Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 16
16 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Þegar fyrirmyndarnemandinn hjá alÞjóðagjaldeyrissjóðnum kolféll Á árunum 1989–1999 var Argentína uppnefnd „fyrirmyndarnemandi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins“. Nýfrjáls- hyggjumenn víða um lönd báru lof á „efnahagsundrið“. Stjórnvöld fengu gífurlega há lán hjá AGS til að við- halda bundnu gengi pesóa og dollars. Á sama tíma voru öll verðmætustu ríkisfyrirtæki landsins einkavædd. Gríðarlegir fjármunir flæddu í gegn- um Argentínu á þessum árum, tíundi áratugurinn var partí og vakti vonir með milljónum Argentínumanna. En blaðran sprakk með látum árin 2001–02 eftir að kreppa sem hófst í Asíu árið 1997 felldi hið viðkvæma argentínska hagkerfi og hafði eitt mesta efnahagshrun nokkurs lands í sögunni í för með sér. Eftir hrunið lifðu nær 60% þjóð- arinnar undir fátæktarmörkum og þjáðust margir í lægstu þrepum sam- félagsins af vannæringu. Argentína hafði verið eitt efnaðasta ríki Suður- Ameríku og státað af öflugri millistétt sem nú hafði þurrkast út. Ríkið var fjárvana og stóð frammi fyrir greiðslufallinni skuld upp á næstum 150 milljarða dollara við er- lenda lánveitendur. Landið var rúið trausti, skorti erlendar fjárfestingar og virtist dauðadæmt. Áður fyrr með ríkustu þjóðum veraldar Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar var Argentína í hópi stórvelda heimsins. Vegna auðs sem skapaðist aðallega við gríðarlega umfangsmikinn út- flutning nautakjöts nutu íbúar lands- ins svipaðra lífskjara og Frakkar. Við miðbik aldarinnar fór ríki- dæmi Argentínu hins vegar hratt dvínandi, fyrst vegna einangrunar- stefnu og síðar stjórnmálaólgu en herforingjastjórnir og átök fóru illa með stjórnkerfi landsins og efnahag þess. Spilling hefur lengi verið land- lægt vandamál í Argentínu. Árið 1976 framdi argentínski her- inn valdarán og steypti forseta lands- ins, Ísabellu Perón, af stóli. Aðdrag- andinn var flókinn og langur en á þessum árum glímdi Argentína við erfiðan efnahagsvanda, stjórnmála- umrót og gríðarlega harkalegar vær- ingar á milli vinstri- og hægriafla, fylkinga sem áttu flestar rætur í hin- um stóra og breiða Perónistaflokki. Herforingjastjórnin framdi á valdatíma sínum víðtæk mannrétt- indabrot og er talin hafa tekið 30.000 meinta meðlimi öfgavinstrifylkinga af lífi í hinni svokölluðu „Endurskipu- lagningu þjóðarinnar“. Herforingjastjórnin olli einn- ig efnahag landsins miklu tjóni, tók stór erlend lán, en eyddi í mis- heppnuð verkefni, þar sem hið tap- aða Falklandseyjastríð vó þyngst ásamt stjórnvaldsaðgerðum þegar ríkið yfirtók skuldir einkafyrirtækja á borð við útibú erlendu stórfyrir- tækjanna Citibank, Deutsche Bank, Banco de Italia, Bank of America, Chase Manhattan, Esso, Fiat, Ford og Pirelli. Raúl Alfonsín var kosinn forseti árið 1983 þegar herinn missti völdin og lýðræði var aftur komið á. Skuld- ir ríkisins námu 45 milljörðum doll- ara við valdatöku hans. Hann ákvað að skipta út gjörónýtum gjaldmiðlin- um, pesóanum, í staðinn fyrir nýjan sem hét austral. Lána var aflað til að standa straum af nýja gjaldmiðlin- um. Ríkið lenti hins vegar í hremm- ingum þegar það náði ekki að borga vextina af skuldinni og Alþjóðabank- inn hóf að endurkalla lán. Óðaverðbólga blossaði upp og náði 220% á ári þegar ríkisstjórnin ákvað að prenta gífurlegt magn pen- ingaseðla í örvæntingu sinni. Alfons- ín fór frá árið 1989 í 