Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 23
fréttir 7. ágúst 2009 föstudagur 23 MORÐ Á ÍSLANDI BAÐ SéR vægÐAR ÁN ÁRANguRS n Aðfaranótt 2. október árið 1997 var maður ginntur upp í Heiðmörk af ungum tvíburum sem hugðust ræna hann. Mennirnir höfðu hist á skemmtistað og plötuðu tvíbur- arnir manninn með sér með því að þeir ætluðu á annan skemmti- stað. Í Heiðmörk lagði maðurinn á flótta en árásarmennirnir náðu honum og greip annar tvíburanna stóran stein og barði með honum hvað eftir annað í höfuð hans þrátt fyrir að hann bæði sér vægðar. Árásarmennirnir höfðu upp úr krafsinu nokkur þúsund krónur en þegar þeir óku af stað keyrði hinn bróðirinn yfir manninn. Sá sem lamdi manninn með steini var dæmdur í sextán ára fangelsi. Hann hafði verið greindur með geðklofa á byrjunarstigi en ekki var orðið við óskum um að hann yrði vistaður á réttargeðdeild- inni á Sogni. Hinn bróðirinn var í héraðsdómi dæmdur til átta ára fangelsisvistar en dómurinn var þyngdur í tólf ár í Hæstarétti. Barinn til Bana með hamri n 9. nóvember árið 2000 var 27 ára karlmaður myrtur af viðskiptafélaga sínum í Öskjuhlíð. Þegar ekkert spurðist til unga mannsins um daginn vöknuðu strax grunsemdir um að eitthvað óvenjulegt væri á ferð- inni. Hvarf hans var frá upphafi rannsakað sem sakamál. Bíll unga mannsins fannst við Hótel Loftleið- ir og þótti sýnt að hann hefði verið færður þangað eftir að farið var að grennslast fyrir um ferðir hans. Blóð fannst í bifreiðinni. Gífurleg leit var skipulögð að manninum og tóku vinir og kunningjar hans þátt í henni, meðal annars viðskiptafélagi hans sem lýsti í DV yfir örvilnan sinni yfir hvarfi vinar síns. Tæpri viku eftir að ungi maðurinn hvarf var viðskiptafélaginn handtekinn, enda taldi lögregla að hann hefði logið til um mikilvæg atriði er vörðuðu hvarf mannsins. Játaði hann fljótlega á sig morðið og að hafa falið líkið í hraunsprungu á Reykjanesi. Morðinginn var háður fíkniefnum og fjármál hans voru í mikl- um ólestri. Kom til deilna þeirra á milli í Öskjuhlíð vegna skuldbindinga sem hann hafði tekið á sig vegna verslunar sem þeir voru að opna. Morðinginn sagði að fát hefði komið á sig og hann barið unga manninn til bana með hamri. Hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. MORÐINgINN hAtAÐI fóRNARLAMBIÐ LeNgI n Um klukkan hálf fimm að nóttu fimmtudaginn 9. maí árið 1968 var maður skotinn til bana á annarri hæð húss- ins á Tómasarhaga 25. Heimilisfólkið hafði vaknað við að maður braust inn í íbúðina og þegar það kom að skaut innbrotsmaðurinn eiginmanninn nokkrum skotum fyrir framan eiginkonu hans, dóttur og son. Eiginkonan þekkti morðingjann í sjón og með nafni. Lögreglan var því fljót að hafa uppi á honum. Við vitnaleiðslur kom fram að morðinginn hefði hatað fórnarlambið lengi. Hann hafði ákveðið að fara til mannsins með byssu að vopni, ann- aðhvort til að hræða hann eða vinna honum tjón. Eftir að hafa bankað á dyrnar án þess að fá svar varð hann ævareiður, braust inn og framdi ódæðið. Morðinginn var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. lamdi mann til dauða með slökkvitæki n Sunnudaginn 7. október árið 2007 var lögreglan kölluð út að íbúð við Hringbraut í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang var maður á vappi í íbúðinni, ákaflega drukkinn. Í rúmi lá maður alklæddur með sæng og kodda yfir höfði. Þegar lögreglu- menn lyftu líninu af höfði mannsins komu í ljós alvarlegir áverkar vinstra megin í andliti. Blóðslettur voru á rúmgafli og veggnum við höfðagaflinn. Duft úr slökkvitæki var í andliti hans. Maðurinn lést af sárum sínum klukkan 23.30 um kvöldið. Hann var höfuðkúpubrot- inn á þremur stöðum og hlaut af því miklar heilablæðingar sem drógu hann til dauða. Hinn maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa barið hinn látna til bana með slökkvitæki í íbúð fórnarlambsins. Í aðdraganda voðaverks- ins höfðu mennirnir báðir verið við neyslu áfengis og lyfja. Upptökur úr myndavélum í anddyri hússins sýndu hvar mennirnir áttu í erjum. Morðinginn játaði aldrei verknaðinn en var dæmdur í sextán ára fangelsi og þurfti að greiða aðstandendum fórnarlambsins