Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 32
föstudagur 19. júní 200932 Helgarblað Seinna í sumar er ár síðan Hanna Birna Kristjánsdóttir varð borgarstjóri Reykjavíkur. Þau tímamót mörkuðu endalok eins undarlegasta tímabils í sögu borgarmálanna sem segja má að hafi byrjað með REI-málinu svokall- aða sem komst í hámæli tæpu ári áður en Hanna Birna settist í borgarstjóra- stólinn. Eftir mikinn atgang og deilur, sumir hafa notað sterkari orð eins og „rýtingsstungur“ og „hjaðningavíg“, lauk þessu tímabili með því að borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins sleit meirihlutasamstarfi sínu við borgarfulltrúa F-listans og þáverandi borgarstjóra, Ólaf F. Magnússon, og myndaði meirihluta með Framsókn- arflokknum. Hanna Birna varð þar með fjórði borgarstjóri Reykjavíkur á tíu mánuðum. „Ég upplifði á þessum tíma óvissu sem mér fannst óþægileg,“ segir Hanna Birna þegar blaðamaður spyr hvernig hún upplifði þessa átakatíma í borgarstjórn og meirihlutaslitin. „Mér fannst óvissa um það hvernig við myndum taka á þeim brýnu og erfiðu verkefnum borgarbúa sem ætla mátti að væru fram undan. Mér fannst þessi óvissa einnig óþægileg og ósann- gjörn gagnvart borgarbúum, ekki síst vegna þess að í þessu samstarfi urðu öll mál að stórmálum og ákvarðana- taka var erfið, flókin og tímafrek. Ég sá því ekki fram á að þessi meirihluti væri fær um að bjóða fram þær lausn- ir sem nauðsynlegar voru. Þess vegna fannst mér erfitt að réttlæta það fyrir sjálfri mér og fyrir borgarbúum að við værum stödd á þeim stað þar sem við vorum þá stödd.“ Í því ljósi segir Hanna Birna í raun ekki annað hafa verið mögulegt en að slíta meirihlutasamstarfinu við F-list- ann í ágúst í fyrra. „Mér fannst í raun og veru samvisku minnar og sannfær- ingar vegna ekkert annað í boði en að gera það sem við gerðum. Sú ákvörð- un ein og sér var því ekki erfið. Þeg- ar ég horfi til baka var þetta vissulega snúinn tími og flókin atburðarás en ég er sannfærð um að ákvörðunin var rétt. Ég var sannfærð um það þá og ég er ennþá sannfærðari um það í dag.“ Ekki undarlegt að einhverjum sárni Borgarfulltrúar sökuðu hver annan um baktjaldamakk, rýtingsstungur og fleira á þessum tíma, þar á meðal sakaði Ólafur F. þig og borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðisflokksins um slíkt athæfi. Hvernig hefur verið fyrir ykk- ur borgarfulltrúana að vinna saman síðan þá? „Andinn í borgarstjórn er góð- ur núna og samstarf á milli meiri- hluta og minnihluta gengur vel. Þeg- ar fimmtán manna hópur gengur í gegnum svona margar kollsteyp- ur á svona stuttum tíma þá auðvitað hefur það áhrif á samskipti og ekk- ert undarlegt við það að einhverjum sárni. Ég hef áður sagt að ég kjósi að fara ekki á þennan stað í persónulegri gagnrýni á einstaka samstarfsfólk, því um leið og þetta hefur auðvitað ver- ið erfitt hefur þetta líka eflt samskipt- in okkar á milli með ákveðnum hætti. Hérna eru margir vinir sem eiga góð og traust samskipti, hvort sem menn sitja þessa stundina í meirihluta eða minnihluta.“ Hanna Birna segir þetta tæpa ár sitt í embætti hafa að mörgu leyti ver- ið nokkuð öðruvísi en hún sá fyrir á þeim tíma þegar hún tók við því, og að mörgu leyti ekki. „Ein meginástæðan fyrir því að fyrri meirihluta var slitið var að mér þótti einsýnt að þau viðfangsefni sem blöstu við yrðu ekki leyst með farsæl- um hætti með þeim meirihluta sem þá var. Það var ástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun. Ég held að ég hafi vitað, eins og margir aðrir sem starfa á þessum vettvangi, að það væru erf- ið verkefni fram undan og það þyrfti traustan og öruggan meirihluta og trausta og sameinaða borgarstjórn til þess að takast á við viðfangsefnið. En auðvitað sá ég ekki fyrir, frekar en nokkur annar, þær miklu vending- ar sem urðu í íslensku efnahagsum- hverfi. Það óraði engan fyrir því að þetta yrði staðan eftir ár þannig að margt hefur verið óvænt í því, bæði jákvætt og neikvætt.