5.000% verðbólgu og kusu Argentínumenn Perónistann Carlos Menem sem arftaka hans í forsetastólnum. Nýfrjálshyggja, festing við dollar og AGS Menem boðaði nýja tíma og ný ráð sem myndu koma Argentínu út úr kreppunni með efnahagsmódeli sem hann byggði á forskrift nýfrjáls- hyggjunnar. Hann vildi beita aðferð- um sem forkólfar frjálshyggjunnar í Washington höfðu mælt með í ræð- um og riti: hér má nefna einkavæð- ingu kostnaðarsamra ríkisfyrirtækja á borð við símafyrirtæki, gas-, vatns- og rafmagnsveitur; frjálsari viðskipti og minni áherslu á vinnulöggjöf og verkalýðsréttindi. Hinar nýju lausnir Menems báru ekki ríkan ávöxt fyrstu tvö árin. En árið 1991 kynnti Domingo Cavallo fjármálaráðherra lög sem áttu eftir að verða afdrifarík: innleysanleikalög- in eða „Ley de Convertibilidad“. Þau bundu argentínska pesóann, sem nú hafði verið tekinn upp að nýju, við gengi bandaríkjadollars. Einum pes- óa var þannig skipt fyrir einn dollar. Sú aðgerð virkaði vel til að stemma stigu við verðbólgunni sem nú snar- minnkaði og einnig til að vekja traust umheimsins á landinu að nýju og laða að fjárfesta. Argentínumenn voru skyndilega orðnir gjaldgengir þátttakendur á al- þjóðlegum neyslumarkaði og gátu ferðast til útlanda, keypt innfluttar vörur og fengið lán í dollurum á lág- um vöxtum. En slæmar hliðarverkanir dollara- væðingarinnar komu fljótlega í ljós. Þar sem innflutningur varð skyndi- lega ódýr streymdi mikið fjármagn úr landi sem kom illa við iðnað lands- ins. Atvinnuleysi jókst. Til að viðhalda ofmetnum gjald- miðli þarf ríki að eiga mikla sjóði í erlendri mynt (dollurum) í seðla- bankanum. Argentína þurfti að geta útvegað þeim sem það vildu doll- ara í stað pesóa. Argentínska ríkið, sem var skuldugt fyrir og með fúna innviði, leitaði til Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og fékk himinhá lán til að viðhalda genginu. Sjóðurinn hélt áfram að lána Arg- entínu og skrifaði sífellt undir nýj- ar greiðsluáætlanir og frestanir þrátt fyrir varnaðarorð fjölda stofnana og hagfræðinga um allan heim sem töldu að dæmið gengi alls ekki upp; Argentína gæti aldrei staðið undir slíkum skuldum. Kreppa og svo hrun Þegar Asíukreppan reið yfir árið 1997 komu veikleikar argentínska efna- hagskerfisins berlega í ljós. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn varaði stjórnvöld við árið 1998 og taldi Argentínu vera í viðkvæmri stöðu og hvatti til nið- urskurðar. Gengi brasilíska realsins lækkaði mikið árið eftir sem hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir útflutningsvörur dollaravæddr- ar Argentínu, sem urðu skyndilega mikið dýrari en þær brasilísku. Til að auka á óhamingjuna lækkaði gengi evrunnar nokkuð sem hefti útflutn- ing Argentínu til Evrópu. Argentína hafði í raun afsalað sér stjórn peningamála sinna. Eins og fréttamaður BBC orðaði það: „Buen- Argentína fór frá því að vera lýst sem efnahagsundri í að ganga í gegnum hrikalegt hrun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðkomu sína þar og baðst síðar afsökunar á mistökum sínum. Spilling, vanráðin einkavæðing og léleg efnahagsstjórnun hefur svo bæst við til að bæta á þjáningar landsmanna. „Þetta var landið sem gerði allt rétt. Hvernig gat hrun þess orðið svo stórkostlegt?“ helGi hrAfN GuðmuNdSSoN blaðamaður skrifar: dýrkeypt einkavæðing Carlos Menem, forseti 1989–1999, sem stóð fyrir mikilli einkavæðingu. Hann er af sýrlensku bergi brotinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.