Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 24
föstudagur 19. júní 200924 Umræða Glundroði oG iceslave Jahá, svo það eru 40 ár síðan menn lentu fyrst á tunglinu? Svo langt síðan, já, þú ert alveg viss um það? 40 ár, svei mér þá!Þó man ég þetta nánast eins og það hefði gerst í gær. Ég var einn af fáum Íslendingum sem horfðu á tungllendinguna í beinni útsendingu í sjón- varpi. Árið 1969 voru ekki nema þrjú ár síð- an íslenska sjónvarpið hóf útsendingar og beinar útsendingar frá merkisatburðum í útlöndum voru ekki á dagskrá. Hvað þá frá öðrum himinhnöttum. Ég var hins vegar staddur í útlöndum, í Skotlandi nánar tiltekið, í heimsókn hjá Magnúsi Magnússyni sjónvarpsmanni og fjölskyldu hans. Magnús og pabbi voru miklir vinir og því var ég sendur þangað í heimsókn sumarið 1969, níu ára gamall. Magnús var mikið að heiman vegna vinnu svo ég var mest í um- sjón Mamie konu hans og krakkanna. Þau töluðu ekki íslensku og ég nátt- úrlega enga ensku, svo ég var svolítið einangraður þennan tíma, en kunni þó ljómandi vel við mig. Og fannst einna verst að geta ekki spurt þau Mamie og krakkana ná- kvæmlega út í hvað væri að gerast á tunglinu. Ég hafði mikinn áhuga á himingeimnum og geimrannsóknum. Aðeins sex ára gamall fékk ég barnablaðið Æskuna sent til Grikklands, þar sem fjölskyldan bjó einn vetur, og í blaðinu las ég með mestri áfergju greina- flokkinn „Sólkerfið okkar“. Og ákvað að verða geimfari svo ég gæti sjálfur ferðast um þær reikistjörn- ur og tungl sem lýst í greinunum í Æskunni. Og í huganum var ég þegar búinn að fara margar ferðir og hitta fyrir und- arlegar skepnur á framandlegum hnöttum sem gengu um tvær sólir. Og þar sem himinninn var gulur og grasið blátt. Þessi árin voru geimferðir býsna áberandi, enda hluti af áróðurs-stríði stórveldanna. Bandaríkjamenn voru þar að taka afgerandi forystu. Rússar höfðu unnið mest afrek framan af, en þeir áttu ber-sýnilega engin svör við Apolló-áætluninni sem stefndi þráðbeint til tunglsins á hinni risastóru Satúrnus V-eldflaug. Um jólin 1968 hafði ég fylgst af athygli og aðdáun með Apolló 8. sem flaug umhverfis tunglið, fyrst mannaðra geimfara, og ef einhver hefði verið nógu sniðugur til að fara að gefa út myndaspjöld með geimförum hefði ég lagt flest í sölurnar til að eignast slík spjöld. Rétt eins og strákar nútildags safna myndum af fótboltaköppum. Frank Borman leiðtogi Apolló 8. var minn uppáhaldsgeimfari, en ég hafði litla athygli veitt þessum Neil Armstrong sem sumarið 1969 var valinn til að verða fyrsti maðurinn sem steig fæti sínum á tunglið. Þessa daga hjá Mamie Magnusson og krökkunum í Skotlandi reyndi ég eftir fremsta megni að fylgjast með hinni væntanlegu tungllendingu, en hafði engan orðaforða til að spyrja gestgjafa mína út í málið. Ég reyndi að hlusta á fréttir en skildi þó harla fátt. Dul-arfyllst þótti mér þegar ég þóttist heyra að rússneskt geimfar að nafni Lúna væri líka á leiðinni til tunglsins, að því er mér heyrðist í beinni samkeppni við Apolló-geimfar Bandaríkja- mannanna. Ég gat hins vegar engan spurt og það var ekki fyrr en löngu síðar að ég gat flett upp sannleikan- um um þetta rússneska geim- far. Þá reyndist þetta hafa verið ómannað far, Lúna 15, sem ætlað var að lenda á tunglinu og skjót- ast svo þaðan aftur með sýnis- horn af tungljarðvegi. En það fór í handaskolum og Lúna brotlenti og heyrðist ekki frá henni framar. Á meðan var ferð Apolló 11. samfelld sigurför. Og ég var rifinn upp um miðja nótt þarna á heimili Magnúsar og Mamie rétt utan við Glasgow til að horfa á lendinguna. Og þá brá svo undarlega við að þar sem ég lá níu ára gamall á gólfinu og horfði á mann stíga á tunglið í fyrsta sinn í óskýru svarthvítu sjónvarpi, þá fannst mér þetta allt heldur ómerkilegt. Þau töluðu saman af áfergju, Mamie og krakkarnir, áköf og glöð yfir þess- um áfanga í sögu mannsins, en mér var eiginlega nokkurn veginn sama. Það var skrýtin tilfinning, miðað við að ég hafði talið mig sérstakan áhugamann um geimferðir og geimrannsóknir. En sennilega var ég bara kominn í huganum miklu lengra en til tunglsins. Svo mikið hafði ég lesið um himinhnetti sólkerfisins að ég vissi orðið fullvel að ekkert líf var á tunglinu. Það var og er ekki annað en risa-stór bolti úr ryki.Minn hugur stefndi annað og lengra. Tunglið var of lítið og of