Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 24
24 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Enginn sakfElldur fyrir morðið n Klukkan 7.15 að morgni fimmtudagsins 18. janúar árið 1968 var lögreglan kvödd að bílastæði við Laugalæk, nokkuð fyrir norð- an Sundlaugaveg, þar sem eitthvað þótti athugavert við ökumann leigubifreiðar sem þar var. Við athugun kom í ljós að maður- inn, sem var 42 ára, var látinn eftir að hafa verið skotinn í hnakkann. Þrátt fyrir mikil réttarhöld var enginn maður sakfelldur fyrir morðið. Hnéspark í Höfuð n Aðfaranótt laugardagsins 25. maí árið 2002 veittust tveir rúmlega tvítugir pilt- ar að pilti á svipuðum aldri í Hafnar- stræti með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Í ákæru kom fram að þeir hefðu slegið hann mörg hnefahögg í andlitið, skallað hann og sparkaði í höfuð hans með hné. Einnig að hafa margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti eftir að hann féll í götuna. Þeir voru dæmdir í tveggja og þriggja ára fangelsi. Sá sem fékk þyngri dóminn var að auki dæmdur fyrir tvær aðrar líkamsárásir. ögraði morðingjanum n Þann 1.apríl árið 1979 drap 36 ára maður 57 ára mann með því að stinga hann með hníf í síðu og veita skurði á maga og brjósti og að lokum tvo skurði á hálsi. Fórnarlambið hafði ögrað morð- ingjanum með því að spyrja hvort hann þyrði að drepa sig. Ódæðisverkið var framið í íbúð hins látna á efstu hæð hússins á Hverfisgötu 34. sEtti líkið í baðkarið n Að morgni 7. janúar árið 1967 braust 39 ára karlmaður inn í hús fyrrverandi eig- inkonu sinnar á Kvisthaga 25 með því að brjóta rúðu í útihurðinni með buffhamri. Í húsinu var konan stödd ásamt börnum og annarri konu. Eftir langt og ofsafeng- ið rifrildi við fyrrverandi konu sína réðst hann á hana og reyndi að hýða hana. Hin konan réðst á manninn en hann skar hana þá í fótinn með kjöthníf sem hann hafði meðferðis. Þegar sonur hans fór úr íbúðinni, rúmlega átta, réðst hann svo á eiginkonuna fyrrverandi og stakk hana til bana með hnífnum. Hann dró hana síðan inn í baðherbergið og setti líkið í baðkarið. Þegar þarna var komið höfðu nágrannar konunnar hringt á lögreglu. Morðinginn tók á móti lögreglunni á tröppum hússins og hlaut hann sextán ára fangelsisdóm. kyrkti barns- móður sína n Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um hvarf 33 ára gamallar konu 5. júlí 2004. Rannsókn hófst strax næsta dag og fljótlega vöknuðu grunsemdir um refsivert athæfi og að ekki væru eðlilegar skýringar á hvarfi hennar. Eftir ítarlega vettvangsrannsókn í íbúð við Stórholt í Reykjavík þar sem síðast var vitað af henni var barnsfaðir hennar og fyrrver- andi sambýlismaður handtekinn. Hann játaði morðið og sagðist hafa varp- að líki hennar fram af klettum á Kjal- arnesi. Leitarhundar, þyrla og kafarar voru notaðir við leit að líki konunnar. Frekari rannsóknir á Kjalarnesi gerðu frásögn hins handtekna ótrúverðuga og þann 3. ágúst féllst hann á að vísa lög- reglunni á líkið. Hann hafði komið því fyrir í hraunsprungu utan við Hafnar- fjörð. Líkið var í drapplituðum, sænsk- um póstpoka úr næloni og var bund- ið fyrir hann með gallabuxum. Pokinn var þakinn grjóti. Maðurinn kvaðst hafa slegið konuna nokkrum sinnum með kúbeini þótt hann myndi ekki eftir því. Hann viðurkenndi að hafa brugðið belti um háls hennar og hert að. Í ljós kom við krufningu að konan lést sökum kyrking- ar. Maðurinn var dæmdur í sextán ára fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða börnum konunnar samtals 21,8 milljónir króna í bætur.myrti eigin- konuna meðan börnin sváfu n Aðfaranótt mánudagsins 1. nóvem- ber árið 2004 var lögreglunni í Kópavogi tilkynnt um að manndráp hefði átt sér stað í íbúð í fjölbýlishúsi í Hamraborg 38 í Kópavogi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang beið þeirra maður á stigapallin- um fyrir utan umrædda íbúð. Hann var greinilega í uppnámi og sagðist hafa myrt eiginkonu sína og hún lægi á gólfinu í for- stofu íbúðarinnar. Maðurinn hafði banað konunni með því að bregða þvottasnúru um háls hennar og þrengja að. Tvö börn þeirra hjóna voru í íbúðinni, fjögurra ára gömul stúlka og eins árs drengur, en þau urðu