Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir nú þurfti að greiða fjóra pesóa fyrir dollarann og mikil verðbólga kom í kjölfarið. Argentína var nú markaðsleg eyja, rúin trausti og vantaði er- lendar fjárfestingar. Nær öll stór- fyrirtæki landsins voru á vonarvöl og lífskjör almennings stórminnk- uð. Endurreisn hófst. Duhalde, sem hafði ekki verið þjóðkjörinn forseti heldur ráðinn af þinginu sem tímabundinn umsjónarmað- ur í embættinu, boðaði til kosn- inga vorið 2003. Í síðustu ræðu sinni stakk Duhalde upp á að ríki í Suður-Ameríku mynduðu banda- lag, stæðu saman gegn iðnrisum og að Argentína og Brasilía tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil. Néstor Kirchner sigraði í kosn- ingunum 2003 og hét því að hverfa frá AGS-stefnunni og frelsa land- ið undan oki skuldavæðingar. Fáir öfunduðu hann af þeim gífurlega erfiðu verkefnum sem fram undan voru. Hann fékk þó ágætan með- byr. Eftir gengisfellingu pesóans voru argentínskar útflutningsvörur ódýrar og samkeppnishæfar. Ýms- ar aðgerðir Kirchners tókust vel og fóru hjólin að snúast að nýju. Skuldadagar En skuldirnar miklu voru enn óuppgerðar. Einhver blaðamaður- inn lýsti ástandinu svona: „Ef þú skuldar bankanum 1000 dollara er það þitt vandamál. Ef þú skuld- ar honum 100 milljarða dollara er það vandamál bankans.“ Það var allra hagur að semja um skuldirn- ar. Sú staðreynd að greiðslufall Argentínu var hið mesta í sögunni er talið hafa gefið Kirchner nokk- urt forskot í samningaviðræðun- um við AGS, sem hefur þá stefnu að forðast slæmar skuldir í sjóðum sínum. Árið 2003 landaði forset- inn og ríkisstjórn hans mjög góð- um samningi eftir erfiðar og gríð- arlega flóknar samningaviðræður þar sem 84 milljarðar dollara af þjóðarskuldinni við alþjóðlegar stofnanir voru enduráætlaðir. Árið 2005 var ákveðið að ríkið borgaði með skuldabréfum skuldir einka- fyrirtækja sem fallið höfðu á ríkið upp á um það bil 81 milljarð doll- ara þar sem 20 milljarðar í vöxt- um eftir greiðslufallið voru látnir falla niður. 76 prósent skuldarinn- ar voru enduráætluð og yfirfarn- ar með þeirri niðurstöðu að að- eins þriðjungur nafnvirðis hennar myndi greiðast. Sama ár ákvað Kirchner að greiða skuldina við AGS í einni greiðslu, án endurfjármögnun- ar, en hún var 9,8 milljarðar doll- ara. Skuldina greiddu stjórnvöld með uppsöfnuðum gjaldeyristekj- um í seðlabankanum. Venesúela hjálpaði til við greiðsluna en Hugo Chávez keypti argentínsk skulda- bréf fyrir 1,6 milljarða. Néstor Kirchner ákvað að sækj- ast ekki eftir endurkjöri í forseta- embættið árið 2007. Í stað hans bauð eiginkona hans, Cristina Fernandez de Kirchner, sig fram og sigraði í kosningunum. Í september í fyrra borgaði rík- isstjórn Cristinu Kirchner 6,7 millj- arða dollara skuld sína við Par- ísarklúbbinn, samtök 19 ríkustu þjóða heims, sem hafa gjarnan milligöngu milli skuldara og lán- ardrottna. Argentína hefur enn í dag nokk- uð heftan aðgang að lánamörkuð- um sem eru áhrif greiðslufallsins. Fjölmargir skuldaeigendur um all- an heim hafa þrýst á lánastofnanir um að beita landið refsiaðgerðum. Valdatími Kirchner-hjónanna hef- ur