Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 46
Sunderland Það eiga fá lið í neðri helming deildarinnar meiri peninga en Sunderland og var það nú að setja félagsmet með kaupunum á Dar- ren Bent. Hann verður liðinu afar drjúgur haldist hann heill bæði á líkama og sál og gæti hann mynd- að afar sterkt sóknarpar með Ken- wyne Jones. Sunderland er með fínasta fótboltalið og hefur alla burði til þess að gera vel. Frábæran völl og enn betri stuðningsmenn. Nú er komið að Steve Bruce að taka næsta skref með liðið. Hann gerði það svo sannarlega hjá Wigan og var ekki furða að Sunderland-menn hringdu í hið margnefbrotna ljúfmenni. Það er algjörlega undir Bruce komið hvernig Sunderland gengur í ár. 11 LykiLmaður Steve Bruce FyLgist með Darren Bent 46 föstudagur 7. ágúst 2009 bolton Bolton hefur verið nokkuð sniðugt á leikmannamarkaðinum. Svona klassísk bresk kaup frá klassísk- um breskum stjóra eins og Gary Megson er. Vörnin mun styrkjast gífurlega með komu Zat Knight og einum eftirsóttasta bakverði síðustu árin, Paul Robinson. Þá er Sam Ricketts kominn frá Hull og Sean Davis á miðjuna frá Port- smouth. Breiddin er því orðin mun meiri hjá Bolton og ætti liðið eftir öllu að geta gert ágætlega í ár. Það byggist þó á að vörnin haldi og Jussi í markinu verði jafngóður og venjulega. Liðið verður aftur á móti að fara að skora mörk í hverjum leik. Ekki bara stundum eins og það hefur oft viljað vera hjá Bolton upp á síðkastið. 12 LykiLmaður Jussi Jaaskelainen FyLgist með Grétari Rafni Steinssyni 13 LykiLmaður Ryan Nelsen FyLgist með Franco di Santo blackburn Hann gerir það ekki alltaf á falleg- asta mátann en Stóri Sam kann að vinna fótboltaleiki. Hann bjargaði Blackburn auðveldlega frá falli í fyrra og fær nú heilt sumar til þess að und- irbúa lið sitt fyrir átökin á komandi tímabili. Hann hefur keypt svona týpíska Allardyce-menn. Leikmenn sem enginn eða fáir vita hverjir eru en hann mun alltaf gera að leik- manni sem hentar því liði sem hann stýrir. Blackburn hefur vissulega misst nokkra sterka leikmenn en trúin á Allardyce er mikil og hann veit nákvæmlega hvað hann syngur. Varnarleikurinn verður þó virki hans að vanda þar sem fyrirliðinn Ryan Nelson verður að haldast heill. Stoke Það hefur ekkert lið á Englandi spil- að leiðinlegri fótbolta í lengri tíma en Stoke gerði í fyrra. Tony Pulis var ekkert að horfa í fagurfræðina til að halda liðinu uppi og það virkaði svo sannarlega. Stoke er lið þar sem allir leikmenn gefa sig alla í leikinn alltaf og það skilar sér alltaf á endanum. Stoke hefur aðeins bætt við sig einum leikmanni og vissulega er mjög líklegt að liðs- ins bíði erfitt annað tímabil. Heimavöllur þess er þó bara einfaldlega of sterk- ur og leikmennirnir of áræðnir til að þannig verði. Hjá Stoke uppskera menn laun erfiðis síns. 14 LykiLmaður Thomas Sörensen FyLgist með Carl Dickinson Wigan Það er að koma bylgja af spennandi þjálfurum á Englandi. Einn þeirra er Roberto Martinez hjá Wigan sem hef- ur stýrt skútunni hjá Swansea undan- farin ár. Þar hefur hann gert frábæra hluti og fær nú tækifærið í bestu deild heims. Hann tók með sér markaskorarann Jason Scotland sem á þó enn eftir að sanna sig í efstu deild. Að missa Antonio Valencia verður liðinu þó dýrt