líf- laust fyrir mig. Ég var meira að segja að verða kominn út fyrir sólkerfið; jafnvel Venus og Mars sýndist mér að væru ekki mjög spennandi hnettir, þar sem litlar lík- ur væru á að þar þrifist líf. Og líf á öðrum hnöttum var jú það sem allt snerist um í mínum huga. Ein- hverjar jarðfræðilegar uppgötvanir sem geimfararnir á Apolló 11. gerðu fannst mér ekki mjög spennandi. Og því var það að ég nennti varla að horfa á alla útsendinguna til enda. Ég, sjálfur áhugamaðurinn um geimferðir! Kannski eru ferðalög í huganum alltaf meira spennandi en raunveruleg ferðalög. FERÐIN TIL TUNGLSINS Í morgun átti ég að vera á þremur fundum samtímis eins og oft virðist koma upp, sér í lagi þegar stór málefni eru á dagskrá. Ég var mætt á fund um ESB hjá utanríkismála- nefnd rétt fyrir níu og fékk sms um að það væri þingflokksfor- mannafundur klukk- an 10.15 en á sama tíma var ég boðuð á formannafund upp í forsætisráðuneyti. Ég laumaðist því af fundi utanrík- ismálanefndar og fékk starfsmann til að fara með miða inn í fjárlaganefnd til Þórs um að hitta mig á ganginum til að tryggja að hann færi í minn stað á þingflokks- formannafund. Á sama tíma reynd- um við að átta okkur á þróun- inni á Icesave- umræðunni, ljóst var að sumir höfðu að- gang að samningnum þótt enn hefði hann ekki verið lagður fyrir utanrík- ismálanefnd, ríkisstjórn eða þingheim. Ég hljóp síðan upp í forsætisráðuneyti og fékk þar afar niðurdrepandi plagg afhent um yfirvof- andi niðurskurð. Mikið er ég fegin að hafa ekki þurft að taka þátt í þessu blóð- uga verkefni. Kannski væri ekki svo vitlaust fyrir ríkisstjórnina hæstvirtu að horfast í augu við vanmátt sinn og biðja um niðurfellingar á skuldum þjóðarbúsins. Steingrímur og Sigmundur Það er pínulítið kaldhæðnislegt að fylgjast með gagnrýni Steingríms J. á Sigmund Davíð, það er eins og hann sjái sjálfan sig í honum og það virðist fara alveg rosalega mikið í taugarnar á honum. Hann kallar Sigmund Davíð dóms- dagsspámann þegar hann gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir sofandahátt en þessi pirringur er bara eitthvað svo grát- broslegur því Steingrímur var auðvitað meistari í heims- endaspám þegar hann var í stjórnarandstöðu sem svo reyndust réttar marg- ar hverjar. Mér finnst að hann ætti einmitt að leggja vel við hlust- ir þegar verk hans eru gagnrýnd – því það sem hann er að kljást við er hreinlega ekki í mannlegu valdi að gera án þess að gera mistök. Eftir þennan fund hljóp ég á fund með þinghópnum mínum enda orðin of sein á hann. Þór mætti gal- vaskur með spýtna- brak úr húsinu sem jafnað var við jörðu í gær úti á Álftanesi. Ætlaði víst að afhenda Jóhönnu það en við töluðum hann af því enda viðeigandi að hengja þetta upp á vegg í þinghópsherberginu. Hon- um var þó runnin reiðin sem hann fylltist af í gær þegar hann varð vitni að þessum gjörningi og fann reiðina hjá þeim sem urðu vitni að eyðileggingunni, reiðin beindist fyrst og fremst að þeirri vonlausu stöðu sem þjóðin virðist standa frammi fyrir. Þetta er ekki sú skjaldborg sem fólk hélt að Jó- hanna myndi slá um þjóðina. Útburður átti víst ekki að taka gildi fyrr en í haust. Kannski er snjallara að bera fólk út á götu að sumrinu til – betra veður og meiri bjart- sýni. Reiðin virðist vera að stigmagnast og ég held að hún muni aðeins vaxa ef bankaræningjarnir fá að ganga laus- ir mikið lengur og halda áfram að kaupa sér fyrirtæki á brunaútsölu. Indefence-fulltrúar mættu á fund með okkur fyrir há- degi og var sá fundur afar gagnlegur – frábært það starf sem þessi hópur hefur verið að sinna. Ég fékk líka símtal frá Herði Torfa – hann ætlar að halda mótmæli á laugar- daginn. Ég er ánægð með það. Tek hatt minn ofan fyrir honum eins og alltaf. Eftir miklu fleiri fundarstönd var ljóst að ytri þrýstingur og leki í blöðin varð til þess að þjóðin fær að sjá Icesave-samninginn og þingið fær að taka upplýsta ákvörðun. Þessi dagur byrjaði á því að ég vaknaði um fimm til að klára yfirlestur á grein og svara þeim ógrynnum af tölvupósti sem mér berst. Síðan hófust hlaupin á milli funda eins og flestir dagar þróast á óskipulagðasta vinnustað landsins. Ég er enn á hlaupum þótt ég hafi skotist niður í þing- flokksherbergi til að skrifa þennan pistil. illuGi Jökulsson skrifar. HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.