einkennst, þrátt fyrir efnahags- uppganginn, af mikilli verðbólgu og atvinnuleysi. „Slysin verða þegar ríki hlýða AGS“ „Algengt viðkvæði: Enn eitt ríki í Suður-Ameríku, í þetta sinn Arg- entína, kann ekki að hegða sér. Eyðslusöm ríkisstjórn og pópul- istastefna hennar hafa eyðilagt landið. Bandaríkjamenn hugsa drjúgir með sér að þeir séu ónæmir fyrir slíkum römónskum háttum. En ráðþrota Suður-Ameríku- menn horfa á Argentínu með allt öðrum augum. Hvað kom fyrir, spyrja þeir, þennan fyrirmyndar- nemanda nýfrjálshyggjunnar og þá hugmynd að frjálsir markaðir myndu tryggja velsæld? Þetta var landið sem gerði allt rétt. Hvernig gat hrun þess orðið svo stórkost- legt? Kannski hafa bæði sjónarmiðin eitthvað til síns máls, en í raun, að mínum dómi, er hugmyndin sem hefur verið gerð vinsæl í Banda- ríkjunum virkilega afvegaleidd.“ Þannig komst bandaríski nób- elsverðlaunahafinn og hagfræði- prófessorinn Joseph Stiglitz að orði í grein í Washington Post árið 2002. Þar gagnrýndi hann störf AGS og Alþjóðabankans í Argent- ínu harkalega. Stiglitz er fyrrver- andi aðalhagfræðingur Alþjóða- bankans og var efnahagsráðgjafi Bills Clinton í forsetatíð hans. Í greininni rekur hann lið fyr- ir lið hvernig ótal ráð og tilskip- anir AGS til Argentínu á tímanum 1989–2001 hafi verið vond og gert stöðu landsins mun verri en hún hefði ella orðið. Stiglitz bendir á að margir bandarískir hagfræðing- ar hafi talið að hræðileg örlög Arg- entínu hafi verið innsigluð þegar stjórnvöld landsins hunsuðu til- mæli AGS um enn frekari niður- skurð í kerfinu. Stiglitz telur hins vegar þvert á móti að ef Argentína hefði fylgt ráðum AGS um meiri- háttar niðurskurð hefði efnahags- kreppan lent fyrr og jafnvel harka- legar á ströndum landsins. „Eins og flestir hagfræðingar utan AGS trúi ég því að í efnahags- legri niðursveiflu geri niðurskurð- ir illt verra: skatttekjur, atvinna og traust á hagkerfinu minnka einn- ig,“ heldur Stiglitz áfram. „Argentína er ekkert undanþeg- in slíkum undirstöðuatriðum í hag- fræðinni frekar en löndin í Austur- Asíu undir lok tíunda áratugarins. Samt skipaði AGS fyrir um nið- urskurð, og Argentína hlýddi og skar niður kostnað í öllu stjórn- kerfinu (fyrir utan vexti) um 10% á milli 1999 og 2000. […] Slysin verða ekki þegar ríki hlýða ekki AGS, þau verða þegar þau hlýða AGS.“ Stiglitz segir að þegar kreppu- áhrifa gæti í efnahag Bandaríkj- anna og annarra vestrænna ríkja séu nær allir sammála um að neyð- arpakki með peningainnspýtingu sé rétt leið. „Hvers vegna hélt AGS því þá fram að þveröfugar aðgerð- ir – samdráttur í ríkisfjármálum – myndu hjálpa Argentínumönnum í krísu sinni?“ Sameer Dossani á alþjóðlega stjórnmálavefritinu Foreign Policy in Focus skrifaði: „AGS hamraði á niðurskurði, hækkun vaxtastigs og samdrætti löngu eftir að allir vissu að hagkerfið þurfti á neyðarpakka að halda. Í stuttu máli settu þeir hagsmuni lánardrottna Argentínu – sem vildu peninginn sinn strax – ofar hagsmunum argentínskra borgara sem þurftu á atvinnu og fæði að halda.