Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 13
fréttir 7. ágúst 2009 föstudagur 13
KOSTAÐI ÞJÓÐINA YFIR HUNDRAÐ MILLJARÐA
Árna Gunnarsson fósturföður Finns.
Hálfsystkini Finns eru Gunnar, fram-
kvæmdastjóri áhættustýringar hjá
BYR, og Anna Guðrún, borgarlög-
maður hjá Reykajvíkurborg.
Skyndilega sagt upp
Finnur var forstjóri Sparisjóðabank-
ans sem síðar varð Icebank frá jan-
úar 2002 til loka árs 2007. Honum var
skyndilega sagt upp störfum á milli
jóla og nýars í lok árs 2007. Stuttu
áður breyttist eignarhald bankans
þegar BYR og SPRON seldu hlut
sinn sem nam 53 prósentum.
„Þetta kom mjög á óvart
svo ekki sé fastar
að orðið kveðið,“
sagði Finnur í
samtali við
Fréttablaðið 3. janúar 2008 um upp-
sögn sína. Á sama tíma var Gunn-
ari Svavarssyni, framkvæmdastjóra
fyritækjasviðs, og Hafdísi Karlsdótt-
ur, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs,
sagt upp störfum. Agnar Hansson
tók við bankastjórastöðunni af Finni.
Eigendaskipti urðu að Icebank í okt-
óber 2007 og var stjórnendum þá
boðið að kaupa í bankanum.
Samkvæmt frétt í Viðskiptablað-
inu frá árinu 2007 keyptu lykilstjórn-
endur bankans 8,5 prósenta hlut í
honum fyrir 2,7 milljarða króna við
eigendaskiptin. Þeirra á meðal var
Finnur og hinir framkvæmdastjór-
arnir sem sagt var upp auk Agn-
ars Hanssonar. „Ekki liggur
ljóst fyrir hvort stjórnend-
urnir fyrrverandi ætli
að halda í hlutina
í ljósi atburð-
anna,“ sagði í
Frétta-
blaðinu 3. janúar 2008.
850 milljóna kúlulán
Eins og DV sagði frá í mars fékk Finn-
ur 850 milljóna króna kúlulán í gegn-
um eignarhaldsfélag sitt sem heit-
ir Breiðutangi. Staðfesti hann það
í samtali við DV. Aðspurður sagði
Finnur að um svokallað kúlulán hafi
verið að ræða og að hann hafi ekki
greitt neina vexti af því. Hann sagði
að skuldirnar vegna vaxtanna sem
fylgdu láninu hafi verið skildar eftir
inni í félaginu þegar hann seldi það
aftur. Samkvæmt ársreikningi félags-
ins fyrir árið 2007 námu vextirnir 16
milljónum króna.
„Við getum alveg verið hreinskiln-
ir við hvor annan. Auðvitað hefur
margt breyst í þjóðfélaginu. Stemn-
ingin, viðhorf og gildismat í samfé-
laginu er öðruvísi en áður. Ég held
að við getum bara horft í eigin barm
og viðurkennt hreinskilnislega að við
hugsum öðruvísi og metum hlutina
öðruvísi heldur en var,“ sagði Finn-
ur í samtali við DV þegar hann var
spurður um hvað honum finndist
um lánið í dag.
Ætlaði að fimm-
falda Icebank
Finnur var
borubrattur
um framtíð
Icebank í
samtali
við Við-
skipta-
blaðið
í nóv-
ember
2007
þrátt
fyrir
að
óróleikar hefðu verið byrjaðir á fjár-
málamörkuðum vegna undirmáls-
lána mánuðina á undan. „Í fram-
tíðarsýninni eru bankanum sett
metnaðarfull markmið. Efnahags-
reikningurinn á að fimmfaldast til
ársloka 2011. Það er gerð krafa um
mikla arðsemi eða 18 prósent arð-
semi að lágmarki að meðaltali á ári á
þessu tímabil. Algeng arðsemi banka
erlendis er 10-15 prósent þannig að
markið er ekki sett lágt,“ sagði Finn-
ur í samtali við Viðskiptablaðið. Í
árslok 2001 þegar Finnur tók við Ic-
ebank námu heildareignir bankans
um 54 milljörðum króna en í árslok
2007 þegar Finnur hætti voru heild-
areignir bankans liðlega 200 millj-
arðar króna. Finnur hafði því nærri
fjórfaldað efnahagsreikninginn á sex
árum.
