Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 19
föstudagur 19. júní 2009 19Fréttir Öfgaflokkar sækja í sig veðrið og árásum fjölgar: Vaxandi kynþáttahatur Sigur Breska þjóðarflokksins, Brit- ish National Party, í kosningum til Evrópuþingsins í Bretlandi er ein af birtingarmyndum vaxandi útlend- inga- og kynþáttahaturs. Flokkur- inn hafði aldrei áður náð manni inn á Evrópuþingið en nú bar svo við að Evrópuþingmenn flokksins voru tveir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Miklar óvin- sældir Verkamannaflokks Gordons Brown höfðu eflaust áhrif á nið- urstöðuna en ljóst þykir einnig að fleiri eru reiðubúnir að greiða þeim atkvæði sem vilja berjast gegn út- lendingum og innflytjendum. Breski þjóðarflokkurinn sam- þykkir þá eina sem félagsmenn sem eru hvítir á hörund og hefur á stefnuskránni að flytja innflytjend- ur sjálfviljuga úr landi, þó reynd- ar megi skilja málflutning sumra forsvarsmanna flokksins þannig að innflytjendurnir þurfi ekkert endilega að vera mjög sjálfviljugir í flutningunum. Frétt sem birtist á heimasíðu Breska þjóðarflokksins á fimmtu- dag sýnir kannski muninn á for- gangsröðun þeirra og margra annarra. Meðan fjölmiðlar voru undirlagðir af frásögnum um árás- irnar á sígaunana í Belfast tiltók Breski þjóðarflokkurinn að sígaun- ar nytu meiri réttinda í breska heil- brigðiskerfinu. Sigur Breska þjóðarflokksins er ekkert einsdæmi. Breski sjálf- stæðisflokkurinn bætti einnig við sig fylgi og það gerðu fleiri flokkar hægri öfgamanna í Evrópu. Eins og sjá má annars staðar í þessari umfjöllun hefur haturs- glæpum fjölgað verulega á Norður- Írlandi hin síðari ár. Nú er svo kom- ið að í viku hverri eru að meðaltali kærðar tuttugu árásir til lögreglu þar sem kynþátta- eða útlend- ingahatur er talið vera kveikjan að árásinni. Þrátt fyrir tíðar árásir á útlend- inga í Írlandi undanfarið er ljóst að þeir þurfa ekki að vera margir til að fara í taugarnar á kynþátta- og útlendingahöturum. Innan við þúsund Rúmenar búa á Norður-Ír- landi. Sígaunar hafa hins vegar ver- ið sýnilegir í Belfast síðustu tvö árin og það hefur farið fyrir brjóstið á sumum. Þá leiddi könnun Háskól- ans í Ulster í ljós að af 23 þjóðum væru Norður-Írar sú þjóð þar sem hlutfallslega flestir væru haldnir ýmiss konar fordómum. Algeng- astir voru fordómar í garð samkyn- hneigðra, en næstir í röðinni voru fordómar gagnvart innflytjendum og farandverkamönnum. Á flótta í Belfast Þessi börn misstu heimili sín tímabundið eftir árásir öfga- manna. Hefðu áður barið kaþólikka Meðal þeirra sem hafa verið tald- ir standa að baki árásunum á inn- flytjendur eru ungir mótmæl- endur enda hafa flestar árásirnar verið gerðar í suðurhluta Belf- ast. Þannig hefur því verið haldið fram að unga fólkið sem núna fær útrás fyrir reiði sína með því að ráðast á innflytjendur hefði fyr- ir nokkrum árum ráðist á kaþól- ikka. Átök mótmælenda og kaþ- ólikka heyri hins vegar að mestu sögunni til en þess í stað sé ráðist á innflytjendur. Óvissa um framtíðina Eftir að fjölskyldurnar tuttugu, sex- tíu fullorðnir og fjörutíu börn, þar á meðal eitt fimm mánaða gamalt, höfðu hvílst og nærst í kirkjunni þar sem þær fengu skjól fylgdi lögreglan þeim á næsta dvalarstað. Skamm- tímahúsnæði var fundið þar sem fólkinu var sagt að það gæti dvalist í allt að viku áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Leynd ríkti yfir áfangastaðnum því lögregla vildi tryggja að útlendinga- og kyn- þáttahatarar réðust ekki á fólkið. Sendiherra og aðalræðismaður Rúmeníu á Bretlandseyjum fóru til Belfast til að ræða málin. „Við erum hér til að reyna að bæta samskipt- in milli samfélaga okkar og þjóð- félaga, ekki til að eyðileggja neitt,“ sagði Mihai Delcea, aðalræðismað- ur Rúmeníu. „Þau eru örugg hér og ég hef ekki heyrt neitt neikvætt frá öðrum Rúmenum hér.“ SKELFINGIN Í BELFAST Kynþátta- og útlend- ingahatur blossaði upp í Belfast með svo miklum látum að um hundrað manns þurftu að flýja heimili sín. Ungir mót- mælendur, sem áður hefðu ef til vill ráðist gegn kaþólikkum, grýttu heimili þeirra og hótuðu að myrða börn og fullorðna. Hættan flúin Þessar mæðgur dveljast á leynilegum stað ásamt hundrað öðrum innflytjendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.