Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir ar græði einkafyrirtæki í vatnsveitu í Bandaríkjunum ekki meira en 6–12% og 6% í Frakklandi og Bret- landi. Þrátt fyrir hinn mikla gróða hafi Aguas Argentinas hvorki skil- að neytendum betri vöru né auk- inni skilvirkni. Árið 1997 komst svo upp að fyrirtækið hafði ekki staðið við 45% af samningsatriðunum og valdið gífurlegri mengun á Rio de la Plata-fljótinu við Buenos Aires. Í framhaldinu sýndi óháð rann- sókn að drykkjarvatnið frá Aguas Argentinas innihélt mjög hátt nítr- at-hlutfall sem er stórhættulegt mannfólki samkvæmt alþjóðlegum heilbrigðisstöðlum. Þrátt fyrir óstjórn Suez Group hélt AGS áfram að ráðleggja stjórn- völdum að skera niður og einka- væða í vatnsgeiranum. Samkvæmt upplýsingum frá Polaris Institute, kanadískri stofnun sem beitir sér fyrir bættum lýðræðisháttum, bjuggu 460 milljónir manna í heim- inum við vatnsveitur í einkageiran- um – miðað við 51 milljón manna árið 1990 – vegna einkavæðing- arstefnu sem Alþjóðabankinn og AGS hafa stuðlað að. Ríkisstjórn Néstor Kirchners ríkisvæddi Aguas Argentinas í mars 2006 í neyðaraðgerð. Þjóðarauðlindir á brunaútsölu Í heimildarmynd stjórnmála- og kvikmyndagerðarmannsins Fern- ando „Pino“ Solanas, Memor- ias del Saqueo (Gripdeildanna minnst) frá 2003 er dregin upp ákaflega skuggaleg mynd af stjórn- artíð Menems og í raun öllu stjórn- málalífi Argentínu síðustu áratugi. Í myndinni, sem margir Íslendingar hafa séð á YouTube og dreift sín á milli á Facebook, segir Pino Solan- as að skuld Argentínu við erlendar lánastofnanir hafi verið tæki stór- fyrirtækja og athafnamanna í hart- nær öld sem þeir hafi notað til að stjórna fjármálalífi landsins og til að færa auð landsins í einkaeigu. Valdhafar hafi nær alltaf varið hag alþjóðlegra lánastofnana fram yfir hag landsins. Efnahagsstórslysið 2001 og örbirgðin sem fylgdi á eft- ir hafi valdið fleiri dauðsföllum en hreinsanir herforingjastjórnarinn- ar og Falklandseyjastríðið saman- lagt. Í myndinni kemur fram að skuldir einkafyrirtækjanna sem herforingjarnir létu falla á ríkið á áttunda áratugnum hafi ekki ein- ungis verið frá argentínskum fyrir- tækjum komnar, heldur einnig frá útibúum erlendra risafyrirtækja á borð við Citibank, Chase Manhatt- an, Deutsche Bank, Esso, Fiat, IBM, Ford og Mercedes Benz. Stórfyrir- tæki hafi lengi stundað ýmsa fjár- málagjörninga og farið á bak við lögin til þess að koma skuldum sín- um yfir á ríkið með aðstoð stjórn- málamanna. Pino Solanas fer hörðum orð- um um einkavæðingarferlið 1989– 1999. Þar hafi stjórnvöld selt fyr- irtækin á brunaútsölu og án skuldbindinga. Alvarlegasta dæm- ið hafi verið salan á YPF, ríkisolíufé- laginu, sem talin var verðmætasta eign þjóðarinnar, auðlind sem var metin á að minnsta kosti 200 millj- arða dollara, en seld fyrir miklu minna. Olíuverð fyrir almenna not- endur hafi snarhækkað í kjölfarið og þjónusta versnað. Gasauðlindir landsins voru seldar á sama hátt. Á þessu öllu hefðu alþjóðleg stór- fyrirtæki grætt á tá og fingri og AGS lagt blessun sína yfir allt saman. Solanas nefnir að Argentína sé eina landið í heiminum sem tapað hafi olíu- og gasauðlindum án þess að lenda í stríði. Annað stórslys að mati Solanas var einkavæðing járnbrautakerfisins sem náði yfir 36.000 kílómetra fyrir sölu árið 1993, en aðeins 8.000 kíló- metra nokkrum árum seinna. Stór- fyrirtækin sem keyptu kröfðust þess að kostnaður við lestirnar yrði snar- lækkaður fyrir einkavæðingu. Var starfsmönnum þá fækkað úr 95.000 í 15.000. Ríkið tók 700 milljón dollara lán í Alþjóðabankanum til að greiða þessum 80.000 fyrrverandi starfs- mönnum bætur en skuldin safnaði á nokkrum árum 700 milljónum í