Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Síða 40
föstudagur 19. júní 200940 Sport Bretland er vagga kappaksturs ekki síður en knattspyrnu en á Silver- stone-brautinni í Northamptonskíri fór fram fyrsta Formúlu-mótið árið 1950. Nú, fimmtíu og níu árum síðar, er komið að leiðarlokum hjá þessari fornfrægu braut. Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóri Formúlunnar, hefur átt í miklum deilum við eig- endur Silverstone-brautarinnar um viðhald og fleira en útkoman var að keppt verður á Donington Park næstu árin í það minnsta. Það var afar mikilvægt fyrir Breta að missa ekki keppni úr landi, sér- staklega þar sem þeirra mönnum gengur svona vel. Lewis Hamilton varð heimsmeistari í fyrra og hafði sigur á Silverstone fyrir framan sitt fólk. Annar Breti, Jenson Button, er sá sem ræður ríkjum í Formúl- unni í dag en hann hefur unnið sex af fyrstu sjö mótum ársins. Honum hefur aftur á móti gengið afleitlega á Silverstone til þessa. Ömurlegur árangur Fastlega má búast við að Jenson Button snúi við gengi sínu á Silver- stone-brautinni eins og hann hefur gert í öðrum mótum til þessa. Hann leiðir stigakeppni ökumanna með tuttugu og sex stigum fyrir mótið um helgina. Gengi hans á Silverstone til þessa hefur hins vegar ekki verið til eftirbreytni. Hann hefur aldrei svo mikið sem komist á verðlaunapall á heimavelli og í sex af síðustu níu mótum hefur Button endað í sautj- ánda sæti eða neðar. Hann hlakkar þó til að keppa á heimavelli. „Það er alltaf sérstakt að aka á Silverstone fyrir framan landa mína. Ég hef aldrei verið í forystu um heimsmeistaratitilinn þegar ég hef keppt á brautinni og reyndar alltaf verið í vondri stöðu. Samt hef ég alltaf fengið mikinn stuðning og mig langar að gera eitthvað gott fyrir mitt fólk um helgina. Við fáum mikla samkeppni held ég á Silverstone þar sem hún er háhraðabraut. Hún er í sama klassa og Suzuka og Spa í mín- um huga, ein sú besta á tímabilinu,“ segir Jenson Button. Heimsmeistarinn gefst upp Lewis Hamilton, ríkjandi heims- meistari, hefur viðurkennt að hann eigi ekki möguleik á Silverstone í ár. McLaren-bíllinn er einfaldlega ekki nægilega góður til þess að vinna á svona háhraðabrautum en í fyrra rúllaði Hamilton yfir keppinauta sína á Silverstone og sigraði með ríflega mínútu forskoti á næsta bíl. Hann vonast bara til þess að sam- landi hans verði sá síðasti sem sigrar á heimavelli þeirra. „Síðasta ár var auðvitað ótrúlegt fyrir mig en ég hef ekki hugmynd um hvernig við fórum að því að vinna í fyrra með 68 sekúndna mun. Bíllinn í ár er ekki nægilega góður til þess að komast einu sinni á pall, býst ég við. Þannig, frá mínum bæjardyrum séð, væri frábært ef Jenson Button myndi vinna. Það er heldur ekkert ólíklegt. Allavega myndi ég þora að veðja pening á það,“ segir heimsmeistar- inn, Lewis Hamilton. Deilur um útgjöld Alþjóðaakstursíþróttasam- bandið, FIA, og samtök Formúlu-liðanna, FOTA, deila nú hart um regl- ur næsta árs en frest- ur til þess að skila inn umsókn fyrir næsta ár rennnur út um helg- ina. FIA hefur bann- að marga litla hluti til þess að sporna við kostnaði, eins og dekkjahitara, og þá verður bann- að að taka bens- ín í miðri keppni árið 2011. Max Mosley, fram- kvæmdastjóri FIA, bauð lið- unum 45 millj- óna punda út- gjaldaþak fyrir utan kostnað liðanna við véla- kaup sem eru mjög dýr. FOTA svar- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Á sunnudaginn fer fram síðasta keppnin í bili á hinni forn- frægu Silverstone-braut í Formúlu 1 en þar fór fyrsta Formúlu- mótið fram árið 1950. Tveir Bretar, Lewis Hamilton og Jenson Button, aka í Formúlu 1 og munu þeir gera allt til þess að verða síðustu Bretarnir til að sigra á heimavelli. Hlutskipti þeirra til þessa í ár er þó afar ólíkt. SíðaSta keppnin á SilverStone Lewis Hamilton sigraði á heimavelli í fyrra en býst við sigri Buttons í ár. MYND AFP Jenson Button stigahæstur, fljótastur og sigurstranglegastur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.