Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 48
Þar til dauðinn aðskilur okkur Þegar Indverjinn Buktyar Rustomji opnaði eigin læknastofu í Lancaster 1930 breytti hann nafni sínu í Buck Ruxton. Isabella, sambýliskona hans, var lífsglöð kona sem naut þess að vera í félagsskap við annað fólk. Buck fylltist afbrýðisemi og sakaði hana um framhjáhald. Þegar Isabella hvarf, sem og þjónustustúlka á heimili hjónanna, trúði lögreglan útskýringum Bucks til að byrja með. Lesið um Buck Ruxton í næsta helgarblaði DV. Svarta ekkjan Út á við var Nannie Doss, frá Tulsa í Oklahoma, glaðlyndur og hamingjusamur nágranni, eiginkona og móðir. En fyrir innan þá skel leyndist kaldrifjað morðkvendi sem nánast þurrkaði út alla fjölskyldu sína. Fyrstu fórnarlömbin voru hennar eigin börn. Æska Nancy „Nannie“ Hazle var ekki ham-ingjurík. Faðir henn-ar var stjórnsamur og hneigðist til grimmlyndis og upp- skar fyrir vikið hatur bæði dóttur sinnar og eiginkonu. Nannie gekk illa í skóla og skólaganga henn- ar var óregluleg því föður hennar hugnaðist betur að hún og syst- kin hennar ynnu á bóndabýli fjölskyldunnar en að þau sæktu skóla. Þegar Nannie var sextán ára neyddi faðir hennar hana til að giftast Charlie Braggs eftir aðeins fjögurra mánaða kynni. Charl- ie var einkabarn móður sinnar og bjó hjá henni og hjónaleysin fluttu inn til hennar. Síðar skrifaði Nannie: „Ég gift- ist samkvæmt ósk föður míns 1921 manni sem ég hafði aðeins þekkt í fjóra eða fimm mánuði, sem átti enga fjölskyldu nema ógifta móð- ur sem hafði yfirtekið líf mitt full- komlega þegar við giftumst.“ Fjögur börn, drykkja og stórreykingar Frá 1923 til 1927 eignuðust Nann- ie og Charlie fjórar dætur, en álag- ið var mikið og Nannie hóf að drekka meira en góðu hófi gegndi og reykti látlaust. Hjónaband- ið var ekki hamingjuríkt og bæði sökuðu hitt, sennilega með réttu, um framhjáhald. Charlie átti til að hverfa svo dögum skipti. Snemma árs 1927 dóu tvær dætra þeirra úr matareitrun. Charlie grunaði Nannie um að eiga þar hlut að máli og lét sig hverfa ásamt elstu dóttur hjón- anna, Melvinu, en skildi Florinu sem þá var nýfædd eftir. Um svip- að leyti lést móðir Charlies. Charl- ie kom heim árið 1928 í fylgd Melvinu og fráskilinnar konu og barns hennar. Skömmu síðar skildu Charlie og Nannie og hún fór heim til móður sinnar ásamt dætrum sínum tveim. Ástarsögur og stefnumótaþjónusta Nannie sefaði einmanakennd sína með lestri ástarsagna af ýmsu tagi og las í þaula einkamálaaug- lýsingar og svaraði sumum. Ein auglýsing vakti sérstaka athygli, frá Robert Harrelson, 23 ára verk- smiðjustarfsmanni. Robert sendi Nannie rómantísk ljóð og hún sendi honum köku sem hún hafði bakað. Þau hittust og gengu í hjóna- band árið 1929 og settust að í Jacksonville og voru tvær eftirlif- andi dætur Nannie hjá þeim. Þrátt fyrir að Nannie kæmist að því ekki löngu síðar að Robert var áfeng- issjúklingur og á sakaskrá entist hjónabandið í sextán ár. Börn deyja Melvina, elsta dóttir Nannie, eign- aðist son, Robert Lee Haynes, með eiginmanni sínum Mosie árið 1943. Tveimur árum síðar í kjöl- far erfiðrar meðgöngu eignaðist Melvina sitt annað barn, tveimur mánuðum fyrir tímann og lést það strax eftir fæðingu. Nannie