Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 17
fréttir 7. ágúst 2009 föstudagur 17 Þegar fyrirmyndarnemandinn hjá alÞjóðagjaldeyrissjóðnum kolféll os Aires var látin dansa diskó þegar tangó hefði verið miklu skynsamlegri dans.“ Áhrif kreppunnar á lánamörkuð- um víða um heim og lækkandi verð á landbúnaðarvörum juku enn á vanda Argentínu sem var nú komin í djúpa efnahagskreppu. Menem fór frá árið 1999 og Fern- ando de la Rúa tók við. Hann tók við landinu í mikilli lægð sem end- aði í hruni þremur árum síðar. Hann treysti sér ekki til að hætta bindingu pesóans við dollarann, sem var talið pólitískt sjálfsmorð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Argentínu 14 milljarða dollara neyð- arlán í október árið 2000 og 8 millj- arða í viðbót ári síðar. Máttlausar aðgerðir de la Rúa komu ríkissjóði Argentínu ekki til bjargar. Fjármagn hafði sogast frá landinu með ógnarhraða og ákvað ríkið að leggja miklar hömlur á út- tektir af bankareikningum. Þá hófust gríðarlega áköf mótmæli, svokölluð cacerolazo-bylting eða búsáhalda- bylting, þar sem borgarar börðu á potta og pönnur í borgum landsins sem endaði með afsögn de la Rúa í lok desember 2001. Í kjölfarið lýsti landið yfir mesta greiðslufalli nokk- urs þjóðarbús í sög- unni um áramót 2001 og 2002 þegar ljóst var að það gæti ekki borgað af skuldum sínum. Greiðslufallið varð á 141 milljarðs dollara skuld. Þar af var 81 milljarð- ur skuldir einkafyrirtækja við erlend- ar lánastofnanir sem féllu á ríkið. Endurreisnin hefst Eduardo Duhalde tók við forseta- embættinu í janúar 2002. Með fyrstu embættisverkunum var að setja pes- óann á flot og var bindingu hans við dollar, sem verið hafði við lýði í nær hálfan annan áratug, tekin úr gildi. Pesóinn lækkaði strax gífurlega og „Breiðgatan 9. júlí“ Í Buenos Aires. Martín Harracá hagfræðingur: erlendir hagsmunir „Argentína hlýddi AGS í einu og öllu á tíunda áratugnum því sjóðurinn var virt stofnun og okkur vantaði fjármagn. En Argentínumenn sáu skyndilega árið 2001 að starf AGS hefði haft mjög neikvæð áhrif á efnahaginn og að sjóðurinn hefði tekið erlenda hagsmuni fram yfir hagsmuni Argentínumanna. Ég held að markmið AGS sé að hafa áhrif á lönd með ráðleggingum og uppástungum með alþjóðlega stjórnmálalega hagsmuni að leiðarljósi. Í þetta blandast svo áhrif stjórnmálaafla innanlands sem góðkenna stefnu AGS því hún festir þau í sessi.“ Igal KejsefMan hagfræðinemi: Valdið á sömu höndum „Fólkið í Argentínu hrópaði „burt með þá alla!“ árið 2001. En svo virðist sem gömlu öflin hafi þó aldrei farið frá, heldur stjórnað landinu leynt og ljóst æ síðan. Néstor Kirchner var héraðsstjóri Santa Cruz-héraðs í suðurhluta landsins á tímum Menems og tók virkan þátt í stjórnmálastarfi hans. Eftir kreppuna breytti hann ímynd sinni og gerðist andstæðingur fyrrverandi bandamanna sinna og var kosinn forseti. Þetta er eitt dæmið, að mínu mati, um lúmskar leiðir hins aldna valdakerfis Argentínu sem alltaf heldur völdum.“ enrIque trIngado leigubílstjóri: leysir engan Vanda „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er algert stórslys og virðist ekki leysa vandamál neins. Hann var gagnlegur í uppbyggingunni eftir seinni heimsstyrjöldina en aldrei síðar, finnst mér. Það hefði átt að leggja sjóðinn niður eftir stríð og koma á fót öðruvísi stofnun. AGS hefur valdið Rómönsku-Ameríku miklu tjóni í gegnum árin, ekki aðeins í Argentínu, heldur flestum löndum álfunnar, til dæmis í Ekvador með eftirminnilegum hætti.“ BeatrIce espInoza kennari: ríku Verða ríkari „Ég tók aldrei eftir mikilli fátækt í Argentínu fyrr en eftir hrunið. En mér sýnist þeir ríku vera enn ríkari núna en áður. Þannig hefur það alltaf verið: Þeir ríku verða ríkari með hverju árinu sem líður.“ roBerto casarIno hjúkrunarfræðingur: Við erum Vön kreppum „Ísland? Ég man eftir landinu frá landafræðikennslu í barnaskóla og las einhvern tímann frétt um það í sambandi við NATO. Þið Evrópumenn lendið núna í djúpri kreppu, sem er eitthvað nýtt fyrir ykkur. Við hér erum hins vegar vön kreppum og efnahagshremmingum, hér voru djúpar kreppur á bæði áttunda og níunda áratugnum og við höfum lent í alls konar erfiðleikum, sem virðast ekki gerast í öðrum löndum. En kreppur taka samt alltaf enda.“ EnriquE dEl AcEBo iBAñEz: Verðleikar þjóðfélags endurmetnir Enrique del Acebo Ibañez er argentínskur félagsfræðingur og kennir við UBA (Háskólann í Buenos Aires). Hann hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland á undanförnum árum og finnst ótrúlegt að sjá Ísland ganga í gegnum jafnstórkostlegar efnahagslegar hamfarir og Argentína árið 2001. Ertu borgari með rætur eða aðeins efnahagsleg eining? Að mati Enriques getur sjálfstraust þjóðar hrunið í kreppu líkt og gerist hjá einstaklingi í vanda. En einstaklingurinn hefur líka sérstaka stöðu í kreppuástandi: „Þetta eru heildaráhrif hjá öllum sem speglast í hvernig einstaklingar skilgreina sig. Skilgreinirðu sjálfan þig sem borgara með félagslegar og menningarlegar rætur eða aðeins sem efnahagslega einingu? Ef um síðari skilgreininguna er að ræða er efnahagshrun- ið auðvitað endalok, því þú hefur afsalað þér félagslegum og menningarlegum rótum þínum. Fyrir þér ertu ekki neitt eftir að bíllinn og húsið eru tekin af þér. Við getum þráttað um sekt hinna og þessara, AGS, spillingar, stjórnvalda - en þú ert sjálfur sekur ef þú skilgreindir sjálfan þig á þennan nauma hátt.“ Breytir þjóð gildismati sínu eftir hörmungar á borð við efnahagshrun? „Þjóðfélag verður að endurmeta verðleika sína sem þjóðfélag. Menningarlegar og félagslegar rætur Íslands og hinn mikli auður þess er nokkuð sem ekki er hægt að vega og meta á hagfræðilegum forsendum, verður ekki selt fyrir krónur og aura. Þjóð lendir ósjálfrátt í sjálfsskoðun í efnahagskreppum. Hin fullkomna ásýnd hlutanna hverfur allt í einu og einstaklingar sjá skyndilega betur raunverulegu gildin í lífinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.