Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 33
helgarviðtal 7. ágúst 2009 föstudagur 33 Kaup milljarðamærings ganga hægt Hermann segir að ef Portsmouth, sem misst hefur nokkra öfluga leikmenn í sumar, bæti ekki við sig tveimur til þremur sterkum leik- mönnum á næstunni gæti tímabilið orðið af- skaplega erfitt. „Ég veit bara jafn mikið og þú hvort eitthvað sé að gerast í þeim málum. Staðan er svolítið óljós því kaupin hafa ekki endanlega gengið í gegn hjá nýja eigandanum. Á meðan svo er er ekki hægt að kaupa menn, bara hægt að fá lánaða eða á „free transfer“.“ Þessi nýi eigandi Portsmouth heitir Sulaim- an Al Fahim, milljarðamæringur frá Sam- einuðu arabísku furstadæmunum, en hann keypti liðið af öðrum ríkisbubba, Rússanum Alexandre Gaydamak. Al Fahim, sem er einungis þrjátíu og tveggja ára gamall, var áður í eigendahópi Manchester City og ku auðæfi hans veruleg. Því ættu leik- mannakaup ekki að stranda á of léttri pyngju. Hermann segir að eitthvað verði hins vegar að fara að gerast því tíminn sé orðinn knappur. „Mönnum finnst þetta taka svolítið langan tíma. Við erum með ágætis hóp en ekki nógu breiðan. Þetta eru allt hörkulið í þessari deild þannig að þú þarft bæði sterkan og breiðan hóp. Mótið er handan við hornið og eigandinn þarf því að fara að sýna og sanna að hann hafi eitthvað bakland.“ Harry Redknapp var framkvæmdastjóri Portmouth þegar liðið vann FA-bikarinn vorið 2008 sem var einungis í annað sinn sem það hefur tekist. Fyrra skiptið var árið 1939. Liðið endaði jafnframt í áttunda sæti í deildinni sem er besti árangur þess frá upphafi. Redknapp hafði þá byggt upp gríðarlega gott lið, enda fengið töluvert fjármagn til þess, en nokkrum mánuðum seinna var hann farinn frá félaginu. Tottenham bauð Redknapp stjórastöðuna á White Hart Lane í október sem hann þáði. „Þetta var of gott tækifæri fyrir hann til að sleppa því,“ segir Hermann sem kunni afar vel við Redknapp. „Kannski fann að það væru farnir að minnka peningarnir í klúbbnum og fannst meira spennandi að taka starfið hjá Tot- tenham. Þar var nóg af peningum og hann gat möndlað sitt eigið lið og fengið leikmenn sem hann vildi fá. Í fyrrasumar var hann að lenda í því að þurfa að selja nokkra leikmennn frá Portsmouth og ekki fá að klára það sem hann byrjaði á. Þetta var því kannski skiljanlegt á vissan hátt.“ missti af leiK gegn aC milan Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, var í framhaldinu ráðinn framkvæmdastjóri Portsmouth en hann hafði verið aðstoðarmaður Redknapps. Hermann fékk lítið sem ekkert að spila undir stjórn Ad- ams og er á honum að heyra að enski varnar- jaxlinn fyrrverandi hafi alls ekki verið tebolli að sínu skapi. „Menn hafa misjafnar skoðanir á hlutun- um eins og gengur. Það var náttúrlega búið að kaupa tvo vinstri bakverði sem voru búnir að vera að spila eitthvað þegar hann tók við. [Nadir] Belhadj er frábær leikmaður en bara allt öðruvísi en ég. Það sem maður var kannski svekktastur með var að fá ekki sénsinn einu sinni þegar spilað var á móti liðum sem spila meiri kraftabolta, eins og Stoke og fleiri lið. Ég þarf ekki að spila alla leiki en að spila engan leik er ég auðvitað hundfúll með. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að spila mig út úr liðinu. Árið áður hélt vörnin hreinu í tuttugu og fjóra leiki og við slógum með því met með nánast sömu vörninnni allt árið. Mér fannst þetta því ósanngjarnt en hann var auðvitað að reyna að stilla upp besta liðinu að hans mati.