Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir
ar græði einkafyrirtæki í vatnsveitu
í Bandaríkjunum ekki meira en
6–12% og 6% í Frakklandi og Bret-
landi. Þrátt fyrir hinn mikla gróða
hafi Aguas Argentinas hvorki skil-
að neytendum betri vöru né auk-
inni skilvirkni. Árið 1997 komst svo
upp að fyrirtækið hafði ekki staðið
við 45% af samningsatriðunum og
valdið gífurlegri mengun á Rio de
la Plata-fljótinu við Buenos Aires.
Í framhaldinu sýndi óháð rann-
sókn að drykkjarvatnið frá Aguas
Argentinas innihélt mjög hátt nítr-
at-hlutfall sem er stórhættulegt
mannfólki samkvæmt alþjóðlegum
heilbrigðisstöðlum.
Þrátt fyrir óstjórn Suez Group
hélt AGS áfram að ráðleggja stjórn-
völdum að skera niður og einka-
væða í vatnsgeiranum. Samkvæmt
upplýsingum frá Polaris Institute,
kanadískri stofnun sem beitir sér
fyrir bættum lýðræðisháttum,
bjuggu 460 milljónir manna í heim-
inum við vatnsveitur í einkageiran-
um – miðað við 51 milljón manna
árið 1990 – vegna einkavæðing-
arstefnu sem Alþjóðabankinn og
AGS hafa stuðlað að.
Ríkisstjórn Néstor Kirchners
ríkisvæddi Aguas Argentinas í mars
2006 í neyðaraðgerð.
Þjóðarauðlindir
á brunaútsölu
Í heimildarmynd stjórnmála- og
kvikmyndagerðarmannsins Fern-
ando „Pino“ Solanas, Memor-
ias del Saqueo (Gripdeildanna
minnst) frá 2003 er dregin upp
ákaflega skuggaleg mynd af stjórn-
artíð Menems og í raun öllu stjórn-
málalífi Argentínu síðustu áratugi. Í
myndinni, sem margir Íslendingar
hafa séð á YouTube og dreift sín á
milli á Facebook, segir Pino Solan-
as að skuld Argentínu við erlendar
lánastofnanir hafi verið tæki stór-
fyrirtækja og athafnamanna í hart-
nær öld sem þeir hafi notað til að
stjórna fjármálalífi landsins og til
að færa auð landsins í einkaeigu.
Valdhafar hafi nær alltaf varið hag
alþjóðlegra lánastofnana fram yfir
hag landsins. Efnahagsstórslysið
2001 og örbirgðin sem fylgdi á eft-
ir hafi valdið fleiri dauðsföllum en
hreinsanir herforingjastjórnarinn-
ar og Falklandseyjastríðið saman-
lagt.
Í myndinni kemur fram að
skuldir einkafyrirtækjanna sem
herforingjarnir létu falla á ríkið á
áttunda áratugnum hafi ekki ein-
ungis verið frá argentínskum fyrir-
tækjum komnar, heldur einnig frá
útibúum erlendra risafyrirtækja á
borð við Citibank, Chase Manhatt-
an, Deutsche Bank, Esso, Fiat, IBM,
Ford og Mercedes Benz. Stórfyrir-
tæki hafi lengi stundað ýmsa fjár-
málagjörninga og farið á bak við
lögin til þess að koma skuldum sín-
um yfir á ríkið með aðstoð stjórn-
málamanna.
Pino Solanas fer hörðum orð-
um um einkavæðingarferlið 1989–
1999. Þar hafi stjórnvöld selt fyr-
irtækin á brunaútsölu og án
skuldbindinga. Alvarlegasta dæm-
ið hafi verið salan á YPF, ríkisolíufé-
laginu, sem talin var verðmætasta
eign þjóðarinnar, auðlind sem var
metin á að minnsta kosti 200 millj-
arða dollara, en seld fyrir miklu
minna. Olíuverð fyrir almenna not-
endur hafi snarhækkað í kjölfarið
og þjónusta versnað. Gasauðlindir
landsins voru seldar á sama hátt.
Á þessu öllu hefðu alþjóðleg stór-
fyrirtæki grætt á tá og fingri og AGS
lagt blessun sína yfir allt saman.
Solanas nefnir að Argentína sé eina
landið í heiminum sem tapað hafi
olíu- og gasauðlindum án þess að
lenda í stríði.
Annað stórslys að mati Solanas
var einkavæðing járnbrautakerfisins
sem náði yfir 36.000 kílómetra fyrir
sölu árið 1993, en aðeins 8.000 kíló-
metra nokkrum árum seinna. Stór-
fyrirtækin sem keyptu kröfðust þess
að kostnaður við lestirnar yrði snar-
lækkaður fyrir einkavæðingu. Var
starfsmönnum þá fækkað úr 95.000 í
15.000. Ríkið tók 700 milljón dollara
lán í Alþjóðabankanum til að greiða
þessum 80.000 fyrrverandi starfs-
mönnum bætur en skuldin safnaði
á nokkrum árum 700 milljónum í
viðbót í vexti. Ríkið hafði því skuld-
sett sig mikið til að selja fyrirtæki. Í
framhaldinu veittu stjórnvöld nýj-
um eigendum járnbrautanna mikla
styrki. Solanas telur því að ríkið hafi í
raun stórtapað fjárhagslega á einka-
væðingunni og þjóðin þurft að þola
mikið félagslegt tjón.
