Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 28
Að lærA nýtt tungumál Ég hef alltaf haft gaman af því að fara til útlanda þó ég hafi gert ævintýralega lítið af því á síðustu árum. Þegar ég var yngri ferðaðist ég gífurlega mik- ið erlendis með foreldrum mínum. Fórum við utan í það minnsta einu sinni á ári. Hef ég því komið á marga staði og séð mikið. Auðvitað gleym- ist seint að upplifa hluti eins La Sagrada Familia-kirkjuna í Barcelona, sigla niður ána Signu í París og ganga um stræti gömlu Júgóslavíu - í raun nokkrum andartökum fyrir stríð. En það eru líka minni og kjánalegir hlutir sem festast í minni manns frá svona ferðum. Skemmtilegar litlar ferðasögur sem gaman er að rifja upp. Sumir skyldu halda að það væri afar auðvelt að panta sér ostborg-ara hvar sem er í heiminum. Sérstaklega ef það er nú á McDon-alds. Fyrir mörgum árum reyndist það þó þrautin þyngri fyrir mig á McDonalds-stað í Sviss þar sem ég var á ferðalagi með foreldrum mínum. Þegar ég beit í borgarann fór ekkert á milli mála að ostinn vant- aði. Ég ákvað þá að brúka mína fínu ensku sem ég lærði snemma og bað um að fá nýjan borgara, en nú með osti. ,,Yes,” sagði afgreiðslumaðurinn og brosti en gerði ekkert. ,,Get ég fengið nýjan,” spurði ég aftur. ,,Yes, yes,” svaraði afgreiðslumaðurinn á ný. Eftir að hafa dansað ,,Yes”-dansinn í tvær mínútur gafst ég upp og át ostlausan borgarann. Á öðrum hamborgara-stað gerðist einn-ig skondið atvik. Ég var í Kaupmanna- höfn með hópi krakka fyrir nokkrum árum og sem unglingar vildum við ekk- ert snæða nema Burger King sem var efst á Strikinu. Fannst okkur alltaf fáránlega sniðugt að panta á dönsku því ekki var það nú erfitt. Danskan var þó mis-góð hjá sumum og tók ég eftir hvað ein afgreiðsludaman í eitt skiptið var farin að pirrast. Þegar einn félagi minn gat svo ekki munað hvað beikon væri á dönsku öskraði hún upp fyrir sig á ensku: ,,PANTIÐ BARA Á ENSKU Í GUÐANNA BÆNUM!” Þeir sem hafa séð uppistandið ,,Ég var einu sinni nörd,” með Jóni Gnarr muna eflaust eftir því þegar hann talaði um að hann hefði átt erfitt með að panta bolla af kaffi í Danmörku því enginn vildi skilja dönskuna hans. Ég lenti í svipuðu atviki þegar ég ætlaði á afar heit- um sumardegi í Barcelona árið 1999 að panta mér kúluís með stórri súkk- ulaðikúlu af manni með ísvagn beint fyrir framan hótelið mitt. Ég hélt að það yrði nú ekki flókið. Maðurinn á vagninum hlyti nú að kunna smá ensku enda ekkert nema túristar á þessum tíma þarna. Ég sagði því afar rólega á ensku og notaði hendurnar með: ,,Einn, stóran, súkkulaði.” Það var eins og ég talaði hebresku fyrir honum því hann ætlaði einfaldlega ekki að skilja um hvað ég var að biðja. Það var ekki fyrr en ég prófaði ömurlega spænsku sem ég gat lesið af spjöldunum: ,,Uno, grande, chocolat?” Þá var ekki að spurja að því. Ísmaðurinn loðni reif sig í gang og hélt áfram samræðunum á spænsku þó ég skildi ekki bofs. Ísinn fékk ég þó og hann var ógeðs- lega vondur. Þarna töpuðu allir. Síðasta atvikið sem mig langar að rifja upp er einnig það nýjasta. Í janúar á síðasta ári var ég staddur í Þrándheimi að fylgja eftir og skrifa um íslenska landsliðið í handbolta. Gisti ég á hóteli rétt fyrir utan miðbæ Þrándheims. Á sama tíma og ég var á hótelinu gistu þar krakkar á lokaári í menntaskóla frá Svíþjóð sem voru í skólaferða- lagi. Af hverju þau völdu ekki betri stað en Þrándheim veit ég ekki. Einn af strákunum vingaðist ég við. Dreng að nafni Jonas sem var svo ,,Emo” að það var engu lagi líkt. Með hárið kolbika svart, svakalegan topp greiddan alveg til hliðar og meikað- ur í andlitinu. Yfir öl í andyrinu eitt kvöldið spurði ég hann hreint út hvernig hann nennti að standa í þessu. Greiða sér og mála alla morgna. Ástæðan var nú ekki flókin. Hann viðurkenndi að hann hataði þetta útlit en hann óð svoleiðis í stelpum og vegna þess væri þetta væri einfaldlega þess virði. Það fór heldur ekkert á milli mála, svona miðað við hvað bekkjarsystur hans slefuðu yfir honum allavega. Ég var samt ekki al- veg að ná þessu þrátt fyrir þá staðreynd. Allavega ekki fyrr en hann tók sig til og svaf hjá myndarlegu skúringadömunni sem sá um