Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 19. júní 200920 Fréttir
„Það kostar sitt að vera sjálfstæð
þjóð og það að bera ábyrgð á sjálf-
um sér og standa við skuldbind-
ingar sínar,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra í lok
snarprar utandagskrárumræðu
um Icesave-samninginn á Alþingi
í gærkvöldi.
Stjórnarandstæðingar gerðu
harða hríð að ríkisstjórninni í um-
ræðunum, en höfðu þá haft skamm-
an tíma til að kynna sér samning-
inn efnislega sem útbýtt hafði verið
meðal þingmanna síðdegis í gær.
Ekki samstaða um
málið meðal stjórnarliða
Samkvæmt heimildum DV er ekki
ljóst hvort Icesave-samningurinn
njóti meirihlutafylgis á Alþingi. Ætla
má að 3 til 4 þingmenn VG styðji
samninginn ekki og hyggist sitja hjá
við afgreiðslu hans. Hins vegar er
sagður einhugur meðal þingmanna
Safmylkingarinnar um stuðning við
samninginn.
Stjórnarliðar, sem DV hefur tal-
að við, segja fullum fetum að stjórn-
in standi og falli með samningnum.
Sú staða geti hæglega komið upp að
stjórnin fallli með andstöðu fáeinna
þingmanna VG verði öll stjórnar-
andstaðan einhuga í andstöðu sinni
þegar á reynir. Staðan þykir sér-
kennileg og flókin en Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, ver samn-
inginn. Við honum blasir það verk-
efni að sannnfæra sína þingmenn
um ágæti samningsins, ella falli rík-
isstjórn sem VG hefur bundið von-
ir við að endist jafnvel lengur en eitt
kjörtímabil.
Margir stjórnarliðar bera ekki
brigður á þær lagatúlkanir, sem
meðal annars hafa komið fram hjá
prófessor Stefáni Má Stefánssyni
lagaprófessor og Lárusi Blöndal
hæstaréttarlögmanni í Morgun-
blaðsgreinum, en þeir færa með-
al annars fyrir því rök að regluverk
ESB um innistæðutryggingar eigi
ekki allskostar við um alhrun eða
algert kerfishrun bankakerfis heill-
ar þjóðar.
Á hinn bóginn sé pólitískur veru-
leiki í samfélagi þjóðanna sem og
siðferðislegar skuldbindingar oft á
tíðum allt aðrar en það sem bund-
ið er í lög.
Dómstólaleið
reyndist ekki fær
Alvara Icesave-málsins og firnamikl-
ar skuldbindingar urðu stjórnvöld-
um ljós þegar í upphafi bankahruns-
ins. Í byrjun nóvember síðastliðins
reyndist Evrópusambandið vera til-
búið til þess að leggja málið í gerð-
ardóm. Árni Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra, hitti síðar starfs-
bræður sína í Brussel 4. nóvember
þar sem þetta var staðfest.
Þegar betur var að gáð sáu
stjórnvöld fram á að verulegar líkur
væru á að málið félli Íslandi í óhag
og að þjóðinni yrði ekki aðeins gert
að greiða lágmarkstryggingu inni-
stæðna, eða liðlega 20 þúsund evrur
fyrir hvern innistæðureikning, held-
ur mun meira. Úr varð að íslensk
stjórnvöld féllu frá því að leggja
deiluna um ábyrgð þjóðarinnar á
innistæðutryggingum erlendis fyr-
ir gerðardóm enda þætti það of
áhættusamt.
Um þetta leyti var einnig ljóst
að ekki var vilji til þess meðal þjóða
ESB, Breta og Hollendinga og fleiri
þjóða að fara með málið fyrir dóm-
stóla. Ótækt væri að sá efasemdum
um innistæðutryggingakerfi alls
fjármálakerfis ESB.
Skjól samningsins
lítið segja andstæðingar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins og
málshefjandi í untandagskrárum-
ræðunum í gær, sagði að bókstaf-
lega ekkert stæðist af því sem sagt
hefði verið um ágæti Icesave-samn-
ingsins. „Fjármálaráðherra tekur
stærsta kúlulán Íslandssögunnar og
hann mun uppskera eins og bank-
arnir.“ Sigmundur sagði að á reikn-
ingi í Englandsbanka væru nú laus-
ar um 350 milljónir punda eftir að
frystingu eigna Landsbankans var
aflétt um miðjan mánuðinn. Aðeins
helmingurinn færi til að greiða nið-
ur Icesave-reikninginn, annað rynni
til annarra kröfuhafa.
Hann gagnrýndi að í samningn-
um væru fjölmörg ákvæði um skil-
yrði gjaldfellingar og með því færi 7
ára skjól, sem samningurinn átti að
veita, fyrir lítið. Hann taldi að samn-
ingurinn gæti haft neikvæð áhrif
á lánshæfismat og vaxtakjör svo
íþyngjandi sem hann væri. Samn-
ingurinn væri gerður milli þriggja
landa þar sem eitt þeirra glímdi við
gríðarlegan efnahagsvanda.
Sigmundur gaf lítið fyrir ákvæði
um upptöku samningsins ef hann
reyndist greiðsluþoli þjóðarinnar of-
viða. Ákvæðið fæli einungis í sér að
Hollendingar og Bretar væru undir
slíkum kringumstæðum reiðubúnir
til þess að ræða málin.
Undir þetta tók Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjáflstæðisflokksins.
„Öryggisákvæðið er bara loft, inni-
haldslaus yfirlýsing um að ef Ísland
lendir í meiri greiðsluvanda séu þau
til í að ræða hvort þau muni bregð-
ast við því.“
Bjarni efaðist um að þingmeiri-
hluti væri fyrir því að koma málinu í
gegnum þingið. „Þingmenn eru ekki
að fara að staðfesta þennan samn-
ning.“
„Öryggisákvæðið er
bara loft, innihalds-
laus yfirlýsing um að
ef Ísland lendir í meiri
greiðsluvanda séu þau
til í að ræða hvort þau
muni bregðast við því.“
Óvíst um Icesave-
meIrIhluta á þIngI
Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði fari svo að þrír til fjórir þingmenn VG styðji ekki Icesave-samn-
ingana. Stjórnarliðar binda vonir við að málefnaleg umræða í nefndum þingsins, þar sem allir þingmenn
hafi kynnt sér efni samningsins, verði til þess að andstaðan minnki. Þingmenn fengu samninginn í hendur
síðdegis í gær og tókust á um hann í utandagskrárumræðum undir kvöld. Löglærðir menn eru ekki á einu
máli um það hvort Bretar og Hollendingar geti gengið að hvaða eignum Íslendinga sem vera skal samkvæmt
ákvæðum samningsins. Stjórnarliðar inna andstæðinga samningsins eftir öðrum kostum í stöðunni.
Jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þór Saari, Borgarahreyfingunni „skamm-
ist ykkar“ endurtók Þór á leið úr ræðustól og
segir ótækt að skuldbinda almenning vegna
skulda sem einkaaðilar stofnuðu til.
Árni Páll Árnason Engin trygging
er fyrir því, að mati félagsmálaráð-
herra, að dómstólaleið muni skila
þjóðinni betri kjörum vegna Icesave.