Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 23
föstudagur 19. júní 2009 23Umræða Hver er maðurinn? „Björgvin Páll gústavsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn í Kópavogi en fæddur á Hvammstanga.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er auðvitað jólamáltíðin. Hún stendur fyrir sínu. svona hvers- dagslega er það steiktur fiskur að hætti Karenar, kærustunnar minnar.“ Ertu duglegur í húsverkunum? „já, ég verð að segja það. “ Hvað eldaðir þú síðast? „sauð mér fisk.“ Hvar langar þig helst að búa? „næstu tíu til fimmtán árin vil ég búa á mörgum stöðum í atvinnumennsk- unni. svo vil ég búa á íslandi það sem eftir er.“ Áhugamál utan handboltans? „íþróttir almennt.“ Af hverju markvörður? „Ég veit það ekki. Eftir fyrstu æfingu fór ég bara í markið. Ég vil þó meina að ég sé mjög góður útispilari líka og frábær vítaskytta.“ Hvernig undirbjóstu þig fyrir leikinn gegn Makedóníu? „Ég undirbjó mig mjög vel. Ég fór á argentínu steikhús með kærustunni minni, Loga geirssyni og kærustunni hans ásamt tveimur Þjóðverjum og borðaði þar frábæra sjö rétta máltíð. Eftir það fór ég heim og lá yfir skot- um Makedóníumannanna í 2–3 tíma áður en ég fór að sofa. En argentína var frábær og sá staður á mikið skilið fyrir mína frammistöðu.“ Hvernig er að spila fyrir fullri Laugardalshöll á þjóðhátíðar- deginum? „Það er auðvitað engu líkt og upplifun sem er forréttindi að fá að þaka þátt í. geðshræringin er algjör frá a–ö og krafturinn sem stuðningsmenn veita okkur er magnaður. Væri gott gull silfri betra á EM í Austurríki? „auðvitað, já.“ Hvað finnst þér um aðgerðir mannsins sem eyðilagði Húsið á álftanesi með beltagröfu? „Mér leist mjög vel á þetta. Þetta vekur bankana til umhugsunar. Ég held samt að það eigi ekki fleiri eftir að feta í þessi sömu spor.“ KristjÁn sigurðsson 39 ára vErKstjóri „Ég stend með honum í þessu. Ég myndi hiklaust gera þetta líka. Það verður einhver að stíga fram og sýna að það er ekkert verið að gera fyrir okkur.“ gísLi KristjÁn jónsson 45 ára öryrKi „Mér leist vel á þetta. Þetta er flott framtak hjá honum. Ég hugsa að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Þetta er líklega bara byrjunin.“ BjörK HAfLiðAdóttir 44 ára KEnnari „Þetta var kúl. svona á að gera þetta. Ég hefði reyndar ekki gert þetta sjálfur en þetta sýnir bara hvað fólk getur orðið reitt. Ég er ekki hissa á þessari reiði.“ Árni MArs friðgEirsson 55 ára vErKtaKi Dómstóll götunnar BjörgVin pÁLL gústAVsson var frábær í marki íslands sem lagði Makedóníu í Höllinni á 17. júní og tryggði sér farseðilinn á EM í austurríki í janúar á næsta ári. er frábær vítaskytta „Ég er ekki stolt af honum en ég skil hann samt. Það er komið að þessu hjá sumu fólki að missa stjórn á sér.“ Kristný stEingríMsdóttir 21 árs HásKóLanEMi maður Dagsins Er Gunnar I. Birgisson í Kópavogi jafnréttisfrömuður? Ekki aðeins hefur hann aukið atvinnutækifæri ungra kvenna sem vilja stunda list- dans, heldur hefur hann einnig séð til þess að dóttir hans þurfi hvorki að gjalda kyns síns né faðernis á framabrautinni. Rétt eins og Árni Johnsen sagði af sér í þjóðleikhúsnefnd en ætlaði að sitja áfram á Alþingi eftir að hafa stolið frá skattborgurunum ætlar Gunnar nú að segja af sér sem bæj- arstjóri en sitja áfram sem bæjar- fulltrúi. Ef til vill mun hann komast upp með það. Nú sem þá eru helstu rökin fyrir því að sækja hann ekki til saka þau að „allir gera þetta“. Því miður er mikið til