Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 19. júní 200928 Helgarblað jölmiðlar landsins reyndu stöðugt að ná tali af Sigurði Jónssyni þeg- ar Byrgismálið kom upp. „Ég var meira að segja vakinn klukkan hálf fjögur um nótt af fjölmiðla- fólki sem krafðist þess að fá að vita sannleikann um Guðmund í Byrginu.“ Áreitnin var svo mikil fyrstu mánuðina eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás afhjúpaði Guðmund, að Sigurður neyddist til að flýja inn til núverandi kærustunnar sinnar og vera þar í felum í töluverðan tíma. Á þessum tíma tók hann þá ákvörðun að koma ekki fram í fjöl- miðlum og hafði hugsað sér að standa við það, en nú er honum nóg boðið. Eftir stöðugt áreiti og leiðindi í meira en tvö ár finnst honum tími til kominn að leysa frá skjóðunni. Þegar blaðamaður tekur í höndina á Sigurði fer ekki á milli mála að þarna fer jaxl sem hefur ekki fengið neitt gefins í lífinu. Handtak að sjóara sið, tattóveraðir upphandleggir og veðurbar- ið andlit. Reynslan skín úr andlitinu og hún er ekki öll góð. Svo mikið er ljóst. Húsakynn- in eru ekki íburðarmikil, en heimilisleg engu að síður og þegar blaðamann ber að garði er vinur Sigurðar í heimsókn. Strákur sem hann kynntist í Rockville. Sá ber honum vel söguna og segir upp úr þurru: „Hann Siggi er góður kall, hann hefur alltaf gert allt fyrir mig. En þetta hvílir þungt á honum og hann verður að segja frá.“ „Ég er ekki guðmundur í Byrginu“ Sigurður talar mikið áður en hið eiginlega við- tal byrjar og ljóst að hann iðar í skinninu að fá að segja frá. Þegar blaðamaður segir honum að upptaka sé hafin ekur hann sér til í sætinu og dregur djúpt andann. Talið berst strax að Guð- mundi og Byrgismálinu. „Ég verð að segja frá, til þess að ég verði einhvern tíma látinn í friði og fólk átti sig á að ég er ekki Guðmundur í Byrginu. Þegar þetta er farið að lenda á ungum börnum mínum segi ég hingað og ekki lengra. Ég vil að það sé alveg á hreinu að það komi fram að ég þoli þetta ekki lengur. Ég er í miðjunni af þremur bræðrum og hef alltaf verið svona horn. Hornið sem allt lendir á,“ segir Sigurður þungur á brún. Hann reynir að vera jákvæður, en þegar hann rekur sögu sína fyrir blaðamanni er augljóst að hann er gramur yfir mörgu úr fortíðinni. Þriðji bróðirinn, Krist- ján, hefur átt í erfiðleikum með fíkniefni lengi og Sigurður segist hafa tekið það nærri sér. „Ég hef reynt að styðja við bakið á honum eins og ég get, þó að ég eigi auðvitað ekki mikinn pen- „Ég verð að segja frá, til þess að Ég verði einhvern tíma látinn í friði og fólk átti sig á að Ég er ekki guðmundur í Byrginu.“ Sigurður Jónsson verður fimmtugur síðar á árinu. Hann er yngri bróðir Guðmundar í Byrginu. Þessi harðjaxl sem kallar ekki allt ömmu sína er búinn að fá nóg. Eftir að hafa haldið sig frá fjölmiðlum allt frá því Byrgismálið kom upp hefur hann loksins ákveðið að stíga út úr skugga bróður síns og segja sögu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.