“ Þroski og kjarkur Borgarstjórnarmeirihlutinn er með mýmargar áætlanir og verkefni uppi á borðum til að glíma við í ástandinu sem nú ríkir hér á landi. En á tímum þar sem nánast alls staðar er nauð- synlegt að skera niður er leiðarljósið í öllum aðgerðum að standa vörð um grunnþjónustuna og gjaldskrár og vernda störf. „Þegar þessi meirihluti tók við var það mjög eindregin afstaða okkar að reyna að breyta hér algjörlega vinnu- brögðum. Við fórum í sameiginlega vegferð með minnihlutanum sem hafði þann þroska og þann kjark sem þarf til þess að taka slíkar ákvarðanir með okkur. Aðgerðahópur borgarráðs hefur unnið þessa vinnu frá því í ág- úst síðastliðnum og við mótuðum þar aðgerðaáætlun sem við samþykktum einróma í október. Þar leggjum við áherslu á að vernda grunnþjónust- una, hækka ekki gjaldskrár og vernda störfin. Við þessi þrjú atriði höfum við staldrað í hvert einasta skipti sem við tökum ákvarðanir er varða hag borg- arbúa. Þessar áherslur endurspegla þann sameiginlega vilja borgarstjórnar að standa fyrst og fremst með borgar- búum við þessar aðstæður. Svo höf- um við viðhaft algjörlega ný vinnu- brögð sem ég held að séu lykillinn að árangri nú. Þegar þú ert staddur á bát þar sem fólk hefur á tilfinningunni að allt sé í dálítilli óvissu, eins og staðan er nú í íslensku samfélagi, þá er mjög erfitt fyrir almenning að finnast þeir sem eiga að vera að róa í sameigin- lega átt vera stöðugt að takast á. Við ákváðum því mjög snemma að fara saman í verkefnin. Það hefur gengið og í því hefur gæfa okkar verið fólgin.“ Lækjartorg tyrft Hanna Birna segir borgarfulltrúa hafa skynjað mjög sterkt í þessu ástandi ákall íbúa um að fá fleiri tækifæri til að njóta þess sem við höfum og eig- um. Þetta sjáist meðal annars í því að fleiri fara í sund, fleiri fara á söfn, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og annað sem borgin býður. Um leið hafi Hönnu Birnu og fleirum hins vegar stundum fundist umræðan um mið- borgina ekki jafngóð og hún gæti ver- ið og fólk nyti hennar ekki jafnvel og eigi að vera hægt. „Við höfum því verið að vinna að átaki sem við köllum Bjarta Reykjavík sem gengur út á að minna á að mið- borgin er staðurinn til að skapa og staðurinn til að njóta. Við viljum að fólk taki sér tíma til að koma í mið- borgina með því hugarfari að það þurfi ekkert endilega að eyða miklu þar heldur bara vera þar. Þess vegna fengum við þá sem gleggst til þekkja í okkar kerfi til þess að greina öll þau litlu svæði sem við getum notið og hvernig við getum gert þau betri. Við erum að gróðursetja meira, setja bekki og borð og lítil leikföng, erum að næra þessa staði og reyna að sjá fegurðina í hinu smáa í miðborginni,“ segir Hanna Birna og nefnir í þessu samhengi svæði eins og Arnarhól, Lækjartorg, Bakarabrekkuna, Mæðra- garðinn og Hljómskálagarðinn. Átakinu var hleypt af stokkunum síðasta föstudag með því að allir borg- arfulltrúar Reykjavíkur tyrfðu um tvö hundruð fermetra svæði á Lækjar- torgi. Þá var opnað kaffihús í Hljóm- skálanum í Hljómskálagarðinum og viðburðatorg sett á laggirnar við Bak- arabrekkuna sem stendur við útitaflið kunna. „Fólk getur fengið að vera með atriði og uppákomur þar í sumar,“ segir Hanna Birna. „Þá erum við að leggja meiri metnað í Mæðragarðinn og Hallargarðinn. Auk kaffihússins í Hljómskálagarðinum verða litlir bátar settir þar þegar því verður komið við. Enn fremur verður komið á fót mark- aðstorgi á Sirkusreitnum við Lauga- veg og síðan erum við að skipuleggja framkvæmdir við Laugaveg 4 og 6 og hraða uppbyggingu á horni Lækj- argötu og Austurstrætis.