Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 16
föstudagur 19. júní 200916 Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir telur skuldavanda heimilanna ekki eins alvarlegan og látið hefur verið liggja að og vísar í skýrslu Seðlabankans um stöðu heimilanna. Þar er hins vegar ekki tekið mið af frystingu íbúða- lána. Ólafur Ísleifsson telur þetta mikilvægan þátt og leggur til að aðrir en Seðlabankinn vinni skýrslurnar. Áætlað er að 28.500 heimili verði tæknilega gjaldþrota í lok ársins og bankarnir eignist sífellt stærri hlut í heimilum. frosin lán skekkja heildarmyndina Skýrsla Seðlabankans um stöðu heimilanna, sem kynnt var í síð- ustu viku, tekur ekki mið af frystingu íbúðalána í tölum um greiðslubyrði heimilanna. Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra ræddi skýrslu Seðlabankans á Alþingi í síðustu viku, þar sem hún sagði að skýrslan leiddi í ljós að skuldastaðan væri ekki eins slæm og margir teldu. Langflest heimili myndu standa efnahags- ástandið af sér. Í nýbirtri skýrslu fjár- málaráðuneytisins kemur hins vegar fram að fjöldi heimila sem eru tækni- lega gjaldþrota hafi nær fjórfaldast á tveimur árum og eiginfjárhlutfall íbúðarhúsnæðiseigenda hrunið að undanförnu. Skuldastaða heimilanna kann því að vera talsvert alvarlegri en kemur fram í skýrslu Seðlabankans og for- sætisráðherra notaði til grundvall- ar röksemdafærslu sinni. Ekki hafa fengist upplýsingar hjá Seðlabank- anum um hversu margir hafa nýtt sér möguleikann á að frysta fasteigna- lán. Ekki náðist í höfunda skýrslunn- ar, þar sem þeir eru í fríi. Segir skuldavandann ekki eins slæman Í umræðum um stöðu heimilanna á Alþingi í síðustu viku sagði Jóhanna Sigurðardóttir meðal annars: „Þess- ar nýju upplýsingar frá Seðlabank- anum sýna hins vegar svart á hvítu að skuldavandi heimilanna er ekki eins skelfilegur og málshefjandi í dag og ýmsir aðrir vilja láta í veðri vaka.“ Enn fremur sagði Jóhanna: „Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þegar fengið virðast þessar nýju upplýsingar staðfesta að skulda- vandi heimilanna sé ekki eins víðtækur og ýmsir halda fram.“ Ólafur Íseifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, tel- ur frystingu lána vera veigamik- inn þátt í því að meta skulda- stöðu heimil- anna. „Þetta kann að vera skýring á því að margir hafa tekið opinberlega til máls og ekki kannast við þá lýsingu sem hefur komið fram í skýrslum bankans. Þessari skýrslu er að einhverju leyti áfátt og hér er um stórt og við- kvæmt mál að ræða, enda eru heimilin hyrningar- steinar samfélagsins,“ segir Ólafur. Ekki á verksviði Seðlabank- ans „Ég tel mjög þýðingar- mikið fyrir ríkis- stjórnina að hún hafi raunhæfa mynd af þessu máli, þar sem allir helstu þættir eru teknir til greina. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir eindregnum vilja til að bæta úr skák, en hún þarf fullnægjandi upplýsing- ar til að móta sína stefnu,“ segir Ólaf- ur sem telur skynsamlegt að aðrir en Seðlabankinn, vinni slíkar skýslur. „Það getur verið að það sé ástæða til að leita til annars aðila en Seðlabank- ans. Þetta er ekki endilega á verksviði hans og það kynnu að vera aðilar sem eru ekki síður fallnir til þess að greina þessar aðstæður.“ Aðspurður segist Ólafur gera ráð fyrir að Jóhanna hafi ekki haft upplýsingar um ágalla á skýrslu Seðlabankans þegar hún fjall- aði um málefni heimilanna með vísun til hennar á Alþingi í síð- ustu viku. Aldrei átt minna í íbúðum sínum Eiginfjárhlutfall fasteignaeig- enda er nú í sögulegu lágmarki og gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að í árslok verði eigin- fjárhlutfallið komið niður í 44 prósent. Árið 1992 var eiginfjár- hlutfall fasteignaeigenda í íbúð- arhúsnæði rúmlega 70 prósent. Þetta hlutfall lækkaði nokkuð hratt og í kringum síðustu alda- mót var það komið niður í um það bil 60 prósent, samkvæmt töl- um fjármálaráðuneytisins. Á árun- um 2002 til 2007 hækkaði eiginfjár- hlutfallið aftur upp í um 65 prósent, en síðan þá hefur hlutfallið hrunið algjörlega og hefur aldrei verið lægra síðustu tvo áratugi. Í fyrsta skipti eiga bankarnir og lánafyrirtækin því að jafnaði meira í íbúðarhúsnæði heldur en fólkið sem býr í því. Íbúar í húsum bankanna Ef skuldlausir fasteignaeigendur eru undanskildir og eingöngu skoðað- ir þeir sem voru með íbúðareign og íbúðarskuld umfram 500 þúsund krónur, voru 73 þúsund fjölskyldur í þeim flokki í árslok 2007. Áætlað er að eiginfjárhlutfall þeirra hafi verið 54 prósent að jafnaði árið 2007. Ári síðar hafði það hríðfallið og var eig- infjárhlutfallið komið niður í 40 pró- sent. Ef áætlun fjármálráðuneytisins gengur eftir munu húsnæðiseigendur eiga enn minna í íbúðum sínum í lok þessa árs, eða 27 prósent að jafnaði. Það þýðir að meðal þeirra sem skulda í fasteignum sínum, eiga bankarnir að jafnaði 73 prósent í fasteignum fólks. Ástæðan fyrir þessu mikla falli er að íbúðaverð hefur lækkað frá því það náði hámarki, en það hefur ekki gerst áður. Það sem meira máli skiptir er að íbúðarskuldir hafa hækkað mikið í kjölfar verðuppfærslu vegna verð- bólgu og lækkunar á gengi krónunn- ar. 28 þúsund heimili tæknilega gjaldþrota Í loks ársins 2007 voru alls 7.500 heim- ili með neikvæða eiginfjárstöðu, að meðaltali um 3,1 milljón króna, sam- kvæmt útreikningum fjármálaráðu- neytisins. Spár gera ráð fyrir því að í lok þessa árs hafi þessi fjöldi nærri því fjórfaldast og 28.500 heimili verði komin í neikvæða eiginfjárstöðu. Neikvæð eiginfjárstaða muni þá að meðaltali hafa tvöfaldast og vera 6,4 milljónir umfram eignir. „Það getur verið að það sé ástæða til að leita til annars aðila en Seðla- bankans. Þetta er ekki endilega á verksviði hans og það kynnu að vera aðilar sem eru ekki síður fallnir til þess að greina þessar aðstæð- ur.“ vAlgEir örn rAgnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Jóhanna Sigurðardóttir „Þessar nýju upplýsingar frá seðlabankan- um sýna hins vegar svart á hvítu að skuldavandi heimilanna er ekki eins skelfilegur og málshefjandi í dag og ýmsir aðrir vilja láta í veðri vaka.“ Ólafur Ísleifsson telur að jóhanna sigurð- ardóttir forsætisráðherra hafi ekki vitað að skýrsla seðlabankans tók ekki mið af frystingu fasteignalána þegar hún ræddi málið á alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.