Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Side 45
föstudagur 19. júní 2009 45Helgarblað Bóndinn á Hinterkaifeck hét Andr- eas Gruber og var 63 ára gamall þegar atburðir þessir áttu sér stað. Eiginkona hans, Cäzilia, var níu árum eldri. Andreas Gruber var upphaflega vinnumaður á bænum og hafði búið þar frá barnsaldri. Árið 1877 giftist hann Cäziliu, ekkju fyrrverandi bónda. Sifjaspell í sveitinni Bóndahjónin áttu eina uppkomna dóttur, Viktoríu Gabriel, 35 ára, sem bjó á Hinterkaifeck eftir að eig- inmaður hennar lést í fyrri heims- styrjöldinni. Hún átti tvö börn, Cäzilu, sjö ára, og Jósef, tveggja ára. Mál manna í sveitinni var að börn- in hefði hún eignast með föður sín- um og feðginin höfðu bæði þurft að dvelja í fangelsi vegna sifjaspells. Fyrrverandi vinnukona á bænum fullyrti að hafa komið að þeim velt- andi í heysátu í hlöðunni. Sjötti íbúi Hinterkaifeck var vinnukonan. Maria Baumgartner kom til Hinterkaifeck eftirmiðdag- inn 31. mars 1922. Forveri hennar hafði yfirgefið bæinn í fússi nokkr- um mánuðum fyrr, og fullyrt að þar væri reimt. Maria Baumgartner var hálf- fimmtug, öryrki, fædd og uppal- in í litlu þorpi í nágrenni bæjarins. Systir hennar fylgdi henni að bæj- ardyrunum en fékk fálegar mót- tökur hjá Gruber-hjónunum og stoppaði aðeins í stutta stund. Síðan spurðist ekkert til íbúa bóndabæjarins Hinterkaifeck. Hökkuð í spað Fjórum dögum eftir komu nýju vinnukonunnar, kvöldið 4. apríl, braust hópur nágranna inn á býlið. Þeirra beið ekki fögur sjón. Í hlöð- unni lágu illa útleiknir líkamshlut- ar á víð og dreif innan um heyið. Þetta voru leifar bóndahjónanna, Viktoriu og Cäzilu litlu. Þau höfðu verið hökkuð í spað með ísexi. Sömu sögu var að segja um Jósef litla, sem lá í vöggu sinni og nýju vinnukonuna. Maria Baumgartner var varla byrjuð að koma sér fyrir í nýja herberginu sínu—hún hafði verið myrt aðeins örfáaum klukku- stundum eftir að hún kom til Hint- erkaifeck. Blæddi út og tætti af sér hárið Krufning leiddi síðar í ljós að Cäzila litla, sjö ára gömul, hafði ekki látist samstundis eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Hún hafði leg- ið í heyinu við hlið myrtra ættingja sinna í margar klukkustundir og blætt út. Á meðan hafði hún tætt af sér nær allt hárið. Morðin vöktu mikla athygli um gjörvallt Þýskaland og hægt að segja að nokkurs konar Hinterkaifeck- æði hafi gripið um sig. Fleiri þús- und manns mættu í jarðarför Gru- ber-fjölskyldunnar og fólk þyrpist til Hinterkaifeck til að berja morðstað- inn augum. Dæmi eru um að fólk hafi dvalist á bænum yfir nótt til að biðja fyrir hinum myrtu. Morðinginn lá í leyni Og lögreglurannsóknin sem fylgdi var ein sú umfangsmesta í sögu Þýskalandi. Hún stóð í mörg ár og teygði sig langt út yfir litla bónda- býlið í Bæjaralandi. Í ljós kom að nokkrum dögum fyrir morðin hafði Andreas Gruber komið að máli við nágranna sína um undarleg fótspor sem hann hafði séð í snjónum við Hinterkaif- eck. Sporin lágu frá nálægum skógi að bóndabænum, en hann fann engin spor til