Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 12
föstudagur 19. júní 200912 Fréttir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið mikið í umræðunni á síðustu dögum og vikum út af nokkrum að- skildum málum. Kastljósið hefur beinst að Sigurjóni vegna aðkomu hans að Icesave-innlánsreikning- unum, en bankastjórinn fyrrverandi hefur oft verið sagður maðurinn á bak við þá. Eins hefur hann verið í fréttum fyrir að hafa lánað sjálfum sér 70 milljónir af eigin lífeyrissparn- aði og loks fyrir að hafa látið mág- konu sína leppa kaup á 15 milljóna króna Benz-sportbíl sem verið hafði í eigu Landsbankans fyrir hrun og hann hafði haft afnot af. Fyrir vik- ið og vegna lykilstöðu hans í Lands- bankanum gamla er Sigurjón orð- inn einn af tákngervingum íslenska efnahagshrunsins. DV skyggndist inn í feril Sigur- jóns á liðnum árum og komst að því að ýmis grá svæði eru í fortíð banka- stjórans fyrrverandi. Lét Stúdentaráð borga stöðu- mælasektirnar og blómvendi fyrir kærustuna Sigurjón Árnason gegndi fyrst ábyrgðarstöðu þegar hann varð for- maður Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands fyrir hönd Vöku árið 1990. Þá varð það mikið hneykslismál innan háskólans þegar upp komst að Sig- urjón hafði látið Stúdentaráð greiða fyrir sig stöðumælasektir í stórum stíl. Sigurjón mun hafa útskýrt þetta sem svo að það hefði verið eðlilegt að Stúdentaráð borgaði stöðumæla- sektirnar þar sem hann hefði ver- ið að vinna fyrir Stúdentaráð þegar hann fékk þær. Eins kom það upp úr dúrnum að Sigurjón hafði látið Stúd- entaráð greiða fyrir blómvendi sem hann færði þáverandi kærustu sinni. Þegar nýr meirihluti Röskvu tók við Stúdentaráði eftir valdatíð Sigur- jóns kom það svo á óvart að búið var að eyða gögnum um bókhald ráðs- ins út af tölvum þess. „Það var búið að hreinsa allt út af öllum tölvun- um og öll gögn um bókhald ráðsins fundust ekki,“ segir heimildarmaður blaðsins en Vaka hafði þá verið með meirihluta í Stúdentaráði um nokk- urra ára skeið þegar Röskva tók við völdum í ráðinu. Sigurjón skipti sér af smæstu atriðum í Landsbankanum Sigurjón var almennt séð vinsæll í Landsbankanum á meðan allt lék í lyndi fyrir hrunið þó svo að ein- hverjum eldri starfsmönnum þætti hann vera fljótfær. Sigurjón hafði komið inn í bankann frá Búnað- arbankanum skömmu eftir einka- væðingu hans árið 2003. Koma Sig- urjóns í Landsbankann var hluti af „bankamannaráninu“ svokallaða þegar nýir eigendur Landsbankans „stálu“ 26 starfsmönnum frá Bún- aðarbankanum, líkt og Guðni Th. Jóhannesson greinir frá í bók sinni um íslenska efnahagshrunið. Fyrrverandi starfsmaður Lands- bankans, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að Sigurjón hafi ver- ið mjög sanngjarn í garð starfsfólks og ævinlega borið hag þess fyrir brjósti. Heimildarmaðurinn segir að Sigurjón hafi meðal annars redd- að fyrrverandi starfsmanni Lands- bankans, sem sagt hafði verið upp starfi í bankanum, öðru starfi því honum hafi þótt leiðinlegt að bank- inn þurfti að segja honum upp. Heimildarmaðurinn segir að Sigurjón hafi lagt mikið upp úr því að eiga í góðum samskiptum við starfsmenn bankans, allt frá helstu stjórnendum til gjaldkeranna, því hann hafi viljað vita hvað var á seyði í bankanum og taka púlsinn á starf- mönnunum. Annar fyrrverandi starfsmaður bankans segir að Sig- urjón hafi skipt sér af smæstu atrið- um í rekstri bankans og að það hafi stundum verið um of. „Hann var kannski með puttana í of mörgu. Þetta gerði það kannski að verkum að vinnuálagið á honum var orð- ið of mikið undir það síðasta,“ segir starfsmaðurinn sem hætti í bankan- um skömmu eftir efnahagshrunið í haust. Viðmælendum DV ber saman um að þrátt fyrir þá umræðu