á spítalanum.“ Harmsaga Faðir Esterar, Sam Glad, er íslensk- ur en móðir hennar, Ruth Glad, er breskur ríkisborgari. Eins og DV hefur sagt frá hefur líf fjölskyldu Est- erar ekki verið dans á rósum. Son- urinn Jóhannes slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi fyrir tveimur árum og hefur enn ekki náð fullum bata. Sam fékk hjartaáfall í septemb- er í fyrra og hefur einnig glímt við slæm bakmeiðsli í mörg ár. Í febrú- ar á þessu ári missti fjölskyldan allt þegar heimili hennar í Jomala brann til kaldra kola og fjórir hund- ar drápust. Ester er því afar þakklát þeim dygga stuðningi sem hún hefur fund- ið fyrir síðustu mánuði. „Það er góð tilfinning að vita til þess að mörgum þykir vænt um mig.“ LiLjA KAtrín GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Það er eins og það sé fullt af maurum skríð- andi í líkama mínum.“ Frá slysstað Ester var einn átta farþega í bifreiðinni sem valt að kvöldi skírdags. ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. Mynd nyAn.Ax Á batavegi Ester getur nú talað og hefur smá tilfinningu í líkamanum. Mynd ÅLAndstidninGEn 15 mánuðir fyrir að reyna að nauðga vinkonu dóttur sinnar: réðst á sofandi stúlkuna Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann, sem reyndi að nauðga 16 ára vin- konu dóttur sinnar, í 15 mánaða fangelsi og til að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í skaðabætur. Hæsti- réttur staðfesti þar með dóm Hér- aðsdóms Reykjaness frá því 13. jan- úar en hækkaði skaðabæturnar sem stúlkan fær. Stúlkan var gestkomandi á heim- ili mannsins þann 13. apríl árið 2008 þegar hann lagðist við hlið henn- ar þar sem hún lá sofandi í herbergi dóttur hans, reyndi að gyrða niður buxur stúlkunnar og er hún vaknaði tók hann fyrir vit hennar og hótaði að meiða hana hefði hún ekki hljótt. Lét maðurinn ekki af háttsemi sinni fyrr en eiginkona hans kom inn í her- bergið og réðst á hann. Taldi Hæstiréttur frásögn stúlk- unnar trúverðuga og að öllu leyti í samræmi við framburð vitna. Þótti sýnt að háttsemi mannsins bæri þess skýr merki að fyrir honum hefði vak- að að beita stúlkuna kynferðislegu ofbeldi og tilviljun ein ráðið því að honum tókst ekki ætlunarverk sitt. Í dómsskjölum kemur fram að stúlkan hafi átti erfitt uppdráttar eftir árásina. Hæstiréttur taldi frásögn stúlk- unnar trúverðuga og að öllu leyti í samræmi við framburð vitna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.