Í Memorias del Saqueo lýsir Pino
Solanas ástandinu á tíunda ára-
tugnum, valdatíð nýfrjálshyggjuafl-
anna, sem tímabili allsherjarspill-
ingar. Allar helstu valdastofnanir
argentínska ríkisins hafi brugðist
og þar á meðal þingið, dómstólar
og verkalýðsfélög. Allsherjarspilling
hafi valdið mafiocracia, mafíuræði, í
landinu. Í skjóli spillingarinnar hafi
stórfyrirtækin sópað til sín öllum
helstu auðlindum og fyrirtækjum
landsins. 90 prósent auðs í landinu
hafi flust á ríkar hendur sem voru 10
prósent af þjóðinni.
Afsökunarbeiðni frá AGS
Í júlí 2004 kom út skýrsla endur-
skoðunarnefndar hjá AGS sem
rannsakaði vítt og breitt aðgerð-
ir sjóðsins í Argentínu 1989–2001.
Í skýrslunni er viðurkennt að AGS
hafi „nær örugglega“ átt sinn þátt
í að dýpka kreppuna í Argentínu.
„Með því að líta fram hjá vaxandi
skuldastöðu Argentínu á tíunda
áratugnum og halda áfram að lána
landinu fé þegar skuldabyrði þess
var orðin óviðráðanleg, stuðlaði
sjóðurinn með marktækum hætti
að einni skelfilegustu fjármála-
kreppu sögunnar.“
Néstor Kirchner, þáverandi
forseti, taldi skýrsluna ófullnægj-
andi og að hún kæmi allt of seint.
Á meðan Kirchner sagðist styðja
innri rannsókn í sjóðnum þyrfti
AGS að hafa í huga að afsökunar-
beiðnin „kæmi 10–15 árum eftir at-
burðina og að skaðinn sem hann
hefði valdið í Argentínu væru 15
milljónir manna sem lifðu í fátækt“.
Kirchner benti á að Carlos Menem
hefði heimsótt höfuðstöðvar AGS
árið 1998 við dynjandi lófatak hag-
fræðinga og stjórnmálamanna. Þar
hefði Menem verið lofaður í hástert
fyrir „argentínska kraftaverkið“. En
á sama tíma hafi þegar verið aug-
ljóst að AGS styddi efnahagsstefnu
sem myndi leiða til stórslyss.
Bleika bylgjan
Hrunið í Argentínu 2001 virðist hafa
verið einn af mörgum hvötum þess
að vinstribylgja hófst í Suður-Am-
eríku upp úr aldamótum. Hægri-
flokkar hafa víðast hvar misst völd-
in vegna þeirra efnahagslegu og
félagslegu vandamála sem stefna
nýfrjálshyggjunnar hefur valdið
í álfunni og forsetar vinstra meg-
in í stjórnmálalífinu verið þjóð-
kjörnir í staðinn; Kólumbía er þar
reyndar undantekning. Hefur þessi
sókn vinstrisinnaðra stjórnmála-
afla verið kölluð „bleika bylgjan“.
Af forsetum bleiku bylgjunnar má
nefna Kirchner-hjónin í Argentínu,
Lula da Silva í Brasilíu, Hugo Chá-
vez í Venesúela, Michelle Bachelet
í Chile, Tabaré Vázquez í Úrúgvæ,
Evo Morales í Bólivíu, Rafael Cor-
rea í Ekvador, Alan García í Perú og
Fernando Lugo í Paragvæ.
Þessir þjóðhöfðingjar eru ólík-
ir sín á milli, en hafa þá sameigin-
legu stefnu að vilja minnka forræði
Bandaríkjanna, draga úr alþjóða-
væðingu og mikilvægi alþjóða-
stofnana á borð við AGS í löndum
sínum til þess að öðlast efnahags-
legt sjálfstæði og stuðla að félags-
legri velferð á meðal þegnanna.
Mörg ríki í Suður-Ameríku hafa
á síðustu árum sýnt aukinn sam-
starfsvilja og stofnuðu Bandalag
Suður-Ameríkuþjóða á síðasta ári
sem er vísir að efnahags- og stjórn-
málabandalagi í ætt við Evrópu-
sambandið.
Forseti eins og eiginmaðurinn
Cristina Fernandez de Kirchner tók
við forsetaembættinu af eiginmanni
sínum Néstor sem batt enda á
áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Bleika bylgjan
Néstor Kirchner ásamt
Hugo Chávez og Lula
da Silva, bandamönn-
um í „bleiku bylgjunni“.
Gagnrýninn Pino Solanas segir
stjórnvöld hafa varið hag stórfyrir-
tækja á kostnað landsmanna.