viðbót í vexti. Ríkið hafði því skuld- sett sig mikið til að selja fyrirtæki. Í framhaldinu veittu stjórnvöld nýj- um eigendum járnbrautanna mikla styrki. Solanas telur því að ríkið hafi í raun stórtapað fjárhagslega á einka- væðingunni og þjóðin þurft að þola mikið félagslegt tjón. Í Memorias del Saqueo lýsir Pino Solanas ástandinu á tíunda ára- tugnum, valdatíð nýfrjálshyggjuafl- anna, sem tímabili allsherjarspill- ingar. Allar helstu valdastofnanir argentínska ríkisins hafi brugðist og þar á meðal þingið, dómstólar og verkalýðsfélög. Allsherjarspilling hafi valdið mafiocracia, mafíuræði, í landinu. Í skjóli spillingarinnar hafi stórfyrirtækin sópað til sín öllum helstu auðlindum og fyrirtækjum landsins. 90 prósent auðs í landinu hafi flust á ríkar hendur sem voru 10 prósent af þjóðinni. Afsökunarbeiðni frá AGS Í júlí 2004 kom út skýrsla endur- skoðunarnefndar hjá AGS sem rannsakaði vítt og breitt aðgerð- ir sjóðsins í Argentínu 1989–2001. Í skýrslunni er viðurkennt að AGS hafi „nær örugglega“ átt sinn þátt í að dýpka kreppuna í Argentínu. „Með því að líta fram hjá vaxandi skuldastöðu Argentínu á tíunda áratugnum og halda áfram að lána landinu fé þegar skuldabyrði þess var orðin óviðráðanleg, stuðlaði sjóðurinn með marktækum hætti að einni skelfilegustu fjármála- kreppu sögunnar.“ Néstor Kirchner, þáverandi forseti, taldi skýrsluna ófullnægj- andi og að hún kæmi allt of seint. Á meðan Kirchner sagðist styðja innri rannsókn í sjóðnum þyrfti AGS að hafa í huga að afsökunar- beiðnin „kæmi 10–15 árum eftir at- burðina og að skaðinn sem hann hefði valdið í Argentínu væru 15 milljónir manna sem lifðu í fátækt“. Kirchner benti á að Carlos Menem hefði heimsótt höfuðstöðvar AGS árið 1998 við dynjandi lófatak hag- fræðinga og stjórnmálamanna. Þar hefði Menem verið lofaður í hástert fyrir „argentínska kraftaverkið“. En á sama tíma hafi þegar verið aug- ljóst að AGS styddi efnahagsstefnu sem myndi leiða til stórslyss. Bleika bylgjan Hrunið í Argentínu 2001 virðist hafa verið einn af mörgum hvötum þess að vinstribylgja hófst í Suður-Am- eríku upp úr aldamótum. Hægri- flokkar hafa víðast hvar misst völd- in vegna þeirra efnahagslegu og félagslegu vandamála sem stefna nýfrjálshyggjunnar hefur valdið í álfunni og forsetar vinstra meg- in í stjórnmálalífinu verið þjóð- kjörnir í staðinn; Kólumbía er þar reyndar undantekning. Hefur þessi sókn vinstrisinnaðra stjórnmála- afla verið kölluð „bleika bylgjan“. Af forsetum bleiku bylgjunnar má nefna Kirchner-hjónin í Argentínu, Lula da Silva í Brasilíu, Hugo Chá- vez í Venesúela, Michelle Bachelet í Chile, Tabaré Vázquez í Úrúgvæ, Evo Morales í Bólivíu, Rafael Cor- rea í Ekvador, Alan García í Perú og Fernando Lugo í Paragvæ. Þessir þjóðhöfðingjar eru ólík- ir sín á milli, en hafa þá sameigin- legu stefnu að vilja minnka forræði Bandaríkjanna, draga úr alþjóða- væðingu og mikilvægi alþjóða- stofnana á borð við AGS í löndum sínum til þess að öðlast efnahags- legt sjálfstæði og stuðla að félags- legri velferð á meðal þegnanna. Mörg ríki í Suður-Ameríku hafa á síðustu árum sýnt aukinn sam- starfsvilja og stofnuðu Bandalag Suður-Ameríkuþjóða á síðasta ári sem er vísir að efnahags- og stjórn- málabandalagi í ætt við Evrópu- sambandið. Forseti eins og eiginmaðurinn Cristina Fernandez de Kirchner tók við forsetaembættinu af eiginmanni sínum Néstor sem batt enda á áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bleika bylgjan Néstor Kirchner ásamt Hugo Chávez og Lula da Silva, bandamönn- um í „bleiku bylgjunni“. Gagnrýninn Pino Solanas segir stjórnvöld hafa varið hag stórfyrir- tækja á kostnað landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.