baka. Á lofti bóndabæjarins fundust merki um mannaferðir. Einhver hafði legið í leyni og beðið eftir rétta augnablikinu svo dögum skipti. Mjólkaði kýrnar innan um líkin Og morðinginn lét sig svo held- ur ekki hverfa eftir að hafa tek- ist ætlunarverk sitt. Dagana sem líkin lágu óuppgötvuð í bænum hafði einhver gefið húsdýrunum og mjólkað kýrnar. Nágrannar full- yrtu að hafa séð reyk í strompinum. Morðinginn hafði dvalið á bænum í marga daga eftir að hafa myrt allt heimilisfólkið á hrottalegan hátt. Lögreglan sem rannsakaði mál- ið á sínum tíma taldi fyrst að um ránmorð væri að ræða. Gruber- fjölskyldan var sannarlega ekki fá- tæk. Andreas Gruber var frægur fyrir nísku og var talinn luma á dá- góðum sjóði í formi skuldabréfa, gull- og silfurpeninga og skartgripa. Þessi tilgáta féll um sjálfa sig þegar þessi verðmæti fundust óhreyfð á bænum. Hefnd að handan? Eiginmaður Viktoríu, Karl Gabriel, á að hafa fallið í bardaga í Frakk- landi árið 1914. En líkið fannst aldrei. Getgátur voru uppi um að hann hefði í raun aldrei dáið, held- ur snúið heim á býlið þar sem eig- inkona hans beið hans, kasólétt eft- ir föður sinn. Honum hafi blöskrað svo mjög að hann hafi ákveðið að drepa alla fjölskylduna í hefndar- skyni. Þýska lögreglan yfirheyrði ótal manns sem voru grunaðir um að vera Karl Gabriel en án nokkurs ár- angurs. Af og til hafa sprottið upp sögur um afdrif hans, til dæmis fullyrti hópur þýskra stríðsfanga í seinni heimsstyrjöld að hafa séð Karl Gabriel sem var þá í hlutverki kommúnistaleiðtoga í Rússlandi. Fyrsta voðaverk nasista? Önnur tilgáta er að morðið hafi ver- ið verk hægriöfgamanna. Andreas Gruber sjálfur hafi aðhyllst hægri- öfgastefnu og leyft fyrirrennurum nasistaflokksins að nota Hinterka- ifeck sem leynilega vopnageymslu, án vitundar annarra heimilis- manna. „Reimleikinn“ sem gamla vinnukonan tók eftir hafi í raun ver- ið laumugangur í nasistum. Gruber hafi óttast að það kæmist upp um vopnageymsluna og skipað nasist- unum að hypja sig á brott, annars myndi hann kalla til lögregluna. Í stað þess hafi hægriöfgamennirnir drepið hann og fjölskyldu hans. Þessi tilgáta kom nýlega fram í bók eftir bæverskan blaðamann. Samkvæmt skjölum sem hann komst yfir rannsakaði lögreglan á sínum tíma Adolf nokkurn Gump, sem bjó í þorpinu nálægt Hinter- kaifeck og var vinveittur heimilis- mönnum þar. Gump þessi var liðs- maður í sjálfboðahersveit, margar hverjar voru hliðhollar hægri öfl- um. Rannsókn á Gump var hins vegar snarlega hætt án nokkurra skýringa. Ef til vill var þar um að ræða pólitískan þrýsting? Það verð- ur sennilega aldrei ljóst. Hinterkaifeck-málinu var loks lokað árið 1986. Eftir Veru Illugadóttur Hver myrti gruber-fjöl- skylduna? Rúma 70 kílómetra norður af München stendur bóndabærinn Hinterkaifeck. Árið 1922 var bærinn vettvangur eins dularfyllsta og alræmdasta glæps í sögu Þýskalands. Morðinginn hafði dvalið á bænum í marga daga eftir að hafa myrt allt heimil- isfólkið á hrottalegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.