hjálp- aði til við fæðinguna og Melvinu, þreyttri og undir áhrifum deyfi- lyfja, fannst sem hún sæi Nann- ie stinga hattnál í höfuð barnsins og sagði Florinu og Mosie af því. Hvað sem því leið gátu læknar ekki útskýrt dauða barnsins. Í kjölfarið fjarlægðust Mosie og Melvina og Melvina hóf samband við hermann sem féll Nannie ekki í geð. Eitt sinn þegar Florina heimsótti föður sinn eftir alvarlegt rifrildi við móður sína dó Robert, sonur Melvinu, í umsjá Nannie. Robert Harrelson deyr Robert Harrelson var einn þeirra sem fagnaði lokum síðari heims- styrjaldarinnar og eftir að hafa drukkið ótæpilega nauðgaði hann Nannie. Daginn eftir þegar Nann- ie var að hirða um garðinn fann hún viskíflösku Roberts grafna í garðinum. Nauðgunin kvöldið áður hafði verið kornið sem fyllti mælinn og brá Nannie á það ráð að setja rottueitur í viskíið og dó Robert hræðilegum dauðdaga sama kvöld. Þriðja eiginmann sinn, Arl- ie Lanning, hitti Nannie fyrir til- stilli einkamálaauglýsinga og giftist honum eftir þriggja daga kynni. Arlie Lanning lést af völd- um hjartabilunar og skömmu síð- ar brann heimili þeirra til kaldra kola. Heimilið hefði runnið til systur Arlies en þar sem það varð eldi að bráð fékk Nannie trygging- arféð. Nannie flutti til Norður-Karól- ínu en ekki fyrr en öldruð móðir Arlies hafði andast í svefni. Nann- ie flutti til Dovie, systur sinnar, sem var rúmliggjandi og skömmu eftir að Nannie bar að garði and- aðist hún. Móðirin fellur í valinn Nannie beið ekki boðanna með að finna nýjan eiginmann. Fyrir valinu varð Richard L. Morton frá Kansas. Áður en Nannie náði að fyrirkoma honum eitraði hún fyr- ir móður sinni sem komið hafði í heimsókn í janúar 1953. Mort- on mætti örlögum sínum þremur mánuðum síðar. Síðasti eiginmaður Nannie var Samuel Doss frá Oklahoma og gengu þau í hjónaband í júní 1953. Ólíkt fyrri eiginmönnum Nannie snerti Samuel ekki áfengi, en sótti kirkju og var ekki sáttur við ástarsögurnar sem Nannie las öllum stundum. Í september var Samuel lagð- ur inn á sjúkrahús með flensuein- kenni og læknarnir úrskurðuðu að hann væri með sýkingu í melt- ingarveginum. Eftir meðferð var hann útskrifaður, í október. Nannie var óþreyjufull og vildi innheimta tvöfalda líftryggingu Samuels og myrti hann sama kvöld og hann kom heim. Dauðsfallið fyllti læknana grunsemdum og krafist var krufn- ingar sem leiddi í ljós að mikið magn arseniks var í líkama hans. Nannie var handtekin án tafar. Lífstíðardómur og hvítblæði Nannie játaði að hafa myrt fjóra eiginmenn, móður sína, syst- ur sína, Robert dótturson sinn og tengdamóður, móður Arl- ies. Ákæruvaldið einbeitti sér að dauða Samuels, síðasta eigin- manns hennar. Hún lýsti yfir sekt sinni 17. maí 1955 og fékk lífstíð- ardóm. Nannie var aldrei ákærð fyr- ir hin morðin sem hún framdi. Hún dó úr hvítblæði 1965 í sjúkra- húsálmu ríkisfangelsisins í Okla- homa. Umsjón: koLBeInn ÞoRsteInsson, kolbeinn@dv.is Nauðgunin kvöldið áður hafði verið kornið sem fyllti mælinn og brá Nannie á það ráð að setja rottueitur í viskíið og dó Robert hræðilegum dauðdaga sama kvöld. 48 föstudagur 7. ágúst 2009 sakamál Nannie Doss Var aðeins ákærð fyrir eitt morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.