Þrjár hæðir í glerturni
Icebank ætlaði að flytja höfuðstöðv-
ar sínar í 19 hæða glerturninn við
Höfðatorg og var flutningurinn áætl-
aður í ársbyrjun 2009. Ætlaði bank-
inn að leggja undir sig þrjár hæð-
ir í turninum eða samtals 3.000
fermetra. „Við erum mjög spennt að
fara þangað. Borgartúnið er að verða
miðstöð fjármálafyrirtækja,“ sagði
Finnur í samtali við Markaðinn í lok
maí 2007 þegar íslenska úrvalsvísi-
talan stóð sem hæst.
Fasteignaverkefni í Flórída
Sparisjóðabankinn eins og hann
heitir í dag var í fréttum í byrjun
maí vegna fasteignaverkefnis í Flór-
ída. Ástæðan var að skilanefnd Spari-
sjóðabankans höfðaði mál gegn fé-
laginu Longkey sem bankinn lánaði
8,5 milljónir dollara árið 2006 til fast-
eignaverkefnis í Flórída eða um einn
miljjarð íslenskra króna miðað við nú-
verandi gengi. Longkey keypti hótel í
Flórída fyrir 16 milljónir dala og nam
lán Sparisjóðabankans því um helm-
ingi af kaupverði en Longkey er fyrir-
tæki í eigu félagsins BLV Realty Org-
anization. Sigrún Davíðsdóttir sagði
frá því í pistli að fyrirtækið væri með
starfsemi á Cayman-eyjum.„Það get-
ur gerst hvort sem góðæri eða hall-
æri er ríkjandi því þær forsendur sem
ráða ákvörðun um einstök verkefni
geta brugðist með þeim hætti sem
enginn sá fyrir,“ sagði Finnur Svein-
björnsson í samtali við Morgunblað-
ið spurður um þessa lánveitingu.
Menntaður hagfræðingur
Finnur er giftur Dagnýju Halldórs-
dóttur, verkfræðingi og aðstoðar-
framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar.
Hún er dóttir Halldórs Jónatansson-
ar, fyrrverandi forstjóra Landsvirkj-
unar.Finnur og Dagný voru saman
í Menntaskólanum í Reykjavík það-
an sem þau útskrifuðust árið 1978.
Finnur og Dagný eiga tvö börn. Guð-
rún Halla er 25 ára og stundar verk-
fræðinám í Bandaríkjunum. Svein-
björn er 20 ára og lauk stúdentsprófi
í vor.
Finnur lauk B.sc.-prófi í hagfræði
frá University of Leicester árið 1981
og MA-prófi frá University of Minne-
sota árið 1984.
Að loknu námi starfaði Finnur
sem hagfræðingur hjá Fjárlaga- og
hagsýslustofnun til ársins 1987. Hjá
Seðlabankanum 1987-1990 og sem
skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu 1991-1995. Frá 1995 til 2000 var
Finnur framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra viðskiptabanka.
Hann var síðan yfir Kauphöllinni frá
2000 til 2001 en þá tók Þórður Frið-
jónsson við. Frá 2001 til loka árs 2007
var Finnur bankastjóri Sparisjóða-
bankans sem síðar breytti nafni sínu
í Icebank.
Árið 2007 verða miklar breytingar á
efnahagsreikningi Icebank en það er
síðasta árið sem Finnur Sveinbjörns-
son starfar þar sem forstjóri. Það ár
þrefaldast nærri efnahagsreikning-
urinn úr 87 milljörðum króna í 252
milljarða króna. Mesta breytingin
verður á veltufjáreign en skuldabréfa-
eign þar 25-faldast úr fimm milljörð-
um króna í 125 milljarða króna. Staf-
ar þessi breyting af þátttöku Icebank í
endurhverfum viðskiptum sem síðar
gerði Seðlabankann gjaldþrota eins
og frægt er orðið. Með þátttöku sinni
í endurhverfum viðskiptum þrefald-
aði Icebank vaxtatekjur sínar úr rúm-
lega fimm milljörðum króna í 14,6
milljarða króna.