einskis vör og voru sofandi þegar lög- regla kom á staðinn. Maðurinn var dæmd- ur í níu ára fangelsi en málinu var skotið til Hæstaréttar og þar var hann dæmdur í ellefu ára fangelsi. Örlagaríkir ástarlEikir n 1. október árið 1961 ákváðu hjón á Laugarnesvegi 118 að stunda ástar- leiki á svefnbekk frammi í stofu svo þau vektu ekki krakkana. Eiginkonan var drukkin og varð á að hrópa í sífellu nafn annars manns en eiginmannsins. Við það rann æði á eiginmanninn sem barði konuna svo illa að dauði hlaust af. Börnin höfðu vaknað við átökin. Mað- urinn hélt þeim þó frá stofunni þar sem atburðurinn hafði átt sér stað. Hann hlaut sex ára fangelsi fyrir verknaðinn. Vaknaði Við samfarir í Endaþarm n Aðfaranótt 17. september árið 1981 svipti 28 ára maður annan mann lífi með því að stinga hann með tvennum skærum og hnífi, um eða yfir tuttugu stungur ofan til á bringu og ofanvert á kvið, þar á meðal í gegnum hjartað og lifur og inn í lungu og maga. Að síðustu rak hann önnur skærin á kaf í vinstri augntóft þannig að þau stóðu langt inn í heila. Í vitnisburði sínum sagði morðinginn að hann og fórnarlambið hefðu farið heim til þess síðarnefnda á Grenimel 24 og gert sér þar glaðan dag. Hann hefði hins vegar vaknað upp við að maðurinn hafði við hann samfarir í endaþarm. Morðinginn sagðist þá þurfa að fara á salernið og var leyft það. Þegar fram var komið náði hann sér í vopn, sneri til baka og framdi morðið. Morð- inginn fékk átta ára fangelsi. Vafði kÖðlum um háls konu sinnar n 52 ára maður svipti 27 ára eig- inkonu sína lífi á heimili þeirra í risíbúð á Klapparstíg 11 snemma morguns þann 10. janúar árið 1988. Hann misþyrmdi henni með spörk- um í andlit og höfuð og vafði síðan köðlum um hálsinn á henni þannig að skjaldbrjóstið??? brotnaði og hún kafnaði. Morðinginn ætlaði að láta þetta líta út sem konan hefði framið sjálfsmorð en sannleikurinn kom í ljós eftir að líkið var rann- sakað. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi. stungu mann mörgum sinnum með melspíru n Starfsmaður Esso-stöðvarinnar í Stóragerði hleypti tveimur mönnum inn í stöðina til að gefa þeim kaffi fyrir opnun klukkan rúmlega sjö þann 25. apríl árið 1990. Ætlun mannanna var að ræna stöðina. Annar þeirra sló þungum hlut í höfuð starfsmannsins sem féll til jarðar. Starfsmaðurinn veitti ekki mótspyrnu þar sem hann óttaðist mjög um líf sitt. Þessu næst slógu mennirnir hann aftur í hnakkann og tóku síðan til við að stinga hann mörgum stungum með melspíru í brjóst og bak. Annar morðinginn lýsti þessu svo að hann hefði talið að melspírunni væri stungið í gegnum fórnarlambið hvað eftir annað þar sem dynkir heyrðumst við hverja stungu. Eftir þetta rændu morðingjarnir stöðina. Annar þeirra fékk sautján ára fangelsisdóm en hinn sextán ára. rifrildi um húfu olli morði n Að kvöldi föstudagsins 13. september árið 1985 áreitti sextán ára unglingspiltur annan strák, sem var ári yngri. Sá var með blettaskalla og var þess vegna ávallt með húfu á höfði. Sá fyrrnefndi tók húfuna nokkrum sinnum af þeim yngri og kastaði henni í burtu. Eftir að sá eldri hafði spark- að í bakið á honum, gerði sá yngri honum grein fyrir því að ef hann tæki húfuna af sér einu sinni enn myndi hann drepa hann. Sá eldri hló og reif húfuna aftur af honum. Unglingurinn stóð við yfirlýsinguna og stakk þann eldri í hjartastað. Atburðurinn átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Strákurinn var dæmdur í fjórtán ára skilorðsbundið fangelsi. myrti dóttur sína mEðan hún sVaf n Mál móður sem varð dóttur sinni að bana og særði son sinn á heimili þeirra á Hagamel í lok maí 2004 vakti óhug meðal landsmanna. Móðirin, sem þá var á fimmtugsaldri, varð tólf ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á meðan dóttirin svaf og særði eldri bróður hennar með hnífi. Dreng- urinn náði að komast alvarlega slasaður út af heimili sínu og heim til vinar síns og móður hans við Kaplaskjólsveg. Móðirin var flutt á gjörgæslu og talið að hún hefði reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið dóttur sinni að bana. Ríkissaksóknari ákærði konuna fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Konan bar við minnisleysi um atburðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi móðurina seka. Hún var einnig dæmd til að greiða syni sínum 1,5 milljónir króna í skaðabætur. Móðirin var metin ósak- hæf og var vistuð á réttargeðdeild að Sogni. myrti mann í afbrýðissEmiskasti n Lögreglan kom að manni liggjandi í blóði sínu í kjallara á Snorrabraut 23 aðfaranótt sunnu- dagsins 22. ágúst árið 1993. Maðurinn hafði verið stunginn með fiskhnífi. Tvær konur tóku á móti lögreglunni og var önnur þeirra sambýliskona hins látna og hin fyrrum sambýliskona morðingja mannsins. Morðinginn hafði frétt á Keisaranum að fyrrum sambýliskona hans væri stödd í íbúð á Snorrabrautinni. Hann fylltist afbrýðisemi, fór inn á Snorrabraut, óð inn í íbúðina og myrti mann- inn. Þetta var í annað sinn sem morðinginn svipti mann lífi. Í þetta sinn rauf hann skilorð vegna dóms fyrir fyrra morðið. Hann hlaut tuttugu ára dóm. Þurfti að drepa sál 67 ára manns n Tæplega ellefu að morgni 17. nóvember árið 1988 kom lögreglan að líki manns þar sem hann hefði legið í tvo daga í stofunni í íbúð sinni á Lynghaga 11. Maðurinn sem var 67 ára lá á bakinu og sneri höfðinu upp að vegg sem búið var að rita á með blóði stórum stöfum „BA- DER MEINHOF“ og vísir að krossi hermdarverkamanna PLO fyrir framan orðin. Á hálsi hins látna var langur og djúpur skurður sem virtist vera eftir eggjárn, tíu hnífstungur voru á bak- inu, til viðbótar við stungur við nára, getnaðarlim og lófa. Þá var búið að skera manninn á hol og koma fyrir talstöð inni í honum. Morðinginn, sem var 38 ára, var handtekinn klukkan 18 sama dag. Hann hafði litið á verknaðinn sem nauðsynlegan þátt í verkefni sínu gegn meintu samsæri ýmissa nafntogaðra einstaklinga. Hann kvaðst hafa þurft að drepa sál þess látna og því hefðu aðferðirnar verið svona hrottalegar. Ákærði var úrskurðaður geðveikur og dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. átÖk Eftir drykkju n Þann 23. júlí árið 2000 fannst 47 ára maður látinn í íbúð við Leifsgötu. 38 ára kona var handtekin og ákærð fyrir að drepa hann með því að herða bindi að hálsinum á honum. Þau höfðu set- ið að drykkju í íbúðinni ásamt íbúðareiganda og kannaðist konan við að hafa lent í átökum við manninn. Héraðsdómur dæmdi konuna í fjórtán ára fangelsi en Hæsti- réttur mildaði refsinguna í tólf ár. drap mann með kjötexi og slagHamri n Aðfaranótt 18. febrúar árið 2002 réðst 24 ára karlmaður á 51 árs mann á Víðimel. Veitti hann manninum fjöl- marga höggáverka á höfuð með kjö- texi og slaghamri. Líklegt var að árásarmaðurinn hefði rekist á fórnarllambið af tilviljun, en árásarmaðurinn var und- ir áhrifum fíkniefna þegar verknaðurinn var framinn. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi. banaði stúlku og Hótaði lögreglumönnum n Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 24 ára mann í fjórtán ára fangelsi árið 2001 fyr- ir að hafa banað stúlku í maí árið 2000. Hæstiréttur þyngdi refsinguna í sextán ár. Maðurinn hrinti stúlkunni yfir 119 sentímetra hátt handrið á svölum á tíundu hæð fjölbýlishúss við Engihjalla í Kópavogi. Maðurinn neitaði sakargiftum og hélt því fram að stúlkan hefði fallið fram yfir handriðið eftir að hann ýtti á öxl hennar. Frá- sögn hans stóðst ekki meðal annars vegna þess að þegar lík stúlkunnar fannst voru smekkbuxur vafðar um ökkla hennar sem voru dregnar niður fyrir fallið. Maðurinn var færður á Landspítalann í Fossvogi til líkamsskoðunar og hafði þar í hótunum við lögreglumenn. Einnig tók hann upp á því að flauta og líkja með þeim hætti eftir falli hlutar úr mikilli hæð með tilheyrandi dynk við lendingu. Maðurinn þurfti að borga foreldrum stúlkunnar alls 1,7 milljónir í skaðabætur og útfararkostnað. kyrktu áfEngis- dauðan mann n Þann 19. júlí árið 1977 drápu tveir menn, 45 og 46 ára, fimmtugan karl- mann í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu 113 þar sem fjórir menn voru geymdir. Þeir kyrktu manninn, þar sem hann svaf ölvunarsvefni í klefanum, með því að herða belti að hálsi hans. Gleymst hafði að taka belt- ið af öðrum þeirra áður en honum var stungið inn. Þeir hlutu báðir átta ára dóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.