Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 19. júní 200914 Fréttir annars en að Landsbankinn ætlaði að halda áfram að fjármagna bank- ann á Íslandi með Icesave-reikning- unum í Bretlandi. Í viðtalinu sagði Sigurjón: „Við fjármögnum bankann með einstakl- ingsinnlánum, í gegnum vöru sem við köllum Icesave... Og einmitt núna í dag erum við að skrá inn 100.000. kúnnann og erum búin að afla um 500 milljarða íslenskra króna í gegn- um þessa vöru á síðastliðnum níu mánuðum.“ Svo sagði Sigurjón: „Það sem er búið að gerast á undanförn- um árum er að íslenskir bankar hafa vaxið mikið innanlands og ekki síður erlendis. Í okkar tilfelli er helmingur- inn af starfseminni erlendis. Það er það sem keyrir þetta áfram, annars vegar drifkrafturinn í útrás íslenskra fyrirtækja, sem bankarnir styðja, og hins vegar útrás bankanna sjálfra þar sem þeir afla erlendra kúnna á erlendum vettvangi, þannig að ég sé ekki annað en að það haldi áfram.“ Skoðanir stjórnenda Landsbank- ans á málinu virðast hins vegar hafa breyst frá ágúst 2007 og þar til í mars 2008 því samkvæmt viðtali við Hall- dór J. Kristjánsson, hinn bankastjóra Landsbankans, í Morgunblaðinu í október 2008 var farið að undirbúa flutning Icesave inn í dótturfélag í ársbyrjun 2008. „Við vorum farnir að undirbúa þetta í byrjun ársins, vegna þess hvað reikningurinn var stór og að þá var hafin umræða um hvort innlánstrygging væri í Bretlandi eða Evrópu, þá töldum við skynsamlegt að færa þetta yfir í breskt dótturfé- lag. En til þess þurftum við tilsla- kanir ...“ sagði Halldór í viðtalinu og bætti því við að Landsbankinn hefði ekki fengið „eðlilegar forsendur“ frá eftirlitsaðilum í Bretlandi til þess að geta komið Icesave inn í dótturfélag. Halldór vildi hins vegar ekki greina frá því í viðtalinu hverjar forsend- ur Landsbankans fyrir tilfærslunni hefðu verið. Vitneskja Landsbankans um hættuna af Icesave í Bretlandi í árs- byrjun 2008 virðist hins vegar ekki hafa haft þau áhrif að stjórnendur bankans stofnuðu dótturfélag utan um Icesave þegar byrjað var að bjóða upp á reikningana í landinu í maí árið 2008. Raunar var það svo, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 11. desember 2008, að ekki fyrr en í lok ágúst 2008 komst Landsbankinn að þeirri nið- urstöðu, eftir fund með hollenska seðlabankastjóranum sem lýst hafði yfir áhyggjum af örum vexti Icesave í Hollandi, að vinna ætti að því að færa starfsemi Icesave í Hollandi inn í dótturfélög. En þetta var rúmum mánuði fyrir fall íslenska bankakerf- isins og lokun Icesave-reikninganna í Hollandi og Bretlandi. Forsendur bankans „skuld- settu“ þjóðina Sigurjón Árnason tók í sama streng og Halldór þegar hann var inntur eftir því í Kastljósviðtali í byrj- un október 2008 af hverju Icesave- reikningunum hefði ekki verið kom- ið inn í dótturfélög í Bretlandi og Hollandi. Í viðtalinu sagði Sigurjón: „Til þess að þetta væri hægt að koma þessu yfir í dótturfélög þurfti auðvit- að að gera ákveðna hluti og til þess að það myndi ganga upp, séð út frá sjónarhorni Landsbankans, þurfti að vera hægt að gera þetta í ákveðn- um þrepum og skrefum til þess að aðrir lánasamningar Landsbankans myndu ekki rakna upp og þetta náð- ist ekki samkomulag um því miður ... En menn kannski voru bara of sein- ir til þess að leyfa okkur að gera það með þeim hætti sem við töldum að við þyrftum að gera þetta,“ sagði Sig- urjón í viðtalinu. Af orðum Sigurjóns og Halldórs að dæma sést að viðræðurnar við yfirvöld og eftirlitsaðila í Bretlandi enduðu ekki með því að Icesave- reikningunum væri komið inn í dótt- urfélag Landsbankans vegna þess að bankinn fékk ekki að gera það á þeim forsendum sem stjórnendur bankans vildu. Enn liggur hins vegar ekki fyr- ir hvaða forsendur og kröfur Lands- bankinn gerði svo Icesave-reikning- unum væri komið inn í dótturfélög. Landsbankinn var svo tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og skila- nefnd var sett yfir hann og Icesave- reikningnum í löndunum tveimur var lokað. Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu mikið fæst fyrir eignir Lands- bankans í löndunum tveimur en ábyrgðin sem íslenska þjóðin mun þurfa að gangast í vegna þess að stjórnendum Landsbankans láðist að koma reikningunum inn í dótt- urfélög nemur um 640 milljörðum króna. Eignir Landsbankans gætu dekkað 75 til 95 prósent af þeirri upphæð en afgangurinn mun falla á íslensku þjóðina. Samkvæmt mati skilanefndar Landsbankans frá því í febrúar gæti þessi upphæð numið um 70 milljörðum króna en það er talið vera nokkuð varfærið mat. Enn er þó ómögulegt að segja hver lendingin í Icesave-málinu verður því Icesave-samningarn- ir eiga eftir að fara fyrir Alþingi til staðfestingar. Gráu svæðin hans Sigurjóns Umræðan um aðkomu Sigurjóns Árnasonar að Icesave-reikningum Landsbankans er í nokkru samræmi við önnur mál sem komið hafa upp á ferli bankastjórans fyrrverandi þar sem hann hefur verið á gráu svæði í aðgerðum sínum. Ólíklegt er að Sigurjón og aðrir stjórnendur Landsbankans hafi brotið lög þegar þeir létu það ógert að koma Icesa- ve-reikningunum inn í dótturfélög í Bretlandi og Hollandi en óhætt er að segja að það hafi verið óábyrgt af þeim miðað við þau áhrif sem þetta aðgerðarleysi mun hafa á íslensku þjóðina á næstu árunum sem situr eftir skuldum vafin. Og það virðist sem íslenska þjóðin sé nauðbeygð til að greiða skuldir Landsbankans út af Icesave-reikningunum ætli hún sér að tilheyra samfélagi þjóðanna í ná- inni framtíð. Hversu mikil ábyrgð Sigurjóns og félaga hans í Landsbankanum er skal ósagt látið en ljóst er að fyr- irhyggjuleysi þeirra er að minnsta kosti hluti ástæðunnar eins og rannsókn á íslenska efnahagshrun- inu mun væntanlega leiða í ljós á næstu misserum. Meðal annars má nefna að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í umræðum um Icesave-samninginn á Alþingi á fimmtudag að ábyrgðin lægi fyrst og fremst hjá stjórnendum Lands- bankans. Þar er ábyrgð Sigurjóns Árnasonar nokkur svo ekki sé meira sagt því hann átti stóran þátt í því að gróðahagsmunir Landsbankans voru settir ofar hagsmunum heillar þjóðar þegar vélað var um Icesave- reikningana við erlend yfirvöld fyrir Nokkur ummæli Sigurjóns Árnasonar um Icesave: „Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn. Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!” Sigurjón talar um Icesave í viðtali sem bar yfirskriftina „Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur“. Fréttablaðið, 14. febrúar 2007 „Það tekur því ekki að svara svona ummælum, þetta er ekki svaravert... Við erum að keppa á okkar for- sendum og það gengur vel.“ Sigurjón svarar gagnrýni hollensks bankamanns á Landsbankann. Viðskiptablaðið, 8. júlí 2008 „Til þess að þetta væri hægt, að koma þessu yfir í dótturfélög, þurfti auðvitað að gera ákveðna hluti og til þess að það myndi ganga upp, séð út frá sjón- arhorni Landsbankans, þurfti að vera hægt að gera þetta í ákveðnum þrepum og skrefum til þess að aðrir lánasamningar Landsbankans myndu ekki rakna upp og þetta náðist ekki samkomulag um því miður ... En menn kannski voru bara of seinir til þess að leyfa okkur að gera það með þeim hætti sem við töldum að við þyrftum að gera þetta.“ Kastljósviðtal, 8. október 2008 Besta ársskýrslan Björgvin g. sigurðsson, þáver- andi viðskiptaráðherra, sést hér afhenda sigurjóni Árnasyni viðurkenningu fyrir bestu ársskýrslu ársins 2007. Mánuði síðar var bankinn hruninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.