ríflega hálfa milljón í miskabætur auk málskostnaðar. MyRtI BARN þvÍ hANN vAR eINMANA n Maður braust inn í bragga númer eitt við Há- teigsveg laugardagskvöldið 3. maí árið 1947. Mað- urinn var vopnaður saxi og ætlaði að ráðast á hvern þann sem fyrir honum yrði. Í skálanum voru tvö börn, átta ára stúlka og barn á öðru ári. Móð- ir barnanna var í öðru húsi örskammt frá en faðirinn hafði nýlega brugðið sér úr skálanum. Morðinginn réðst fyrst á yngra barnið og banaði því með mörgum stungum. Í því kom stúlkan að honum og ætlaði að hjálpa barninu. Þá réðst morðinginn á hana og skar og særði hana illa. Henni tókst við illan leik að komast út. Hún hljóp til móður sinnar og gerði henni viðvart áður en það leið yfir hana. Móðirin fór að skálanum og varð þá fyrir árás morðingjans. Eftir mikil átök slapp móð- irin og náði í hjálp. Lögreglan kom á vettvang og handtók morðingjann. Yngra barnið lést en móð- irin og stúlkan jöfnuðu sig eftir að hafa dvalið um skeið á sjúkrahúsi. Við vitnaleiðslur sagðist glæpa- maðurinn hafa verið einmana og vitað að lögregl- an kæmi að hirða hann ef hann gerðist morðingi. Hann var dæmdur til þess að sæta öruggri gæslu ævilangt. rifust um siðareglur víetnama n Lögreglunni í Kópavogi barst tilkynning klukkan hálf ellefu sunnudaginn 15. maí árið 2005 um að maður hefði verið stunginn með hnífi að Hlíðarhjalla 65 í Kópavogi. Þegar lög- reglu bar að garði stóð maður við innkeyrsluna að Hlíðarhjalla 63-73 og fylgdu lögreglu- menn honum að Hlíðarhjalla 65. Í anddyrinu var hópur manna, bæði börn og fullorðnir, sem hrópuðu að maður væri dáinn uppi á þriðju hæð. Þegar lögreglumenn komu upp á stigapall þriðju hæðar hittu þeir fyrir konu og mann sem héldu á fórnarlambinu. Maðurinn var þá látinn. Lögreglumenn handtóku árásarmanninn sem var áberandi ölvaður. Dán- arorsök fórnarlambsins var stungusár á brjóstkassa. Hinn látni var einnig með stungusár á hægri framhandlegg, skurðsár á hægri vísifingri og hægri hendi. Hinn látni hafði einnig verið undir áhrifum áfengis. Mennirnir tveir voru báðir frá Víetnam og spruttu upp deilur þeirra á milli um hvort siðareglur í heimalandi þeirra ættu að gilda í samskiptum Víetnama sem búsettir væru á Íslandi. Morðinginn var dæmdur í sextán ára fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða ekkju hins látna rúmlega sjö milljónir króna í skaðabætur og dótt- ur hans tæplega fimm milljónir. Þá þurfti hinn dæmdi að greiða öðrum manni sem hann stakk með hnífi hálfa milljón. MyRtI MANN Og fLúÐI LAND n 47 ára karlmaður var myrtur með búrhníf í íbúð sinni á Leifsgötu aðfaranótt miðviku- dagsins 14. júlí árið 1999. Morðið uppgötvaðist hálfum sólarhring síðar þegar nágranni hafði samband við lögreglu. Böndin bárust fljótt að manni sem hafði verið handtekinn um nóttina, blóðugur í miðbænum. Hann var hins vegar flúinn af landi brott, hafði flogið til Kaupmannahafnar undir fölsku nafni. Hann var handtekinn þar í borg 18. júlí. Í fyrstu ját- aði maðurinn á sig morðið og bar því við að hann og fórnarlambið hefðu átt óútkljáð pen- ingamál. Þeir hefðu neytt fíkniefna saman og deilur stigmagnast þar til fórnarlambið lá í valnum. Maðurinn játaði einnig á sig verknaðinn í tímaritsviðtali en fyrir dómi kvaðst hann saklaus. Hann var engu að síður dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. MORÐ eINA LeIÐIN tIL AÐ LOSNA vIÐ eIgINMANNINN n 27 ára kona myrti 38 ára eiginmann sinn sunnudaginn 25. janúar árið 1981 í íbúð þeirra í Kötlufelli 11. Konan hellti yfir hann bensíni og kveikti í þar sem hann svaf ölvunarsvefni. Með þessu stefndi hún um leið lífi annarra íbúa hússins í hættu. Hjónin bjuggu í íbúðinni ásamt tveimur ungum börnum sínum, fimm ára dreng og sex ára stúlku, sem konan fór með út úr íbúðinni skömmu fyrir verknaðinn. Sambúðarörðugleikar höfðu verið í hjónabandinu vegna ofneyslu mannsins á áfengi og konan taldi þetta einu leiðina til að losna við eiginmanninn. Þess má geta að hún sneri aftur til íbúðarinnar nokkru eftir íkveikjuna til að leita hjálpar en það var orðið of seint. Hún hlaut fjórtán ára fangelsisdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.