Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 40
föstudagur 19. júní 200940 Sport Bretland er vagga kappaksturs ekki síður en knattspyrnu en á Silver- stone-brautinni í Northamptonskíri fór fram fyrsta Formúlu-mótið árið 1950. Nú, fimmtíu og níu árum síðar, er komið að leiðarlokum hjá þessari fornfrægu braut. Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóri Formúlunnar, hefur átt í miklum deilum við eig- endur Silverstone-brautarinnar um viðhald og fleira en útkoman var að keppt verður á Donington Park næstu árin í það minnsta. Það var afar mikilvægt fyrir Breta að missa ekki keppni úr landi, sér- staklega þar sem þeirra mönnum gengur svona vel. Lewis Hamilton varð heimsmeistari í fyrra og hafði sigur á Silverstone fyrir framan sitt fólk. Annar Breti, Jenson Button, er sá sem ræður ríkjum í Formúl- unni í dag en hann hefur unnið sex af fyrstu sjö mótum ársins. Honum hefur aftur á móti gengið afleitlega á Silverstone til þessa. Ömurlegur árangur Fastlega má búast við að Jenson Button snúi við gengi sínu á Silver- stone-brautinni eins og hann hefur gert í öðrum mótum til þessa. Hann leiðir stigakeppni ökumanna með tuttugu og sex stigum fyrir mótið um helgina. Gengi hans á Silverstone til þessa hefur hins vegar ekki verið til eftirbreytni. Hann hefur aldrei svo mikið sem komist á verðlaunapall á heimavelli og í sex af síðustu níu mótum hefur Button endað í sautj- ánda sæti eða neðar. Hann hlakkar þó til að keppa á heimavelli. „Það er alltaf sérstakt að aka á Silverstone fyrir framan landa mína. Ég hef aldrei verið í forystu um heimsmeistaratitilinn þegar ég hef keppt á brautinni og reyndar alltaf verið í vondri stöðu. Samt hef ég alltaf fengið mikinn stuðning og mig langar að gera eitthvað gott fyrir mitt fólk um helgina. Við fáum mikla samkeppni held ég á Silverstone þar sem hún er háhraðabraut. Hún er í sama klassa og Suzuka og Spa í mín- um huga, ein sú besta á tímabilinu,“ segir Jenson Button. Heimsmeistarinn gefst upp Lewis Hamilton, ríkjandi heims- meistari, hefur viðurkennt að hann eigi ekki möguleik á Silverstone í ár. McLaren-bíllinn er einfaldlega ekki nægilega góður til þess að vinna á svona háhraðabrautum en í fyrra rúllaði Hamilton yfir keppinauta sína á Silverstone og sigraði með ríflega mínútu forskoti á næsta bíl. Hann vonast bara til þess að sam- landi hans verði sá síðasti sem sigrar á heimavelli þeirra. „Síðasta ár var auðvitað ótrúlegt fyrir mig en ég hef ekki hugmynd um hvernig við fórum að því að vinna í fyrra með 68 sekúndna mun. Bíllinn í ár er ekki nægilega góður til þess að komast einu sinni á pall, býst ég við. Þannig, frá mínum bæjardyrum séð, væri frábært ef Jenson Button myndi vinna. Það er heldur ekkert ólíklegt. Allavega myndi ég þora að veðja pening á það,“ segir heimsmeistar- inn, Lewis Hamilton. Deilur um útgjöld Alþjóðaakstursíþróttasam- bandið, FIA, og samtök Formúlu-liðanna, FOTA, deila nú hart um regl- ur næsta árs en frest- ur til þess að skila inn umsókn fyrir næsta ár rennnur út um helg- ina. FIA hefur bann- að marga litla hluti til þess að sporna við kostnaði, eins og dekkjahitara, og þá verður bann- að að taka bens- ín í miðri keppni árið 2011. Max Mosley, fram- kvæmdastjóri FIA, bauð lið- unum 45 millj- óna punda út- gjaldaþak fyrir utan kostnað liðanna við véla- kaup sem eru mjög dýr. FOTA svar- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Á sunnudaginn fer fram síðasta keppnin í bili á hinni forn- frægu Silverstone-braut í Formúlu 1 en þar fór fyrsta Formúlu- mótið fram árið 1950. Tveir Bretar, Lewis Hamilton og Jenson Button, aka í Formúlu 1 og munu þeir gera allt til þess að verða síðustu Bretarnir til að sigra á heimavelli. Hlutskipti þeirra til þessa í ár er þó afar ólíkt. SíðaSta keppnin á SilverStone Lewis Hamilton sigraði á heimavelli í fyrra en býst við sigri Buttons í ár. MYND AFP Jenson Button stigahæstur, fljótastur og sigurstranglegastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.