“ Þar með er ekki allt upptalið en borgarbúar kom- ast vart hjá því að sjá afrakstur Björtu Reykjavíkur á næstu dögum og vikum á ferð sinni um miðborgina. Ekki jafn eftirsótt og Gísli Marteinn Áður en blaðamaður skiptir aðeins um gír í samtalinu við Hönnu Birnu og segir skilið við borgarmálin getur hann ekki látið hjá líða að spyrja út í siðareglur fyrir borgarfulltrúa en drög að þeim voru lögð fram í desember síðastliðnum. Reglurnar eru fyrsta formlega tilraun kjörinna fulltrúa til þess að siðvæða íslensk stjórnmál með formlegum hætti og draga úr hættu á spillingu. „Það var mikil samstaða um að koma á fót þessum reglum,“ segir Hanna Birna. „Drögin voru send til allra borgarstjórnarflokka og menn fengu ráðrúm og tíma til að fara yfir það í sínum hópi því þessar reglur hafa ekkert gildi nema allir borgar- fulltrúar taki undir þær. Fyrir margt löngu hafa allir borgarstjórnarflokk- arnir, fyrir utan F-listann, skilað sín- um niðurstöðum. Afstaða F-listans liggur hins vegar fyrir núna þannig að ég á von á að menn einhendi sér í að klára verkefnið.“ Á dögunum var greint frá því að Gísli Marteinn Baldursson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefði farið sem veislustjóri í veiðiferð til Rúss- lands sem Glitnir stóð að fyrir ákveðna viðskiptavini sína. Spurð hvað henni finnist um að Gísli hafi farið í um- rædda ferð segir Hanna Birna að Gísli hafi svarað vel fyrir sig sjálfur og sér því ekki ástæðu til að tjá sig frekar um það. Aðspurð kveðst hún aldrei hafa farið í ferð af þessu tagi í boði banka eða fyrirtækja, enda ekki jafneftirsótt- ur veislustjóri og Gísli Marteinn. Engir miðjubarnskomplexar Þá snúum við okkur meira að persón- unni Hönnu Birnu og segjum skilið við borgarstjórann með sama nafni. Hanna Birna er 42 ára, fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir Kristjáns Ármannssonar járnsmiðs og Aðal- heiðar Björnsdóttur móttökufulltrúa. Hún á eina eldri systur og einn yngri bróður. „Ég á svo ljúf systkini að það voru aldrei átök milli okkar. Við erum líka svo nálægt í aldri og það náin að það voru engir miðjubarnskompl- exar,“ segir Hanna Birna og brosir. Foreldrar hennar hafa ekki verið í pólitík en hún segist samt koma frá pólitísku heimili. „Það var mikið talað um pólitík. Hafnarfjörður var mikill kratastaður þegar ég var að alast upp og faðir minn er svona hægri-krati; skiptist á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn á sínum tíma en hefur auðvitað ekki kosið neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn í langan tíma. Móðir mín er óljósari í þessu pólitíska samhengi, meira óháð. Kannski dálít- ið hægri-græn.“ Hanna Birna kveðst því ekki hafa verið alin upp í flokkspólitísku sam- hengi en hins vegar alin upp í tals- verðri pólitískri meðvitund. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þjóðfélags- umræðu og um leið pólitík. Ég man eftir mér mjög ungri horfa á pólitíska Það er líkt og skollið hafi á dúnalogn í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir settist í stól borgarstjóra fyrir bráðum ári. Lognið virðist kannski meira en það er í raun vegna hinnar sérstöku atburðarásar sem þar átti sér stað mánuðina á undan sem heita má eitt átaka- mesta og skrítnasta tímabil í sögu borgarmálanna. Í viðtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segist Hanna Birna hafa upplifað óþægilega óvissu á þessum tíma og að ekki sé undarlegt ef einhver hafi setið sár eftir átökin. Boðsferðir, veislustjórn og siðareglur borgarfulltrúa og feimni, kurteisi og aukna brosmildi borgarstjórans ber líka á góma. Borgarstjórinn sem varð Brosmildari „Ég er ekki skaplaus en ég er vonandi yfirleitt kurteis. En stundum er ég örugglega svo- lítið hvöss og hvatvís, ákveðin og óþolinmóð og allt þetta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.