Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 48
föstudagur 19. júní 200948 Lífsstíll Exótísk Eva Leikkonan Eva Mendes hefur á undanförnum misserum verið ein helsta fyrirsæta bandaríska hönnuðarins Calvins Klein. í nýjustu auglýsingaherferð kappans má sjá Evu fáklædda ásamt fyrirsætunni jamie dornan. Myndirnar þykja einstaklega kynþokkafullar. Myndirnar eru teknar af hinum virta steven Klein og má sjá Evu og jamie fáklædd og útötuð í olíu. Haustið hjá sænska tískurisanum verður heldur betur viðburðaríkt. Divided-línan er ákaflega djörf að þessu sinni og einkennist mikið af mótorhjólalúkkinu. Auk þess hefur HM hafið samstarf við skóframleið- andann Jimmy Choo sem mun koma til með að hanna skó og aukahluti fyrir haustið. Aðalhaust/vetrarlína HM er einnig stórglæsileg en hún hefur svolítið fallið í skuggann af Di- vided-línunni og Jimmy Choo-frétt- unum. Á meðfylgjandi myndum má sjá haustlínuna í bland við Divided- línuna og er óhætt að segja að haust- ið með HM verði afar spennandi. Vonandi styrkist krónan með haust- inu svo við Íslendingar getum ferðast til útlanda og kíkt í uppáhaldsbúðina okkar. uMsjón: KoLbrún páLína hELgadóttir, kolbrun@dv.is Upp að altarinU? fatahönnuðurinn Marc jacobs er sagður ætla að ganga í heilagt hjónaband á allra næstu dögum. brúðkaupið mun fara fram í bænum province í Massachusetts sem er vinsæll giftingarstaður meðal samkynhneigðra þar sem Massachusetts-fylki leyfði samkynhneigðum að gifta sig fyrir fimm árum. jacobs og unnusti hans Lorenzo Martone hafa verið saman í um eitt ár og er Martone ættaður frá brasilíu. Ef orðrómurinn um væntanlegt brúðkaup er sannur má búast við stjörnum prýddu brúðkaupi. Missir fEgUrðar- gljáann gisele bundchen er ein af síðustu ofurfyrirsætunum sem selur enn á forsíðum tískublaðanna sem í dag notast einungis við leikkonur. gisele prýddi forsíðu Vanity fair árið 2007 og var sú forsíða sú þriðja mest selda það árið. hún prýddi aftur forsíðu blaðsins núna í maí en í þetta sinn voru sölutölurnar ekki jafngóðar. blaðið var það minnst selda það sem af er árinu. Það sama má segja um harper´s bazaar. hún pósaði á forsíðu þess í nóvember í fyrra og seldist blaðið lítið sem ekki neitt. hver gæti svo sem ástæðan verið. jú, talskona Vanity fair útskýrði þetta á mjög einfaldan máta: „Kannski er hún að missa fegurðargljáann?“ Tískuráð Bandaríkjanna stendur fyrir árlegri verðlaunahátíð þar sem helstu hönnuðir vestanhafs eru heiðraðir. Allar helstu stjörnur og fyrirsætur heims láta sig ekki vanta á þessa verðlaunahátíð sem er löngu orðin ein sú skemmtilegasta í tískubransanum. Hin árlegu verðlaun Tískuráðs Banda-ríkjanna voru veitt með glæsibrag í New York á dögunum þar sem helstu hönnuðir Vestanhafs voru heiðraðir. Italo Zucchelli fyrir Calvin Klein og Scott Sternberg fyrir Band of Outsiders deildu verðlaunum sem karlafatahönnuðir ársins og Rodarte hlaut heiðurinn fyrir kvenfatahönnun ársins. Proenza Schouler tók heim heiðurinn sem aukahlutahönnuður ársins. Karlhönnuður ársins var Tim Hamilton en í kvennaflokknum var það Alexander Wang sem hlaut toppheið- urinn. Swarovski-verðlaun ársins fyrir auka- hluti fékk Justin Giunta fyrir Subversive Jewel- ry. Vinsældaverðlaunin hlaut Ralph Lauren. HönnUðirHEiðraðir Flott teymi justin timberlake og anne Wintour spjölluðu saman á verðlaunahátíðinni. Flott lúkk hönnun helstu hönnuða heims. Glæsileg jason Wu ásamt Kerry Washing- ton og diane Kruger. Swaroski-verðlaunahafar justin giunta, alexander Wang og tim hamilton ásamt blake Lively og nadiu swarovski. Glæsileg jason Wu ásamt Kerry Washingt- on og diane Kruger. Flott saman Zac posen og doutzen Kroes. Gullfalleg í appelsínugulu ashley olsen er alltaf smekklega til fara. Agyness Deyn Er alltaf flott. Spennandi tímar hjá sænska tískurisanum: haustið með hM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.