Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 30
um helgina Evrópufrumflutningur Óperukórinn í Reykjavík og The New England Youth Ensemble halda tónleika í Skálholtskirkju og Langholtskirkju dagana 12. og 13.ágúst. Það er Garðar Cortes sem stýrir sveitunum saman en þar verður flutt óratorían The Vision of the Apocalypse eftir Virginia-Gene Rittenhouse. Hér er um Evrópufrumflutning á verkinu að ræða en óratorían var frumflutt í Carnegie Hall í New York árið 2004. Fyrri tónleikarnir eru í Skálholtskirkju klukkan 20.00 þann 12. og þeir seinni í Langholtskirkju klukkan 20.00 þann 13. ágúst. gítardúEtt á gljúfrastEini Gítardúettinn Duo Nor leikur á Gljúfrasteini á sunnudaginn. Dúett- inn skipa þeir Ómar Einarsson og Jakob Hagerdorn-Olsen. Á efnis- skránni verður bæði frumsamið efni og þekktar djassperlur, undir áhrif- um latín- og sveiflustíls í útsetning- um fyrir tvo klassíska gítara. Ómar nam bæði klassískan gítar- og djass- gítarleik við djassdeild FÍH Hann hefur leikið með fjölmörgum af kunnustu djassleikurum hér á landi. Hagerdorn-Olsen er menntaður gít- arleikari og kennari frá Det Konge- lige Danske Musikkonservatorium og Det Fynske Musikkonservatori- um og nam svo djassgítarleik við FÍH. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Einar már á rósEnbErg Einar Már Guðmundsson kemur fram, ásamt fjölmörgum spila- glöðum listamönnum, á sérlegu skemmtikvöldi á Rósenberg á sunnudagskvöldið. Einar Már fer yfir sviðið í bundnu og óbundnu máli og les meðal annars úr nýj- asta verki sínu, Hvítu bókinni, - greinasafni þar sem fjallað er vítt og breitt um íslenskt efnahags- líf og ástand íslensku þjóðarsál- arinnar. Bók þessi hefur þegar vakið gríðarsterk viðbrögð og trónað á metsölulistum allt frá útgáfudegi, enda hafa gagnrýn- endur, jafnt sem almennir les- endur, tekið henni afar fagnandi. Meðal annarra sem koma fram eru Gunnar Þórðarson, Gunnar Bjarni úr Jet Black Joe og Toggi. Dagskráin hefst klukkan 21 og aðgangur er ókeypis. Depp og Mann í toppformi 30 föstudagur 7. ágúst 2009 fókus Leikstjórinn Michael Mann gerir hvorki lélegar né leiðinlegar bíó- myndir. The Insider, Heat, Miami Vice, Manhunter og Síðasti mó- híkaninn eru ágætis dæmi um það gæðastöff sem Mann hefur sent frá sér. Mann er fyrst og fremst stílisti þegar kemur að kvikmyndagerð í þeim skilningi að allar myndir hans eru brjálæðislega smart, leikararn- ir kúl og öll sjónarhorn útpæld með tilheyrandi töffaratöktum í kvik- myndatöku. Þessi snilli Manns kemur sérstaklega vel fram í mögn- uðum byssubardögum í Heat, Mi- ami Vice og nú Public Enemies þar sem Mann toppar allt sem hann hefur áður gert í sinni bestu mynd hingað til. Public Enemies byggist á ævi- sögu hins goðsagnarkennda bankaræningja Johns Dillinger sem fór hamförum í Bandaríkj- unum í kreppunni miklu í kring- um 1930. Þetta var gullöld banka- ræningjanna þar sem Bonnie og Clyde, Baby Face Nelson, Dillinger og fleiri fretuðu blóðug nöfn sín á spjöld sögunnar með Thompson- vélbyssum. Ferill Dillingers var með hinum mestu ólíkindum, enda maðurinn háll sem áll og gerði yfirvöldum líf- ið endalaust leitt, ekki síst þar sem fangelsi héldu honum ákaflega illa. Líf og dauði Dillingers stendur vel undir þessari löngu bíómynd og það er eiginlega ekkert út á sög- una að setja þótt á sumum stöð- um sé farið nokkuð frjálslega með sögulegar staðreyndir vegna þess að það magnaðasta við þetta allt er að það sem er lyginni líkast í mynd- inni er satt og rétt. Johnny Depp er bæði flottasti og fallegasti leikari samtímans og hef- ur fyrir lifandis löngu sýnt og sann- að að ekkert hlutverk er honum of- viða. Hann leikur Dillinger af sinni stöku snilld og hefur ekkert fyrir því að gefa þessum nafntogaða krimma mannlega dýpt. Þótt