og þá á eftir að sakna Emile Heskey sem fór síðasta janúar enn meira. Þetta verður Wigan-liðinu afar erfitt tímabil en Martinez er klókur og heldur liðinu uppi. 15 LykiLmaður Paul Scharner FyLgist með Jason Scotland 18 LykiLmaður Jimmy Bullard FyLgist með Daniel Cousin Hull Hull kveður úrvalsdeildina eftir tímabilið og það gæti jafnvel endað neðar en í 18. sæti. Hefði ekki verið fyrir ótrúlega byrjun liðsins í fyrra hefði það svoleiðis skítfallið. En það bjargaði sér. Nú hefur Hull ekkert gert til að bæta við mannskapinn og er því einfaldlega á beinni leið niður. Geovanni getur ekki skorað úr auka- spyrnum í hverjum einasta leik. Það verður lítil gleði í Hull í ár. birmingHam Birmingham sem hefur jójó-að á milli deilda síðustu ár er komið aftur á meðal þeirra bestu. Nú hef- ur það yfir að ráða ágætis mann- skap með Skotana James McFadd- en og Barry Ferguson í fararbroddi en Ferguson sem hefur verið fyrirliði Rangers og Skotlands síðustu ár er genginn í raðir liðsins. Eitt gerði liðið líka rétt. Það fékk Joe Hart, markvörðinn unga, að láni frá City en Maik Taylor sem varið hefur mark liðsins síðustu árin hefur fyrir löngu sannað að hann get- ur ekkert í úrvalsdeildinni. Birmingham verður við fallið þrátt fyrir ágætan mannskap en bjargar sér undir restina. Tæplega þó. 17 LykiLmaður James McFadden FyLgist með Barry Ferguson PortSmoutH Þrátt fyrir að moldríkur fasteigna- fursti hafi keypt Portsmouth hefur þar ekkert gerst í leikmannamálum. Liðið var ágætlega mannað í fyrra en slapp samt rétt svo við fall. Nú hefur Portsmouth misst Peter Crouch, Glen Johnson, Lauren og Arnold Mvuemba svo einhverjir séu nefndir. Á móti eru einungis komnir Aaron Mokoena og Steve Finnan. Það segir sig sjálft að liðið vantar fleiri leikmenn. Eiginlega mun fleiri og þá mjög góða. Nóg á allavega að vera til af peningum. Það verður að fara að eyða þeim svo ekki eigi illa að fara hjá Hemma og hans félögum. 16 LykiLmaður David James FyLgist með Hermanni Hreiðarssyni WolveS Wolves kveður deildina með Burnley og Hull. Mick McCarthy mætir til leiks með afar dapran leikmannahóp sem á ekkert er- indi á meðal þeirra bestu. Gaman verður að fylgjast með hinum unga Sylvan Ebanks-Blake sem fór á kostum í næstefstu deild í fyrra en meira er það ekki. Kaup liðsins endurspegla líka svo fjárhag liðsins að það er pínlegt. Týpískt kaup hjá illa stöddu liði sem kemur upp í úrvalsdeildina. Meðaljóna og minna en það sem eiga ekkert erindi í úrvalsdeildina frekar en liðið sem mun falla og það líklega með stæl. 20 LykiLmaður Christophe Berra FyLgist með Sylvain Ebanks-Blake burnley Burnley var nú eiginlega lið ársins á Englandi í fyrra. Eftir hörmulega byrjun þess í næstefstu deild héldu nú margir að það myndi frekar falla heldur en að komast upp á meðal þeirra bestu. Þjálfarinn Owen Coyle virðist algjör snillingur í að leggja upp einstaka leiki eins og sást í bikar- keppnunum á síðasta tímabili þar sem Burnley fór hamförum. Leikmanna- hópurinn er þó engan veginn nægilega góður til að halda sér uppi en Burn- ley mun vinna eftirtektarverða sigra á komandi tímabili. Svo er Jói Kalli líka í hópnum. 19 LykiLmaður Owen Coyle FyLgist með Jóhannesi Karli Guðjónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.