Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 42
föstudagur 19. júní 200942 Helgarblað
31. desember 1991 leystust Sovétríkin
upp. Sex dögum fyrr hafði síðasti leið-
togi sambandsríkisins, Míkhaíl Gorb-
atsjov, sagt af sér.
Það var hann sem hafði með stefnu
sinni komið skriðunni af stað, sem
endaði með falli Sovétríkjanna og
eyðileggingu Berlínarmúrsins. Gorb-
atsjov vildi endurbæta kommúnism-
ann og opna Sovétríkin umheiminum.
En hann gerði sér ekki grein fyrir að af-
leiðingarnar yrðu svo miklar.
Gorbatsjov helgaði stjórnmálunum
alla starfsævi sína. Þegar hann varð að-
alritari sovéska kommúnistaflokksins,
54 ára gamall, einskorðaðist reynsla
hans af „venjulegri“ vinnu við örfá ár
í æsku. Eftir að hann lauk grunnskóla
vann hann á þreskivél á samyrkjubúi.
Fékk viðurkenningu 16 ára
Sextán ára gamall fékk Gorbatsjov við-
urkenningu fyrir vinnu sína á samyrkju-
búinu: Verkalýðsorðu hins rauða fána.
Aldrei fyrr hafði einhver svo ungur
hlotið þessa virtu orðu. Eftir þetta flutti
Gorbatsjov til Moskvu, las lögfræði og
hóf feril sinn innan sovéska kommún-
istaflokksins.
Þegar Míkhaíl Gorbatsjov fæddist
árið 1931 höfðu Sovétríkin formlega
verið til í níu ár. Jósef Stalín hafði ver-
ið einræðisherra síðan 1929 og haf-
ið hrottalega umbreytingu á sovésku
samfélagi. Þeir sem ekki voru sam-
mála honum voru sendir í vinnubúðir
eða teknir af lífi.
Stalín hafði einnig hafið mikla iðn-
væðingu og gjörbylt landbúnaði í Sov-
étríkjunum. Í stað bóndabæja komu
samyrkjubú. Afi Míkhaíl Gorbatsjovs,
Andrej, var einbeittur stalínisti og hafði
stofnað samyrkjubú þar sem hann
sjálfur var formaður. Faðir Gorbatsjovs
naut líka trausts Flokksins og virðing-
arverðrar stöðu á samyrkjubúinu.
Sem góðir kommúnistar slapp
Gorbatsjov-fjölskyldan að mestu leyti
við víðtækar hreinsunaraðgerðir Stal-
íns á fjórða áratugnum. Afi hans sat að
vísu í fangelsi um stund af ástæðum
sem ekki eru á hreinu. Í skóla skrifaði
Míkhaíl týpíska ritgerð sem bar heitið
„Stalín er heiður vors lands, Stalín er
æskan“.
Heimabær Gorbatsjov-fjölskyld-
unnar, Privolní, stendur á hinni frjó-
sömu sléttu milli Svarta hafsins og
Kaspíahafs í Suður-Rússlandi. Þaðan
flutti Míkhaíl 19 ára gamall til mið-
stöðvar valdsins, Moskvu, höfuðborg-
arinnar sem smátt og smátt var verið
að endurreisa eftir stríðið. Það voru
þýskir stríðsfangar og rússneskir fang-
ar úr vinnubúðum sem sáu um erfið-
isvinnuna.
Með hæstu einkunn
Fyrirmyndarverkamaðurinn Gorbat-
sjov varð nú fyrirmyndarnemandi og
stóðst prófin með hæstu einkunn. Árið
1953 giftist hann samnemenda sín-
um, Raisu Títarenkó, sem lagði stund
á marxíska heimspeki og félagsfræði.
Fjórum árum síðar, 1957, eignuðust
þau dótturina Írínu. Þau höfðu þá flust
til heimahéraðs Gorbatsjovs, Stavr-
ópól, þar sem fyrsta verkefni Mikhaíls
sem Flokksstarfsmanns var að hafa
umsjón með „kommúnískum móral“
meðal ungdómsins í Stavrópól.
Klif Gorbatsjovs upp metorðastig-
ann hélt áfram. Hann tók próf í land-
búnaðarfræðum, sem kom sér vel þeg-
ar Gorbatsjov var útnefndur yfirmaður
landbúnaðar í Stavrópól. Hann var
nýjasta stjarnan á himni Kommún-
istaflokksins. Ungur, sjarmerandi, gift-
ur greindri konu, sérfræðingur í jafnt
lögfræði sem landbúnaði og flekklaus í
skýrslum leyniþjónustunnar KGB.
Í innsta hring í Kreml
Fljótlega var Gorbatsjov kominn í
innsta hring í Kreml. Endurbætur
hans á landbúnaðariðnaðinum gáfu
að vísu ekki sérstaklega góða raun en
það hindraði ekki frama hans. Flokks-
hollusta var oftast mikilvægari en ár-
angur í gamla Sovét.
Þegar aðalritari Sovétríkjanna,
Leoníd Brésnjév, dó árið 1982 fékk
Gorbatsjov mikilvægt hlutverk sem
nánasti samstarfsmaður Júrís Andróp-
óvs, eftirmanns Brésnjévs. Gorbatsj-
ov hjálpaði hinum nýja aðalritara
að hreinsa til í spilltu og vanhæfu
skrifræði sambandríkisins. Hann skrif-
aði einnig ræður og mætti á fundi í stað
Andrópóvs, sem var sífellt veikur. Segja
má að þá þegar hafi Gorbatsjov hafið
umbótarumleitanir sínar, perestroika,
eða endurskipulagningu. Perestroika
átti eftir að verða mikilvægasta fram-
lag hans til veraldarsögunnar.