“ Meiriháttar einkavæðing „Öll ríkisfyrirtækin í Argentínu á sölulista. Stjórnvöld í Argent- ínu, sem eru staðráðin í að standa vörð um endurreisn efnahagslífs- ins, „efnahagsundrið“ sem þau kalla sjálf, hafa skýrt frá áætlun um meiriháttar einkavæðingu en sam- kvæmt henni verða öll helstu fyrir- tækin, sem enn eru í höndum rík- isins, seld á næstu 16 mánuðum. [...] Síðan Carlos Menem varð for- seti 1989 hafa verið seld ríkisfyrir- tæki fyrir 1.400 milljarða íslenskra króna og eru þar á meðal raforku- ver og símafyrirtæki, ríkisflugfé- lagið og ríkisolíufélagið.“ (Morgun- blaðið, 2. september 1994.) Við upphaf tíunda áratugarins voru ríkisstofnanirnar þunglama- legar og gamaldags, fjársveltar og særðar eftir slæma meðferð her- foringjastjórna og efnahagsvand- ræði áratugina á undan. Carlos Menem naut mikils stuðnings þeg- ar hann fór af stað með einkavæð- ingarferli sitt þar sem þjónustufyr- irtæki á borð við rafmagnsveitur og símafyrirtæki voru seld. Kjósendur voru margir ánægðir með aukna skilvirkni hjá þessum fyrirtækjum. Annað sjónarmið var að mörg rík- isfyrirtæki sem höfðu þróast í ár- ferði hinna erfiðu áratuga sem á undan fóru skiluðu miklu tapi og voru ríkisbússkapnum erfiður ljár í þúfu. En ferlið fór mjög hratt fram og enduðu mörg ríkisfyrirtæki í óstjórn og spillingu; örlög ríkis- flugfélagsins Aerolineas Argentin- as þóttu táknræn, en það rambaði á barmi gjaldþrots nokkrum sinn- um og gekk í gegnum síendurtekin eigendaskipti. Fyrir einkavæðingu árið 1990 átti flugfélagið 30 flug- vélar en tíu árum síðar eina og var með 43 á leigu. Ríkisstjórn Crist- inu Kirchner ríkisvæddi fyrirtækið síðla árs 2008 þegar það nálgaðist gjaldþrot. Dýrt og daunillt vatn Argentínski hagfræðingurinn Dani- el Azpiazu hefur rannsakað í þaula einkavæðingu vatnsveitna á tíunda áratugnum. Að hans dómi er stofn- un og sala fyrirtækisina Aguas Arg- entinas eitt alræmdasta dæmið um hið óábyrga æði sem argentínsk stjórnvöld stunduðu í sölu ríkisfyr- irtækja á tíunda áratugnum með dyggum stuðningi AGS og Alþjóða- bankans. Stærsti hluti argentínska vatns- veitukerfisins var í maí 1993 seld- ur fyrirtækjunum Suez Group frá Frakklandi, stærsta vatnsfyrirtæki í heiminum í einkageiranum, og spænska vatnsrisanum Aguas de Barcelona. Alþjóðabankinn var milliliður í sölunni og keypti sjálfur hluta í nýja einkafyrirtækinu, Aguas Argentinas. Samkvæmt rannsókn- um var nýja fyrirtækið stærsta yfir- færsla vatnsveitu í hendur einkaað- ila í heiminum og sá um svæði með 10 milljónum íbúa. Daniel Azpiazu segir að á tíma- bilinu frá maí 1993 til janúar 2002 hafi vatnsverð fyrir almenna borg- ara hækkað um 88,2% sem hafi ekki verið í neinu samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs, sem nam 7,3% á tímabilinu. Azpiazu nefnir ennfremur að hreinn gróði fyrirtækisins hafi numið 20%, sem þyki hvergi eðlilegt. Til viðmiðun- Gífurleg fátækt Eftir hrunið lifðu skyndilega 60% almennings undir fátæktarmörkum. Upphaflega búsáhaldabyltingin Slagorð potta- og pönnubyltingarinnar var „Que se vayan todos!“ (Burt með þá alla!). Mikil andstaða Versnandi lífskjör og mikil spilling ollu mikilli reiði meðal landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.