í því, en einhvers staðar þarf að byrja að taka til og hvers vegna ekki í Kópavoginum? Þó að fæstir vilji kannast við það þessa dagana var það samt svo að út- rásarvíkingarnir nutu mikils stuðn- ings meðal þjóðarinnar. Ástæða þess var ekki aðeins blind græðgi, heldur einnig sú að mörgum fannst hin nýríka stétt vera einhvers konar andsvar við því klíku- og flokksveldi sem hér hefur ríkt svo lengi, þar sem allir sem það geta hygla sínum nán- ustu. Það var þó skammvinn lausn, rétt eins og heróín var fundið upp sem lækning við morfíni reyndist lækningin vera verri ein meinið. Nú gengur þjóðin öll í gegnum meiri- háttar fráhvarfseinkenni, en eft- ir situr hið upprunalega mein. Það er vonandi að siðferði þjóðarinnar fari batnandi á þessum síðustu og verstu, en hætta er á að þegar hart verður barist um störfin muni þeir enn ganga fyrir sem eiga ættingja á réttum stöðum. Kastakerfið á íslandi Margt hefur breyst til hins betra undanfarin ár hvað varðar jafn- rétti kynjanna á atvinnumarkaðn- um. Líklega er það mun algengara að fólk sé ráðið sökum frændsemi heldur en kyns. Í fljótu bragði virð- ist sem þjóðfélag þar sem menn hygla dætrum sínum jafnt sem sonum sé örlítið sanngjarnara, að minnsta kosti hvað dæturnar varð- ar. En það gagnast þó aðeins þeim dætrum sem búa svo vel að eiga ríka pabba. Flestar aðrar konur eru eins og karlarnir dæmdar til þess að gegna sömu eða svipuðum stöðum og foreldrar þeirra, hvaða hæfileika sem þær annars kunna að hafa. Rétt eins og á Indlandi ríkir hér strangt kastakerfi. Þar í landi var kona kos- in forsætisráðherra 43 árum áður en slíkt gerðist hér. En svo vildi til að hún var dóttir fyrrverandi forsætis- ráðherra. Grundvallarvandamál Íslands er ekki feðraveldið, heldur feðgaveldið. Feðgaveldið er ekki aðeins ósann- gjarnt gagnvart þeim einstakling- um sem þurfa að víkja fyrir vanhæf- ari starfskrafti, heldur hlýtur það að vera slæmt fyrir þjóðfélagið í heild að hæfasta fólkið skuli ekki ráðið í hverja stöðu. Nú, þar sem við getum ekki lengur sagt blygðunarlaust að Ísland sé besta land í heimi er tíma- bært að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar. Margt líkt með skyldum Það er ekki nóg að þeir sem ausa fé í börn sín úr ríkis- eða bæjarsjóð- um víki, heldur þarf algera viðhorfs- breytingu. Kalla þarf spillingu sínu rétta nafni, í stað þess að líta á það sem að vera „vinur vina sinna“. Flest- ir Íslendingar fá sína fyrstu sumar- vinnu í gegnum einhvern ættingja. Hvers eðlis vinnan er ræðst svo af þjóðfélagsstöðu ættingjans. Þannig eru allir teknir upp í feðga (eða feðgina) veldið með einum eða öðr- um hætti og eru fastir í því það sem eftir er. Í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins er opna sem nefnist „Tengsl“ og er þar fjallað um ættmenni sem vinna sömu vinnu og klifað á því að margt sé líkt með skyldum. Ef til vill er það rétt, eða kannski er það frek- ar svo að sömu tækifærin bjóðast þeim. Feðraveldi og feðginaveldi mynDin Ekki tíst Höfðaskógur við Hvaleyrarvatn hefur löngum verið talinn ákjósanlegur til fuglaskoðunar. fáir fuglar blöstu við Heiðu Helgadóttur ljósmyndara þegar hún var þar á ferðinni. fegurð náttúrunnar tók hins vegar völdin og gleymdi Heiða öllu um fuglatíst um stund. Mynd HEiðA HELgAdóttir kjallari VALur gunnArsson rithöfundur skrifar „Líklega er það mun algengara að fólk sé ráðið sökum frænd- semi heldur en kyns.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.