Aldurhnignir við stjórnvölinn
Í Sovétríkjunum var hefð fyrir því að
aldurhnignir menn sætu við stjórnvöl-
inn. Þegar Konstantín Tsjernenkó tók
við af Andrópóv árið 1984 var hann 72
ára og fársjúkur. Nánustu samstarfs-
menn hans voru 75 ára gamall utan-
ríkisráðherra, 79 ára forsætisráðherra
og 83 ára varaforseti. Ekki undarlegt að
leiðtogar Vesturlanda glottu í kampinn
og teldu Sovétríkin að öllu leyti komin
að fótum fram.
Aldur Gorbatsjovs, aðeins 54 ár,
var því mikilvægur þegar hann var út-
nefndur eftirmaður Tsjernenkós og
hann þurfti ekki að bíða lengi með að
ná á toppinn. Tsjernenkó dó eftir að-
eins eitt ár á valdastóli.
Nokkrum klukkustundum eftir
dauðsfallið gerði miðstjórn Kommún-
istaflokksins hinn vinsæla Gorbatsjov
að nýjum aðalritara. Innanlands sem
utan voru miklar vonir bundnar við
„Gorbí“, eins og vestrænir fjölmiðlar
kölluðu hann.
Og hann virtist ætla að standa und-
ir væntingum. Pólitískum föngum var
sleppt, fólk mátti iðka trúarbrögð sín
á ný og sovéskir borgarar fengu meira
vald yfir eigin fjármálum. Bundinn
var endir á stríðið í Afganistan. Í sam-
hljóðan við hugtakið glasnost – opn-
un – fengu fjölmiðlar aukið sjálfstæði
gagnvart stjórnvöldum.
Austurblokkin lék á reiðiskjálfi
Öll austurblokkin lék á reiðiskjálfi á
þessum tíma. Gorbatsjov kom leið-
togum annarra kommúnistaríkja í
skilning um að hann hygðist ekki beita
hervaldi til þess að halda þeim í valda-
stóli ef svo bæri undir.
Í nóvember 1989 tóku austurþýsk
yfirvöld þá sögulegu ákvörðun að opna
múrinn milli Austur- og Vestur-Berlínar.
Ári síðar fékk Míkhaíl Gorbatsjov
friðarverðlaun Nóbels fyrir umbótastarf
sitt.
Umheimurinn hampaði honum
sem hetju. Hann hafði stuðlað að því
að Sovétríkin urðu lýðræðislegri og að
Þýskaland sameinaðist árið 1990. Þar
að auki hafði hann minnkað stríðshættu
í heiminum með bættum samskiptum við
Bandaríkin og hóf afvopnun.
Í Sovétríkjunum tíðkaðist önnur
sýn á „Gorbí“. Skriðan var farin af stað
og margir vildu meiri og fljótvirkari
umbætur. Meðal þeirra var Boris Jeltsín
(1931-2007), sem varð mikilvægasti
keppinautur Gorbatsjovs.
Gorbatsjov sá í hendi sér að hann yrði
að ná skjótum tökum á aðstæðunum.
Hann hóf að draga úr loforðum sínum
um efnahagsbreytingar og reyndi
að styrkja vald sitt. Vissulega hafði
hann viljað skapa nýtt samfélag, með
hjálp hugmynda markaðshyggju og
lýðræðis. En í grunninn var hann alla tíð
kommúnisti. Hann vildi umbætur, ekki
byltingu.
Stjarna Gorbatsjovs féll á meðan
stjarna Jeltsíns reis. Hinn síðarnefndi var
í júní 1991 valinn forseti Rússlands og
hann hafði mikinn stuðning almennings
að baki sér. Jeltsín stöðvaði sama
ár valdarán gegn Gorbatsjov, þegar
íhaldssamir kommúnistar reyndu í
örvæntingu að hrifsa völdin. Eftir
þetta ýtti Jeltsín keppinaut sínum til
hliðar, þvingaði hann til þess að banna
kommúnistaflokkinn og lagði grunninn
að SSR, Samveldi sjálfstæðra ríkja.
Gorbatsjov var nú forseti án ríkis.
Hann gafst upp. Þegar hann bauð sig
fram til forseta Rússlands fimm árum
síðar fékk hann einungis eitt prósent
atkvæða.
Þrátt fyrir allt hefur hann þó ekki
sagt skilið við stjórnmálin. Síðan árið
2007 hefur Gorbatsjov farið fyrir
jafnaðarmannaflokki í Rússlandi. Hann
hefur einnig stofnað alþjóðastofnun um
stjórnmál, Gorbachev Foundation.
EFTIR ÖNNU LARSDOTTER
Með umbótum sínum ruddi hann veg-
inn fyrir hrun austurevrópska komm-
únismans og fall Berlínarmúrsins. Hann varð fyrir vikið vin-
sæll á Vesturlöndum og árið 1990 fékk hann friðarverðlaun
Nóbels. En heima í Rússlandi var Gorbatsjov gagnrýndur
og talinn bera ábyrgð á falli Sovétríkjanna.
Hann ruddi
veginn að
falli múrsins
eistland
lettland
litháen
hvíta rússland
úkraína
moldavía
georgía
armenía
aserbaídsjan
túrkmenistan
úsbekistan
kasakstan
kirgistan
tadsjikistan
Sovétríkin voru til á milli 1922 og 1991 fyrir fallið samanstóðu þau af 15 ráðstjórnarríkjum — rússlandi (blátt) og 14
öðrum ríkjum (rauð). öll gömlu ráðstjórnarríkin eru í dag sjálfstæð ríki.
SAGAN ÖLL