Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 7. ágúst 2009 helgarviðtal þvílík forréttindi að vinna við að mæta á æf- ingu, hlaupa eins og fífl og sparka í fótbolta. Ég held að þessi ánægja sem maður fær út úr því fari aldrei úr mönnum með gott keppnisskap.“ Má segja að þú sért hinn íslenski Paulo Maldini? „Ég ætla nú ekki alveg að setja mig í þann „bracket“,“ segir Hermann hlæjandi. „Ég ætla ekki að dirfast til þess. En ég er í fínu standi alla vega ennþá. Ég er samt bara þrjátíu og fimm ára þannig að ég á aðeins í land með hann. Ég myndi kannski frekar segja að ég sé hinn ís- lenski Ryan Giggs. Við erum svipað teknískir,“ segir Hermann og skellir aftur upp úr. Bætir svo við skömmu seinna í alvarlegri tón. „Nei nei, maður þakkar bara fyrir að vera ennþá í fínu standi og reynir að vinna í því að halda sér í góðu formi.“ Stöðugleiki hjá landSliðinu Við snúum spjallinu að landsliðinu. Í undan- riðlinum fyrir HM á næsta ári hefur liðið spilað sjö leiki og fengið úr þeim fjögur stig. Skiljan- lega er Hermann ekki sáttur við þá uppskeru. „Við erum náttúrlega hundfúlir með hana. Það sem við getum þó kannski horft á er að við náðum loksins stöðugleika. Við vorum inni í öllum þessum leikjum. Fyrri hálfleikurinn á móti Hollandi heima var reyndar slakur en við spýttum alla vega í lófana og sýndum okk- ar rétta andlit í seinni hálfleik. Og í leikjunum fimm þar á undan skildi oft lítið á milli,“ segir Hermann og bætir við að honum hafi fundist jákvætt að menn í hverri einustu stöðu vissu nákvæmlega hverju þeir ættu að skila í hverj- um leik. „Svo finnst mér við byrjaðir að halda boltanum tölvuvert betur en við höfum gert áður. En það vantaði gjarnan herslumuninn.“ Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálf- ari tók við liðinu fyrir tæpum tveimur árum gerði hann Hermann að fyrirliða en Eiður Smári Guðjohnsen hafði þá borið fyrirliða- bandið í nokkur ár. Spurður hvort hinn aukni stöðugleiki í leik liðsins hafi eitthvað með fyr- irliðaskiptin að gera segist Hermann ekki geta dæmt sig um það. „En það kom þarna ný þjálfari með breytt- ar áherslur. Óli kom gríðarlega sterkur inn í starfið og náði að koma til skila því sem hann ætlaði að sér. Ég held að það hafi haft mikið að segja. Hann hefur líka gefið ungum mönn- um tækifæri og flestir eða allir hafa staðist þær væntingar og ábyrgð sem þeir hafa fengið.“ Þú spilar á móti stórstjörnum eiginlega allt árið, hefur haft mjög færa menn sem þjálfara í Englandi og kemur svo í landsleiki þar sem er þjálfari sem enga reynslu hefur af alþjóðlegum fótbolta fyrir utan nokkra Evrópuleiki með FH. Einhverjir gætu ímyndað sér að það sé svolít- ið skrítið. „Óli hefur verið í bransanum lengi og hef- ur sýnt og sannað að hann er toppþjálfari. Það sem hann hefur líka gert með landsliðið frá því hann tók við því sýnir að hann er mjög hæf- ur. Svo lengi sem það er á borðinu skiptir ekki máli hvað þú heitir eða hvar í heiminum þú ert búinn að skapa þér nafn.“ engin Þjóðhátíð í Þrettán ár Hermann kemur alltaf í heimsókn til Íslands þegar hann fær frí frá boltanum á sumrin. Þá segist hann fyrst og fremst nota tímann til að hlaða batteríin og njóta lífsins. „Það er alltaf frábær tími. Ég geri eins og margir Íslendingar á sumrin, fer upp í sumarbústað, fer í golf og hitti vinina og ættingjana. Og fer auðvitað til Eyja. Svo sýni ég krökkunum sundlaugarnar. Við förum í sund nánast á hverjum degi.“ Spurður hann hafi svona gaman af því að fara í sund eða hvort það sé ungviðið sem ráði algjörlega ferðinni segir Hermann það sam- eiginlegur áhugi. „Bæði krakkarnir og ég höf- um mjög gaman af því að fara í sund. Maður saknar þess pínulítið að kíkja í laugarnar þegar maður er úti. Það er ekki sama hefð fyrir þessu í Englandi og ekki nálægt því jafn flottar laug- ar,“ segir Hermann sem á tvær dætur með konu sinni, Rögnu Lóu Stefánsdóttur: Thelmu Lóu , níu ára, og Ídu Marín, sjö ára. Fyrir átti Ragna Lóa tvö börn, Stefán Kára Sveinbjörnsson, tut- tugu og þriggja ára, og Elsu Hrund Bjartmarz, sextán ára. Eyjamaðurinn hressi þarf eins og allir at- vinnumenn í fótbolta að færa ýmsar fórnir. Ein af þeim er að sleppa Þjóðhátíð um hverja Verslunarmannahelgi því hún fer fram þeg- ar mjög skammt er þangað til tímabilið hefst í enska boltanum. Hermann segir það bara eitt- hvað sem hann hafi lært að lifa við síðustu tólf ár. „Þegar ég gekk til liðs við Crystal Palace 1997 fór ég út á fimmtudeginum fyrir Versl- unarmannahelgina þannig að síðasta Þjóðhá- tíð sem ég upplifði var árið 1996. Auðvitað er meiriháttar að vera á Þjóðhátíð en þarna tók bara annað við í mínu lífi. En maður veit svo sem út á hvað þetta gengur og fær nóg af sög- um frá fjölskyldunni. Það kemur bara aftur að hátíðinni seinna.“ Verður þá ekki tekin einhver svaka bomba þegar þú getur byrjað að mæta aftur þegar ferl- inum lýkur? „Jú, þá tek ég við brekkusöngnum. Árni Johnsen verður bara að hætta,“ segir Hermann og hlær. „Ég á reyndar eftir að læra á gítar en þetta er allt að koma.“ kristjanh@dv.is „Ég myndi kannski frekar segja að ég sé hinn íslenski Ryan Giggs. Við erum svipað teknískir.“ töffari Hermann mátar mótorhjól sem hann gaf konu sinni í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Hermann segir að honum hafi fundist þetta mjög fyndin gjöf. Annars sé hann líklega lélegasti gjafamaður sem til sé. reiður Landsliðfyrirliðinn lætur Arjen Robben heyra það í landsleiknum við Hollendinga á Laugardalsvelli í sumar. MYnd róbert reYniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.