sem verið hefur um Sigurjón í samfélaginu eft- ir efnahagshrunið sé hann alls ekki slæmur maður. „Hann Sigurjón er, þrátt fyrir allt, góður maður sem yf- irleitt kemur vel fram við fólk,“ seg- ir annar starfsmaðurinn fyrrverandi og bætir því við að Sigurjón hafi haft yfir sér föðurlega og alþýðlega ímynd meðal starfsmanna bankans. „Hann var eiginlega hjartað í bank- anum og var tvímælalaust leiðtogi hans sem dreif fólk áfram með sér því hann hafði svo mikinn áhuga á því sem hann var að gera,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Eldklár en takmarkaður reikningshaus Sigurjón þykir afar duglegur og vinnusamur maður - stundum jafn- vel um of - og lýsir einn heimildar- manna honum sem eldhuga. Annar af fyrrverandi starfsmönnum Lands- bankans segir til dæmis að Sigurjón hafi unnið mjög langa vinnudaga í bankanum meðan hann stýrði hon- um og einnig unnið mikið heima hjá sér. „Maður sá hann oft ganga um gangana með fangið fullt af skjölum sem hann var að fara að lesa,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi en sagan segir að eitt af því sem stungið hafi í stúf í stofunni hjá Sigurjóni á heimili hans í Granaskjóli hafi verið papp- írstætari sem hann notaði til að eyða skjölum sem hann hafði tekið með sér heim úr bankanum og ekki máttu komast í umferð. Dugnaður Sigurjóns náði ekki eingöngu til atvinnu hans því hann þótti afar góður námsmaður, „séní á bókina“ eins og einn viðmælandinn segir. Meðal annars hlaut hann Full- bright-styrk til að læra í Bandaríkj- unum að loknu námi í véla- og iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands. Einn af viðmælendum DV segir að Sigurjón sé afburðagreindur maður. „Hann er mikill reikningshaus og er klár maður á mjög mörgum sviðum,“ segir viðmælandinn en Sigurjón þyk- ir vera mikill kennari í sér og oft á tíð- um tók hann yfir fundi í Landsbank- anum til að útskýra hlutina í þaula. Þessi eiginleiki Sigurjóns hefur án efa nýst honum vel í starfi hans hjá Háskólanum í Reykjavík eftir efna- hagshrunið þar sem hann kenndi inngangsnámskeið í fjármálaverk- fræði en Sigurjón var ráðinn inn í skólann vegna kunnáttu sinnar og þekkingar á fjármálum. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er tvímælalaust einn af helstu áhrifavöldunum í íslenska efna- hagshruninu. Hann var einn af arkitektunum á bak við Icesave- reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi sem íslenska þjóðin þarf að ábyrgjast fyrir um 650 milljarða króna. Sigurjón varði Icesave-reikningana fram að hruninu og lét það ógert að koma þeim í dótturfélög vegna þess að það hentaði ekki forsend- um Landsbankans. Sigurjóni er lýst sem fluggreindum manni sem oft láti kappið hlaupa með sig í gönur og fari inn á grá svæði líkt og ýmis dæmi af ferli hans sýna í nærmynd DV. GRÁ SVÆÐI SIGURJÓNS NÆRMYND Stjórnendur Landsbankans sigurjón Árnason sést hér ásamt hinum bankastjóra Landsbankans, Halldóri j. Kristjánssyni, og stjórnarformanni bankans, Björgólfi guðmundssyni. sigurjón og Halldór létu ógert að koma Icesave-reikningunum í dótturfélög í Bretlandi og Hollandi af því að það hentaði ekki forsendum bankans. Fluggreindur og kappsamur sigurjóni Árnasyni er lýst sem fluggreindum en afar kappsömum manni af viðmælendum dV. Margar af ákvörðunum hans þykja bera vott um fyrirhyggjuleysi og því sé hann oft á gráu svæði. IngI F. VILhjÁLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Hann hlustar ekki mikið á aðra auk þess sem alls ekki allir treysta sér til að mótmæla Sigurjóni þeg- ar hann hefur ákveðið eitthvað því hann er svo dómínerandi karakter... Allir í bankanum treystu dómgreind hans líka mjög vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.