hæðina okkar. Þá skildi ég hann en lét nú emo-lúkkið vera samt sem áður. EftirminnilEgt ErlEnDiS tÓmAS ÞÓr ÞÓrðArSOn skrifar Að fara inn á þing með nýja hreyfingu er snúið mál. Und- anfarnir mánuðir hafa verið með lærdómsríkustu tím- um lífs míns. Að koma inn á þing með nýjan þinghóp þar sem allir eru nýgræðingar er eins og að vera lokaður inni í veruleika þar sem allir tala framandi tungumál sem við þurfum öll að leggja okkur fram við að skilja á einhverjum þeim örlagaríkustu tímum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sumarþing sem átti að standa í viku hefur nú staðið yfir í þrjá mán- uði og enginn endir er í sjónmáli þó margir séu orðnir fullir vonar um að hægt verði að ljúka þingstörfum í komandi viku. Ég er ekki viss um að það sé endilega skyn- samlegt að ljúka þingi út frá einhverri fyrir- fram gefinni dagsetn- ingu – nær væri að ljúka þessu stóra máli sem við erum að glíma við með sóma. Þetta er annars furðulegt starf og maður þarf að hafa þykkan skráp til að þola allt illa umtalið og reiðina sem dynur á manni ef manni verð- ur á að misstíga sig eða fylgja sann- færingu sinni. Ég get alveg skilið af hverju ákveðið fólk velst inn á þing, það er ekki fyrir viðkvæma að vinna þessa vinnu eða fólk sem vill eiga eitthvað einkalíf. Þetta er vinna þar sem maður fær aldrei frí og þetta er vinna sem krefst þess af manni, það er að segja ef maður vill sinna henni vel, að maður nái því að halda áttum þó allt sé logandi í kringum mann. Þetta er vinna þar sem maður þarf að hafa náð því meistaralega vel að taka hlut- ina ekki persónulega og þar sem innsæið verður að fá að vega þungt. Mikið er ég rosalega þakklát fyrir að Borgara- hreyfingin hefur eftirfarandi í sinni stefnu: Borgarahreyf- ingin leggur sig niður og hættir störfum þegar markmiðum stefnuskrár hennar hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð. Hvenær kemur réttlætið? Það er alveg makalaust að ekki er búið ennþá að frysta eig- ur eða af hverju bankarnir eru ekki teknir út sem þær svika- myllur sem þeir greinilega eru. Það er ömurlegt að vita til þess að sumt fólk kemst upp með það að svíkja og pretta á siðlausan en löglegan hátt – því vinir og vandamenn þeirra hafa samið regluverkið sem þeir fara eftir eða hafa ekki sett það í forgang að laga það. Það er ömurlegur veruleiki fyr- ir þá sem eru að glata öllu sínu að vita til þess að þeir sem eru að stela lífsgæðun- um frá börnunum þeirra fái enn að leika lausum hala í fjármálaheiminum með leppa sér til handa. Auðvitað kallar slíkt á al- mennt siðrof. Á meðan ekkert réttlæti fyrirfinnst í samfélagi okkar er ósann- gjarnt og óréttlátt að ætlast til þess að almenningur fórni sér með lakari lífs- gæðum og lifi í dauðans óvissu um afkomu sína næsta áratuginn. Það verður hrein- lega að hætta þess- um hvítþvotti og láta einhverja sæta raun- verulegri ábyrgð. En það hefur aldrei ver- ið sterka hlið okkar ráðamanna að taka pokann sinn sama hvað viðkomandi hefur orðið uppvís að siðlausri fram- komu. Hættum að vera eins og stór Sikiley og förum að haga okkur eins og siðmenntað fólk – það mun enginn – ekki nokkur maður taka mark á okkur á erlendri grund ef við höldum áfram á þessari braut. Það er líka alveg ótrúlegt að sá flokkur sem átti sinn stóra hlut í hruninu hafi í stað þess að vera látinn axla ábyrgð fengið meirihluta og þessi sami meiri- hluti hafi sett í æðstu embætti ríkisvaldsins og þingvalds- ins fólkið sem sofnaði á vaktinni. Hvenær kemur réttlæt- ið – kemur það kannski ekki fyrr en næsta bylting brestur á? Fram undan er greiðsluverkfall og fólksflótti. Hlutverk ráðamanna er að skapa réttlátt samfélag en þannig samfé- lag verður aldrei hér á meðan AGS ræður för. Það kallar á siðrof ef þeir sem stela lífsgæð- unum frá börnum skuli enn leika lausum hala í fjármálaheiminum með leppa sér til handa segir Birgitta Jónsdóttir í dagbók þingmannsins. Hún segir greiðsluverkfall og fólksflótta fram und- an en að réttlátt samfélag verði ekki skapað hér meðan Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ræður för. 28 föStudAgur 7. ágúst 2009 umræðA HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.