Þeir sem DV ræddi við sögðu
að Agnar Hansson hefði verið hug-
myndasmiðurinn á bak við þessi
viðskipti hjá Icebank. Hann var for-
stöðumaður fjárstýringar árið 2007
en þessi viðskipti heyrðu undir hans
deild. Agnar var síðar gerður að for-
stjóra þegar Finni var sagt upp í lok
árs 2007 eins og áður var nefnt. Finn-
ur veitti hins vegar samþykki fyrir
þessu sem forstjóri bankans.
Við bankahrunið tapaði Seðla-
bankinn um 350 milljörðum króna
vegna lánakrafna í endurhverfum
viðskiptum. Þar af tapaði Seðlabank-
inn 150 milljörðum króna vegna
krafna á Icebank. Það var 15-falt eig-
ið fé Icebank. Á árinu 2007 hækkaði
niðurstöðutala efnahagsreiknings
Seðlabanka Íslands um 155 milljarða
króna og nam 477 milljörðum króna
í lok ársins. Stafaði þetta nánast ein-
göngu af auknum kröfum Seðla-
bankans á innlánsstofnanir og aðrar
fjármálastofnanir í formi lána gegn
veði. Þau jukust úr 147 milljörðum
króna í árslok 2006 í 303 milljarða
króna í árslok 2007.
„Það er lítið um þetta að segja.
Bæði Seðlabankinn og Icebank fóru
á hausinn. Segir þetta viðskipta-
módel sig því ekki sjálft,“ segir Vil-
hjálmur Bjarnason, lektor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands
og formaður Félags fjárfesta, að-
spurður hvað honum finnist um
endurhverf viðskipti sem Icebank
stundaði í stórum stíl. Hann seg-
ir að umfang þessara viðskipta hjá
jafnlitlum banka og Icebank hafi
verið algjörlega út úr kortinu. Það
sé með ólíkindum að Seðlabank-
inn hafi ekki sett út á það að banki
eins og Icebank með um tíu millj-
arða eigið fé hafi dúkkað upp með
yfir hundrað milljarða í skuldabréf
á íslenska banka. „Það var kominn
lánsfjárþurrð í kerfið og líklega eitt-
hvað meira. Skyldi ekki hafa ver-
ið kominn vandi í samsetningu á
eignum eins og hjá Landsbankan-
um?“ spyr Vilhjálmur um ástæður
þess að stóru viðskiptabankarn-
ir hafi verið að nýta sér Icebank í
þessu viðskiptum.
Þetta klúður er í sama flokki
og Icesave og mun falla af fullum
þunga á þjóðina,“ segir Ólafur Ís-
leifsson, hagfræðingur og lektor við
Háskólann í Reykjavík. Hann segir
að Seðlabankinn þurfi að svara fyrir
það af hverju hann lánaði Icebank
og öðrum aðilum án fullnægjandi
veða í þeim mikla mæli sem raun
ber vitni. Einnig þurfi að upplýsa um
að hvað miklu leyti viðskiptabank-
arnir fjármögnuðu sig úr Seðlabank-
anum fyrir milligöngu Icebank og
annarra áþekkra aðila. „Þetta er mjög
stórt mál sem ekki hefur verið gerð
grein fyrir með fullnægjandi hætti,“
segir Ólafur.
Í lok ágúst 2008, mánuði fyrir
bankahrunið, skrifaði Björgvin Guð-
mundsson, viðskiptaritsjóri Morg-
unblaðsins, grein undir fyrirsögn-
inni „Svindluðu á Seðlabanka“. Segir
hann þar að stjórnendur Seðlabank-
ans hafi breytt reglum um viðskipti
fjármálafyrirtækja við bankann.
„Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins fengu viðskiptabankar,
sem hafa heimild til að eiga viðskipti
við Seðlabankann, aðrar fjármála-
stofnanir til að kaupa af sér verðbréf
sem þeir gáfu sjálfir út. Sá sem keypti
verðbréfið tók síðan lán í Seðlabank-
anum og lagði bréfin inn sem veð.
Bankinn sem gaf út verðbréfið fékk
andvirði lánsins afhent að hluta eða
öllu leyti. Þannig hafa viðskiptabank-
ar og önnur fjármálafyrirtæki getað
sótt mikið fjármagn inn í Seðlabank-
ann undanfarið,“ sagði í grein Björg-
vins.
„Okkur er ekki kunnugt um að
bankar hafi svindlað á Seðlabankan-
um,“ sagði Eiríkur Guðnason seðla-
bankastjóri daginn eftir í samtali við
Morgunblaðið. „Viðskiptabankarn-
ir hafa farið að reglum um viðskipti
fjármálafyrirtækja við Seðlabank-
ann en okkur þykir ástæða til að yfir-
fara reglurnar í ljósi reynslunnar hér
á landi og reglna og framkvæmdar
þeirra í nágrannalöndum,“ sagði Ei-
ríkur.
Sagðist Morgunblaðið þann dag
hafa undir höndum drög að nýjum
reglum sem send hafi verið fjármála-
fyrirtækjum. Samkvæmt þeim ætti
að takmarka verulega möguleika
fjármálafyrirtækja til að sækja lán í
Seðlabankann með veði í ótryggð-
um verðbréfum sem viðskiptabank-
arnir gefa út. Yrði það gert í skrefum
til 1. janúar 2009. Ekki virðist þetta
hafi gengið vel því sjö vikum síðar var
Seðlabankinn orðinn gjaldþrota.
„Á grundvelli heimildar í fjár-
aukalögum fyrir árið 2008 sem sam-
þykkt var á Alþingi 22. desember sl.
var í dag gert samkomulag um að
Seðlabanki Íslands framselji ríkis-
sjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að
fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn
yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður
270 milljarða króna með verðtryggðu
skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent
ársvöxtum,“ segir í tilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu 12. janúar 2009.
Lítil umræða hefur þó verið um þetta
270 milljarða verðtryggða skuldabréf
sem ríkissjóður tók. Miðað við að það
væri að meðaltali 5 prósent verðbólga
á ári gæti endurgreiðsla þessa láns
numið 390 milljörðum króna. Það
er jafnmikið og Íslendingar þyrftu að
borga af Icesave ef einungis 70 pró-
sent fengjust fyrir eignir Landsbank-
ans miðað við Icesave-reikni á vef-
síðu Morgunblaðsins.
as@dv.is
SkIlgreInIng:
endurhverF vIðSkIptI:
Endurhverf viðskipti felast í því að
selja einhverja eign og semja um leið
um að kaupa hana aftur síðar. Frá
sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann
þá um leið samið um að selja eignina
upphaflega seljandanum aftur síðar.
Endurhverf verðbréfaviðskipti eru
algeng á Íslandi og til dæmis notar
Seðlabankinn þau mikið. Hann býður
lánastofnunum vikulega að selja sér
verðbréf í endurhverfum viðskiptum.
Lánastofnanirnar láta þá verðbréfin
af hendi, fá peninga frá Seðlabank-
anum og kaupa bréfin síðan aftur
af Seðlabankanum 14 dögum síðar
á ívið hærra verði. Verðbréfin sem
Seðlabankinn samþykkir í svona
viðskiptum þurfa að vera ríkistryggð
og á viðskiptavakt í Kauphöll Íslands.
Tilvísun frá Gylfa Magnússyni,
núverandi viðskiptaráðherra, á
vísindavefnum árið 2003.
dýr lán Lánin sem Seðla-
bankinn veitti bönkum riðu
honum að fullu og ríkið
þurfti að koma til hjálpar.
ÁTTI ÞÁTT í FALLI SeÐLAbANKANS
„Hann sækist eftir því
að taka leiðtogahlut-
verkið.“