Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 46
föstudagur 19. júní 200946 Helgarblað HIN HLIÐIN Nautnaseggur og karókímeistari Nafn og aldur? „Erna Bergmann Björnsdóttir, 26 ára.“ Atvinna? „Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sem vinnur í bestu búðinni í bænum, Kronkron, ásamt því að vera umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Mónitors sem fer í loftið á Skjá einum 24. júní.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með Ködda Hristbjörns.“ Fjöldi barna? „Núll.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, ég er mikil hundakona og á tvo síberíu-husky- hunda, feðgana Storm og Garra, og ég ólst upp með collie-hundinum Rex.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Megas og Senuþjófana ásamt Rolling Stones Tribute Band sama kvöldið.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Var gómuð með fölsuð skilríki hérna um árið.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Í augnablikinu er það blazer-jakki sem ég hann- aði fyrir útskriftarsýninguna mína frá LHÍ. Hann er einmitt það sem mig vantaði í fataskápinn og er sjúklega töff.“ Hefur þú farið í megrun? „Ég hef farið í aðhald, er alltof mikill nautnasegg- ur fyrir alvöru megrun.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, það hef ég ekki gert.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, ég trúi á líf eftir dauðann og endurfæðingu sálarinnar.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Leyndó, of vandræðalegt. Við getum sagt að Skítamórall eigi hlut að máli.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Vá, ég á svo rosalega mikið af uppáhaldslögum og það fer tvímælalaust eftir stemningu, en Time of The Season með Zombies kveikir allsvakalega í mér og mér finnst það mjög eggjandi.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Tvímælalaust til þess að flytja og endurkomu plötusnúðadúettsins E&E Crew á Prikinu næsta laugardagskvöld.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Almost Famous.“ Afrek vikunnar? „Fann mér huggulega íbúð á besta stað í bænum.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, og finnst það mjög spennandi.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég fékk langþráðan gítar í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Lærði tvö lög og sleit streng. Ég hef ekki lagað strenginn síðan þá, en gripurinn hefur komið að góðum notum þegar við vinirnir spilum Popppunkt. En hins vegar hef ég spilað á ýmsa plötu- og geislaspilara í gegnum tíðina.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já, ég er hlynnt því að Ísland gangi í ESB og þá aðallega vegna stöðu stúdenta. Með inngöngu okkar í Evrópusambandið gefur það nemendum mun fleiri tækifæri þar sem skólagjöld erlendis munu lækka til muna.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskylda, vinir, ást og hamingja.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Katrínu Jakobsdóttur. Finnst hún vera algjör snillingur.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég væri til í dinner með Vivienne Westwood. Hún er í miklu uppáhaldi og gæfi mér án efa mik- inn innblástur.“ Hefur þú ort ljóð? „Ég skrifaði mikið af mjög djúpum ljóðum þegar ég var með unglingaveikina.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég er alltaf að prakkarast, djóka og bulla.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Nemendur mínir í Jazzballettskóla Báru sögðu mig einu sinni vera blöndu af Lindsey Lohan og Silvíu Nótt. Ég var ekki að fíla það.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Meistari í karóki og bý til bestu kósí mix-teip í heimi.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Það eru kostir og gallar. Pass.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Rúmið mitt! Það er einum of þægilegt.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Bursta tennur og hár.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Nýta hugvit og sköpunarkraft þjóðarinnar ásamt því að brosa.“ Fatahönnuðurinn Erna BErgmann Björnsdóttir Er umsjónarmaður sjón- varpsþáttarins mónitors sEm hEFur göngu sína aðra hElgi á skjá Einum. hún var Eitt sinn gómuð mEð Fölsuð skilríki og skriFaði Fullt aF ljóðum þEgar hún var mEð unglingavEikina. mynd kristinn magnússon 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf H u g sa s é r! S. 562 2104 Varahlutaverslunin Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is Pakkningar ... á Dalveg 16a Sími: 554 3430 Erum fluttir... Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.