“ Portsmouth spilaði gegn AC Milan í Evr- ópukeppninni á meðan Hermann var utan við liðið. Spurður hvort það sé svekkelsi sem eigi eftir að plaga hann út ævina, að fá ekki tæki- færi til að leika gegn því sögufræga liði, segir Hermann svo ekki vera. „Ég er búinn að vera í atvinnumennsku nokkuð lengi og í rauninni aldrei verið á bekkn- um, og eins og ég hef sagt áður þá er bekkjar- setan ekki eitthvað sem maður hefur gaman. En maður verður auðvitað bara að halda haus og halda áfram að æfa af krafti og vera klár þegar kallið kemur. En ég hef svo sem spilað á móti Inter Milan bæði á heimavelli og San Siro þannig að ...,“ segir Hermann og hlær. „i´m saying really good things about you.“ Portsmouth náði sér aldrei á strik undir stjórn Adams sem varð til þess að hann var rekinn í febrúar síðastliðnum. Þá tók við liðinu Paul nokkur Hart, sem stjórnaði Notthingham For- est 2001 til 2004 og Chesterfield í þrjú ár und- ir lok níunda áratugarins, en hefur þess utan ekki mikla reynslu af þjálfun. Honum tókst þó ætlunarverkið: að bjarga Portsmouth frá falli í vor. Liðið endaði í fjórtánda sæti í úrvalsdeild- inni en útlitið var mjög svart þegar Hart tók við af Adams. Hermann ber nýja stjóranum vel söguna. „Það er almenn ánægja með hann hérna. Hann gerði líka vel eftir að hann tók við liðinu. Klúbburinn er ennþá í efstu deild og það var það sem skipti mestu máli úr því sem komið var.“ Að því sögðu heyrist rödd á bak við Her- mann og hann biður blaðamann að bíða augnablik. Í ljós kemur að sá sem vill ná tali af Eyjamanninum er umræddur Hart. Hermann segir að hann sé í viðtali við dagblað. „Iceland- ic newspaper?“ heyrist spurt um hæl. Þegar Hermann jánkar því spyr Hart hvort hann sé ekki jákvæður í sinn garð í viðtalinu. „I´m say- ing really good things about you.“ Í kjölfarið gefur stjórinn grænt ljós á að Hermann haldi spjallinu áfram. „Þú verður að skrifa mjög fallega um stjór- inn svo hann sekti mig ekki,“ segir Hermann og getur varla varist smá hlátri. Eru mjög harðar reglur hjá félaginu? „Já, maður er sektaður fyrir allan andskotann hérna,“ segir Hermann og hlær. „En það er bara flott mál. Það er gott að hafa aga á hlut- unum.“ hinn íslensKi ryan giggs Það stendur ekki á svari þegar blaðamaður spyr hinn hálffertuga landsliðsfyrirliða hvort hann sé enn að bæta sig sem fótboltamaður. „Engin spurning. Þú ert alltaf að bæta við þig reynslu og þú lærir eitthvað örlítið nýtt nánast á hverjum degi, hvort sem er í varnarleik eða sóknarleik.“ En hver ætli sé galdurinn við að vera í svona góðu formi ennþá, hlaupandi kolbrjálaður út um allan völl eins og átján ára unglingur að kafna úr metnaði fyrir að sanna sig? „Líklega bara að halda hungrinu. Þegar ég mæti á æfingasvæðið vil ég vinna hvern ein- asta leik, hvort sem það er ungir á móti göml- um, Englendingar á móti útlendingum eða hvað sem er. Maður hendir út úr sér snuð- inu og fer grenja ef maður tapar. Svo um leið og maður stígur yfir hvítu línuna á laugardegi klukkan þrjú og flautan gellur - það er ... það er alltaf mikið adrenalínkikk,“ segir Hermann og lætur hugann augljóslega reika á meðan hann segir frá. „Með fullan völl og níutíu mínútur til að vera í slagsmálum við frábæra leikmenn. Það er bara frábært. Og þetta eru náttúrlega Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður Hjá portsmoutH fæðingardagur: 11. júlí 1974 fæðingarstaður: Vestmannaeyjar eiginkona: Ragna Lóa Stefánsdóttir börn: Thelma Lóa Hermannsdóttir, 9 ára Ída Marín Hermannsdóttir, 7 ára stjúpbörn: Stefán Kári Sveinbjörnsson, 23 ára Elsa Hrund Bjartmarz, 16 ára ferill: ÍBV (frá æsku til 1997) Crystal Palace (1997-98) Brentford (1998-99) Wimbledon (1999-2000) Ipswich (2000-03) Portsmouth (2007-?) ÁRNA JOHNSEN einbeittur Í leik með Portsmouth sem Hermann hefur spilað með frá 2007. mynd getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.