myndin hvíli fyrst og fremst á herðum Depp er val- in manneskja í hverju rúmi þar sem Christian Bale, sem er alltaf að verða leiðinlegri, er veikasti hlekkurinn. Útlit myndarinnar er óaðfinn- anlegt en þetta tímabil hentar hin- um stíliseraða leikstjóra auðvit- að fáránlega vel vegna þess að í þá daga höfðu menn alvörustíl. Karl- menn klæddu sig eins og menn. Voru í vestum með hatta og höfðu einnig fyrir því að ræna banka eins og menn, með Thompson-vélbyss- um og ofbeldi en ekki með því að eignast bankana og tæma þá síðan eins og raggeitur með bókhalds- brellum. Public Enemies viðheldur vita- skuld andhetjuljómanum sem hef- ur fylgt Dillinger alla tíð án þess þó að hefja skúrkinn til skýjanna. Þetta er einfaldlega alvörubíómynd, ein sú metnaðarfyllsta sem sést hefur í bíó það sem af er sumri og skil- ur mann eftir hristan og hrærðan, enda ekki við öðru að búast þegar Mann er í svona líka hörkustuði að segja ferlega svala sögu dásamlega kúl andhetju. Þórarinn Þórarinsson Public EnEmiEs Leikstjóri: Michael Mann Aðalhlutverk: Johnny Depp, Christian Bale, Marion Cotillard kvikmyndir Public Enemies Skilur mann eftir hristan og hrærðan. Þ etta er mitt fyrsta leik- stjórnarverk eftir útskrift,“ segir Hlynur Páll Pálsson leikstjóri sem er nýútskrif- aður úr Fræði og fram- kvæmd í Listaháskóla Íslands. Hlyn- ur leikstýrir Ævari Þór Benediktssyni í einleiknum Ellý alltaf góð sem Þor- valdur Þorsteinsson samdi. Verkið er partur af sviðslistahátíðinni art- Fart sem nú stendur yfir en það verð- ur frumsýnt á sunnudaginn kemur í heimahúsi í Þingholtunum. Hlynur hefur upplifað ýmislegt í gegnum tíðina og einhverjir muna kannski eftir honum úr þekktri aug- lýsingu fyrir tímaritið Séð og heyrt með yfirskriftinni „Nekt selur“. Hann hefur unnið sem tæknimaður í Þjóð- leikhúsinu, textasmiður og brúðu- gerðarmaður í Sögusafninu í Perl- unni auk þess sem hann ferðaðist vítt og breytt um Indland til þess að skemmta börnum í SOS-barnaþorp- um. Björgvin Franz fyrstur „Ég leikstýrði Ævari í útskriftarverk- efninu mínu þannig að við þekkj- umst nokkuð vel. Hann bað mig svo um að leikstýra sér í þessu verki,“ en aðdáendur Dagvaktarinnar ættu að kannst við Ævar sem ástmann Georgs Bjarnfreðarsonar úr sam- nefndri þáttaröð. Eins og áður kom fram er það Þorvaldur Þorsteinsson sem skrifaði verkið en þetta er í ann- að skipti sem Ævar setur það upp. „Ævar setti verkið upp fyrir sex árum á Akureyri en hann langaði til þess að sjá hvaða verkfæri og tækni námið hefði fært honum,“ en Ævar er í leiklistarnámi í LHÍ. „Honum þótti spennandi að vinna með þennan sama texta og þetta verk en líta á það frá öðrum sjónarhornum.“ Það var Þorvaldur sjálfur sem gaukaði verk- inu að Ævari eftir að hafa séð hann á sviði í menntaskólaleikriti en upp- haflega var það samið fyrir annan að- ila. „Þorvaldur samdi verkið á sín- um tíma fyrir Björgvin Franz Gísla- son þegar hann var í skólanum. Þá tíðkaðist að þegar nemendur voru að vinna einstaklingsverkefni sín að þeir fengju leikskáld til þess að semja fyrir sig verk. Þetta er því í þriðja skipti sem þessi einleikur er settur á laggirnar.“ artFart í heimahúsi Þetta er í fjórða skipti sem listahá- tíðin artFart er haldin hér á landi en Hlynur Páll Pálsson leikstýrir sínu fyrsta verki Ellý alltaf góð sem frumsýnt verður um helgina. Móðir hans æpti upp fyrir sig í bíó þegar hún sá hann strípast í auglýsingu fyrir Séð og heyrt á sínum tíma og hann gegnir hlutverki böðuls Jóns Arasonar í Sögusafni Perlunnar. Hlynur hefur einnig ferðast vítt og breitt um Indland í hlutverki trúðsins Nóa Strípalingur, böðull, trúður og leikstjóri Hlynur Páll Pálsson Ferðaðist víða um Indland sem trúður. Mynd Sigurður Þór óSkArSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.