Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Qupperneq 34
föstudagur 19. júní 200934 Helgarblað þætti í sjónvarpinu með pabba, til dæmis þætti Ólafs Ragnars [Gríms- sonar, forseta Íslands], Vilmundar Gylfasonar og fleiri. Alveg frá því ég var pínulítil hefur þetta pólitíska um- hverfi því kveikt í mér. En ég varð ekk- ert flokkspólitísk fyrr en ég fór að lesa stjórnmálafræði eftir tvítugt. Þá fann ég strax hvar hjarta mitt sló.“ Varð ástfangin af ritstjóranum Áður en þú uppgötvaðir hvar þín pól- itíska hugsjón lá, varstu þá einhvern tímann búin að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn? „Já, þegar ég kaus í fyrsta sinn kaus ég kratana í bæjarstjórnarkosning- um í Hafnarfirði,“ segir Hanna Birna og bætir við hlæjandi að það hljóti að skilgreinast sem bernskubrek. „Síðan þá hef ég aldrei kosið neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. En ég fór ekki að taka þátt í starfi flokksins fyrr en ég var tuttugu og fimm ára. Ég lét mér nægja að kjósa hann fram að því.“ Hanna Birna útskrifaðist með BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og tók svo meist- aragráðu í alþjóðlegum og evrópsk- um stjórnmálum í Edinborg tveimur árum síðar. Í HÍ kynntist hún mann- inum sínum, Vilhjálmi Jens Árnasyni heimspekingi. „Hann var ritstjóri Stúdentablaðs- ins og virkur í stúdentapólitíkinni. Ég var ásamt félögum mínum að selja einhvern varning þar sem við vorum að safna til námsferðar stjórnmála- fræðinema til London. Við fórum nokkur í viðtal til ritstjórans vegna málsins og það skipti engum togum, ég hitti draumaprinsinn og örlögin voru ráðin.“ Hanna Birna og Vilhjálmur hafa nú verið saman í um tuttugu ár og í hjónabandi frá árinu 1995. Þau eiga tvær dætur, Aðalheiði sem er ellefu ára og Theodóru Guðnýju sem er að verða fimm ára. Fjölskyldan býr í Fossvoginum og unir þar hag sínum vel. Spurð hvaða áhrif ástandið í þjóð- félaginu hafi á fjölskyldulífið seg- ir Hanna Birna þau vera líklega þau sömu og á margar aðrar fjölskyldur. „Maður á samtöl við börnin sín sem maður átti ekki von á að eiga, er að út- skýra hluti sem maður hélt að maður þyrfti ekki að útskýra. Að sumu leyti er það dapurt. Að öðru leyti er ákveð- inn þroski fólginn í því að útskýra fyr- ir börnunum sínum að ekki sé allt gefið og hlutirnir komi og fari og geti breyst. Mér finnst samt mikilvægt að fá tækifæri til að ræða við dætur mín- ar um það að við eigum að þakka fyr- ir það sem við höfum, við erum svo lánsöm að svo mörgu leyti og kannski höfum við ekki metið það nægilega hingað til. Í því hljóta að vera fólgin sóknarfæri og ég vona að hluttekn- ing og samkennd aukist í þjóðfélagi okkar. Það er eitthvað sem er hollt og mikils virði.“ Yfirleitt kurteis Sé Hanna Birna „gúgluð“ kemur með- al annars upp stjörnukort hennar sem vistað er á stjörnuspekisíðu vefsvæðis Morgunblaðsins. Samkvæmt því hef- ur hún til að bera ákveðni, skýran fók- us og aga, eða stífni, öfgar og grimmd. Blaðamaður hermir upp á borgarstjór- ann hvort eitthvað sé til í þessu. „Það eru aðrir betri í að dæma það. Er maður ekki bara blanda af þessu öllu? Ég hef ekki velt mikið fyrir mér stjörnukortum eða stöðu minni í því öllu. Ég held að kostir manns séu um leið ókostir að einhverju leyti. Ég kann- ast alveg við einhver orð þarna, eins og flestir aðrir örugglega.“ „Ljúf, félagslynd og „yfirleitt“ kurt- eis,“ segir líka í stjörnukortinu. Kvitt- arðu undir það? „Jaaaá, ég held að ég sé yfirleitt kurt- eis til dæmis,“ segir Hanna Birna og hlær. „Ég veit ekki hvort allir taka undir það. Ég er ekki skaplaus en ég er von- andi yfirleitt kurteis. En stundum er ég örugglega svolítið hvöss og hvatvís, ákveðin og óþolinmóð og allt þetta.“ Feimni hélt aftur af brosinu Sérðu fyrir þér að þú verðir lengi borg- arstjóri Reykjavíkur? „Ég vona að ég fái tækifæri til þess að vinna fyrir Reykjavíkurborg í langan tíma og verði borgarstjóri eins lengi og mér er treyst til. Mér finnst ekkert sjálf- gefið í því og hef aldrei litið svo á. Ég held að við sem erum hér núna getum gert margt gott fyrir borgina okkar og því finnst mér Reykvíkingar vera lán- samir að hafa þann hóp sem nú situr í borgarstjórn.“ Sumir segja að þú hafir byrjað að brosa meira eftir að þú varðst borgar- stjóri. Kannastu við það? Hanna Birna skellir upp úr. „Það er skemmtilegra að vera í meirihluta en minnihluta. Það gæti útskýrt eitthvað. Ég held að það skrifist líka á það að ég er feimin að upplagi. Það á við um alla sem taka þátt í opinberu starfi að það kemur enginn fullskapaður inn á það svið. Það tekur tíma að finna sig í því og láta sér líða vel í því. Ég er frekar prívat að upplagi og það tók bara tíma fyrir mig að finna mig í þessu hlutverki. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að sum- ir telja mig eitthvað brosmildari nú en fyrr.“ kristjanh@dv.is „Ég er frekar prívat að upplagi og það tók bara tíma fyrir mig að finna mig í þessu hlut- verki. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að sumir telja mig eitthvað brosmildari nú en fyrr.“ „Við fórum nokkur í viðtal til ritstjórans vegna málsins og það skipti engum togum, ég hitti draumaprinsinn og örlögin voru ráðin.“ Í vinnunni Hanna hefur verið borgarfulltrúi sjálfstæð- isflokksins frá 2002 og var aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins frá 1999 til 2006. MYND Bragi Þór JóseFssoN Í auga stormsins Hanna Birna yfirveguð rétt fyrir upphaf blaðamannafundar borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna þegar rEI-málið var í hámæli í október 2007. Við hlið hennar sitja þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, og gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. MYND Ásgeir M. eiNarssoN ólafur F. Magnússon „Mér fannst í raun og veru samvisku minnar og sannfæringar vegna ekkert annað í boði en að gera það sem við gerðum,“ segir Hanna Birna um það þegar sjálfstæðisflokkur sleit meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf. MYND KristiNN MagNússoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.